Innlent

Brotist inn í fornfrægt varðskip

Þorgils Jónsson skrifar
Nokkuð hafði borið á því að óboðnir gestir hafi vanið komur sínar í skipið fornfræga Maríu júlíu í Ísafjarðarhöfn.
Nokkuð hafði borið á því að óboðnir gestir hafi vanið komur sínar í skipið fornfræga Maríu júlíu í Ísafjarðarhöfn. Fréttablaðið/Pjetur

Byggðasafn Vestfjarða hefur lokað og læst stýrishúsi Maríu Júlíu sem liggur við höfnina á Ísafirði. Nokkuð hafði borið á því að óboðnir gestir hefðu farið þar um borð. Frá þessu segir á vef Bæjarins besta.

Þar er haft eftir Jóni Sigurpálssyni, forstöðumanni Byggðasafnsins að ekki sé vitað hverjir hafi verið þar að verki. Engar skemmdir væru sjáanlegar, en málið hafi verið tilkynnt til lögreglu.

María Júlía var meðal annars eitt af varðskipum Íslands um árabli, meðal annars í fyrsta þorskastríðinu 1958 til 1959. Síðar var hún gerð út til fiskveiða frá Tálknafirði og Patreksfirði frá árinu 1968 þar til henni var lagt árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×