Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2013 18:45 Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild að leyfinu og hefur hún nú einn mánuð til að ákveða sig. Tíu mánuðir eru frá því íslensk stjórnvöld gáfu út fyrstu sérleyfin í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina að viðstöddum þáverandi olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe. Norska ríkið varð þar í fyrsta sinn aðili að olíuleit í lögsögu annars ríkis, og tilnefndi ríkisolíufélagið Petoro sem fjórðungsaðila að tveimur fyrstu leyfunum, í samræmi við Jan Mayen-samkomulag ríkjanna frá árinu 1981. Orkustofnun hefur nú ákveðið að gefa út þriðja sérleyfið, til kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC, með 80%, og íslenska félagsins Eykons, með 20%, og býðst norskum stjórnvöldum nú með sama hætti að gerast 25% aðili. Við það minnkaði hlutur hinna í 60% og 15%. Í Noregi tók hins vegar ný ríkisstjórn við völdum í dag og hún hefur á stefnuskrá, að kröfu tveggja stuðningsflokka, að leyfa ekki olíuleit á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, né öðrum nýjum svæðum í lögsögu Noregs. Það kemur nú í hlut nýs olíu- og orkumálaráðherra, Tord Lien, að svara boði íslenskra stjórnvalda. Bréfið fór til Noregs í dag frá Orkustofnun og nýi olíumálaráðherrann hefur nú 30 daga til að ákveða hvort hann segi nei takk við Íslendinga, - eða kjósi fremur að ögra nýjum samstarfsflokkum og hætta á pólitísk átök, - með því að segja já, - og ganga inn í þriðja olíusérleyfið við Jan Mayen. Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Illa gert gagnvart Íslandi, skaðar norska hagsmuni Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna segir það illa gert gagnvart Íslandi að norsk stjórnvöld falli frá olíuleit við Jan Mayen. 3. október 2013 19:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild að leyfinu og hefur hún nú einn mánuð til að ákveða sig. Tíu mánuðir eru frá því íslensk stjórnvöld gáfu út fyrstu sérleyfin í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina að viðstöddum þáverandi olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe. Norska ríkið varð þar í fyrsta sinn aðili að olíuleit í lögsögu annars ríkis, og tilnefndi ríkisolíufélagið Petoro sem fjórðungsaðila að tveimur fyrstu leyfunum, í samræmi við Jan Mayen-samkomulag ríkjanna frá árinu 1981. Orkustofnun hefur nú ákveðið að gefa út þriðja sérleyfið, til kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC, með 80%, og íslenska félagsins Eykons, með 20%, og býðst norskum stjórnvöldum nú með sama hætti að gerast 25% aðili. Við það minnkaði hlutur hinna í 60% og 15%. Í Noregi tók hins vegar ný ríkisstjórn við völdum í dag og hún hefur á stefnuskrá, að kröfu tveggja stuðningsflokka, að leyfa ekki olíuleit á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, né öðrum nýjum svæðum í lögsögu Noregs. Það kemur nú í hlut nýs olíu- og orkumálaráðherra, Tord Lien, að svara boði íslenskra stjórnvalda. Bréfið fór til Noregs í dag frá Orkustofnun og nýi olíumálaráðherrann hefur nú 30 daga til að ákveða hvort hann segi nei takk við Íslendinga, - eða kjósi fremur að ögra nýjum samstarfsflokkum og hætta á pólitísk átök, - með því að segja já, - og ganga inn í þriðja olíusérleyfið við Jan Mayen.
Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Illa gert gagnvart Íslandi, skaðar norska hagsmuni Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna segir það illa gert gagnvart Íslandi að norsk stjórnvöld falli frá olíuleit við Jan Mayen. 3. október 2013 19:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09
Illa gert gagnvart Íslandi, skaðar norska hagsmuni Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna segir það illa gert gagnvart Íslandi að norsk stjórnvöld falli frá olíuleit við Jan Mayen. 3. október 2013 19:00