Langhæsta verðið á Norðurlöndunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2013 13:32 Verðsamanburður Póst- og fjarskiptastofnunar á árlegum skráningargjöldum á landsléninu .is við Norðurlöndin leiðir í ljós 100-300% hærri gjöld hér á landi. Þetta kemur fram á vef PFS. Stofnunin hefur skilað umsögn um frumvarp til laga um landslénið .is og önnur höfuðlén til umhverfis- og menntamálanefndar Alþingis. PFS bendir á að núverandi rekstrarfyrirkomulag, sem felist í einokunarstarfsemi sem ISNIC sinni, geti haft í för með sér neikvæðar afleiðingar fyrir neytendur.Verðmunur á Norðurlöndunum. Um kaupmáttarjafnað verð í evrum er að ræða.Mynd/PFSSamanburð á árlegum lénaskráningargjöldum má sjá á myndinni hér að ofan. PFS telur smæð íslenska markaðarins ekki skýra hina háu verðlagningu hér á landi. Samanburður við smáríkin Liechtenstein og Möltu sýndu að verðið á Íslandi var um eða yfir 100% í þeim samanburði. Einkarestur sjaldgæft fyrirkomulagPóst- og fjarskiptastofnun telur að umræða um landslénamálin hafi á stundum verið misvísandi. Því minnir PFS á það sjónarmið að landslénið .is sé í eðli sínu takmörkuð auðlind og eðlilegt að Alþingi geti sett lög um ráðstöfun og nýtingu auðlindarinnar. PFS telur lagasetningu sérstaklega mikilvæga til þess að einkaaðili, sem er ISNIC í núverandi fyrirkomulagi, sé ekki í sjálfsvald sett hvernig staðið sé að skráningu landsléna. Þá verði markmiðum um nauðsynlegt öryggi reksturs, búnaðar og gagna ekki tryggt nema með löggjöf. Samkvæmt PFS er skráningum landsléna alla jafna komið fyrir hjá opinberum stjórnvöldum, innan háskólasamfélags eða á hendi sjálfseignarstofnana (e. Non-profit organizations). Það megi sjá í töflu í skýrslu OECD frá árinu 2006, sjá hér. Brýnt að setja almenn lög um landslénið .is sem fyrst„Póst- og fjarskiptastofnun telur að sú skipan mála að jafn samfélagslega mikilvæg og takmörkuð auðlind og landslénið .is skuli vera fyrir komið í einokunarstarfsemi einkaaðila sé afar óheppileg og geti m.a. skýrt þann mikla verðmun sem er á árgjöldum lénaskráningar hér á landi samanborið við þau lönd sem við helst berum okkur saman við, sbr. umfjöllun í kafla 4.2. Þessi staða, með tilliti til hagsmuna neytenda, samfélagslega mikilvægis þjónustunnar, auk sjónarmiða um rekstralegt öryggi og stjórnsýslulegt eftirlit með starfseminni, beinlínis kallar á að sett verði almenn lög um starfsemina. Telur PFS afar brýnt að það verði gert sem fyrst," eins og segir í umsögn PFS. Tengdar fréttir Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. 16. janúar 2013 09:54 Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Verðsamanburður Póst- og fjarskiptastofnunar á árlegum skráningargjöldum á landsléninu .is við Norðurlöndin leiðir í ljós 100-300% hærri gjöld hér á landi. Þetta kemur fram á vef PFS. Stofnunin hefur skilað umsögn um frumvarp til laga um landslénið .is og önnur höfuðlén til umhverfis- og menntamálanefndar Alþingis. PFS bendir á að núverandi rekstrarfyrirkomulag, sem felist í einokunarstarfsemi sem ISNIC sinni, geti haft í för með sér neikvæðar afleiðingar fyrir neytendur.Verðmunur á Norðurlöndunum. Um kaupmáttarjafnað verð í evrum er að ræða.Mynd/PFSSamanburð á árlegum lénaskráningargjöldum má sjá á myndinni hér að ofan. PFS telur smæð íslenska markaðarins ekki skýra hina háu verðlagningu hér á landi. Samanburður við smáríkin Liechtenstein og Möltu sýndu að verðið á Íslandi var um eða yfir 100% í þeim samanburði. Einkarestur sjaldgæft fyrirkomulagPóst- og fjarskiptastofnun telur að umræða um landslénamálin hafi á stundum verið misvísandi. Því minnir PFS á það sjónarmið að landslénið .is sé í eðli sínu takmörkuð auðlind og eðlilegt að Alþingi geti sett lög um ráðstöfun og nýtingu auðlindarinnar. PFS telur lagasetningu sérstaklega mikilvæga til þess að einkaaðili, sem er ISNIC í núverandi fyrirkomulagi, sé ekki í sjálfsvald sett hvernig staðið sé að skráningu landsléna. Þá verði markmiðum um nauðsynlegt öryggi reksturs, búnaðar og gagna ekki tryggt nema með löggjöf. Samkvæmt PFS er skráningum landsléna alla jafna komið fyrir hjá opinberum stjórnvöldum, innan háskólasamfélags eða á hendi sjálfseignarstofnana (e. Non-profit organizations). Það megi sjá í töflu í skýrslu OECD frá árinu 2006, sjá hér. Brýnt að setja almenn lög um landslénið .is sem fyrst„Póst- og fjarskiptastofnun telur að sú skipan mála að jafn samfélagslega mikilvæg og takmörkuð auðlind og landslénið .is skuli vera fyrir komið í einokunarstarfsemi einkaaðila sé afar óheppileg og geti m.a. skýrt þann mikla verðmun sem er á árgjöldum lénaskráningar hér á landi samanborið við þau lönd sem við helst berum okkur saman við, sbr. umfjöllun í kafla 4.2. Þessi staða, með tilliti til hagsmuna neytenda, samfélagslega mikilvægis þjónustunnar, auk sjónarmiða um rekstralegt öryggi og stjórnsýslulegt eftirlit með starfseminni, beinlínis kallar á að sett verði almenn lög um starfsemina. Telur PFS afar brýnt að það verði gert sem fyrst," eins og segir í umsögn PFS.
Tengdar fréttir Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. 16. janúar 2013 09:54 Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. 16. janúar 2013 09:54
Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37