Tal stjórnmálamanna byggt á vanþekkingu á tæknimálum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2013 10:45 „Eftirlit með netumferð er gagnslaust ef hver sem er getur auðveldlega dulkóðað alla sína netumferð. Það er álíka gáfulegt og að setja á fót tolleftirlit sem rýnir í alla pakka nema þá sem hafa verið innsiglaðir." Þetta er skoðun tölvunarfræðingsins Salvars Þórs Sigurðarsonar í innsendri grein sem ber titilinn „Innsiglað klám" í Fréttablaðinu í dag. Þar lýsir hann skoðun sinni á tilraun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við að hefta aðgang að klámi á netinu. „Ég ætla ekki að eyða þessu plássi í að tjá mig um réttmæti þessara áforma. Nóg hefur verið rætt um það á internetinu undanfarnar vikur. Það sem ég get hins vegar tjáð mig um er hversu tæknilega mögulegt er að hafa eftirlit með efni sem sótt er á netinu: Það er ómögulegt á meðan leyfilegt er að dulkóða netsamskipti," segir Salvar Þór. Hann útskýrir dulkóðun á þann veg að hún snúist um að umrita skilaboð frá A til B svo að þriðji aðili geti ekki lesið þau. Þannig reiðum við okkur til að mynda við dulkóðun í heimabankanum, við skil á skattframtali, þegra við pöntum vörur á netinu og í öðrum netsamskiptum sem við viljum tryggja að enginn sé að hnýsast í. Salvar segir eftirspurn eftir öruggum samskiptum á netinu það mikla að auðveldlega sé hægt að kaupa slíka þjónustu fyrir 500-1000 krónur. „Með því að kaupa slíka þjónustu fara allar heimsóttar vefsíður, allir tölvupóstar, öll Youtube-myndbönd og öll önnur netsamskipti dulkóðuð til og frá tölvunni," segir Salvar. Hann fullyrðir að eftirlit með netumferð sé gagnslaust á meðan hver sem er geti dulkóðað alla sína netumferð. Hann líkir því við það að setja á fót tolleftirlit þar sem rýnt sé í alla pakka nema þá innsigluðu. „Tal stjórnmálamanna um leiðir til að hefta aðgengi að klámi eða öðru efni á netinu er því byggt á grundvallarmisskilningi og vanþekkingu á tæknimálum. En það er svo sem ekkert nýtt." Greinina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Innsiglað klám Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti nýlega fyrir ríkisstjórn áform sín um að spyrna við dreifingu kláms á Íslandi. Þau snúast meðal annars um að kanna hvernig hægt sé að hefta aðgang að grófu klámefni á netinu. Þetta skal gert með tilliti til þess að klámnotkun hafi færst í aukana hér á landi og að hún geti haft bein áhrif á viðhorf ungs fólks til kynlífs og kynfrelsis. 15. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Eftirlit með netumferð er gagnslaust ef hver sem er getur auðveldlega dulkóðað alla sína netumferð. Það er álíka gáfulegt og að setja á fót tolleftirlit sem rýnir í alla pakka nema þá sem hafa verið innsiglaðir." Þetta er skoðun tölvunarfræðingsins Salvars Þórs Sigurðarsonar í innsendri grein sem ber titilinn „Innsiglað klám" í Fréttablaðinu í dag. Þar lýsir hann skoðun sinni á tilraun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við að hefta aðgang að klámi á netinu. „Ég ætla ekki að eyða þessu plássi í að tjá mig um réttmæti þessara áforma. Nóg hefur verið rætt um það á internetinu undanfarnar vikur. Það sem ég get hins vegar tjáð mig um er hversu tæknilega mögulegt er að hafa eftirlit með efni sem sótt er á netinu: Það er ómögulegt á meðan leyfilegt er að dulkóða netsamskipti," segir Salvar Þór. Hann útskýrir dulkóðun á þann veg að hún snúist um að umrita skilaboð frá A til B svo að þriðji aðili geti ekki lesið þau. Þannig reiðum við okkur til að mynda við dulkóðun í heimabankanum, við skil á skattframtali, þegra við pöntum vörur á netinu og í öðrum netsamskiptum sem við viljum tryggja að enginn sé að hnýsast í. Salvar segir eftirspurn eftir öruggum samskiptum á netinu það mikla að auðveldlega sé hægt að kaupa slíka þjónustu fyrir 500-1000 krónur. „Með því að kaupa slíka þjónustu fara allar heimsóttar vefsíður, allir tölvupóstar, öll Youtube-myndbönd og öll önnur netsamskipti dulkóðuð til og frá tölvunni," segir Salvar. Hann fullyrðir að eftirlit með netumferð sé gagnslaust á meðan hver sem er geti dulkóðað alla sína netumferð. Hann líkir því við það að setja á fót tolleftirlit þar sem rýnt sé í alla pakka nema þá innsigluðu. „Tal stjórnmálamanna um leiðir til að hefta aðgengi að klámi eða öðru efni á netinu er því byggt á grundvallarmisskilningi og vanþekkingu á tæknimálum. En það er svo sem ekkert nýtt." Greinina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Innsiglað klám Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti nýlega fyrir ríkisstjórn áform sín um að spyrna við dreifingu kláms á Íslandi. Þau snúast meðal annars um að kanna hvernig hægt sé að hefta aðgang að grófu klámefni á netinu. Þetta skal gert með tilliti til þess að klámnotkun hafi færst í aukana hér á landi og að hún geti haft bein áhrif á viðhorf ungs fólks til kynlífs og kynfrelsis. 15. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Innsiglað klám Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti nýlega fyrir ríkisstjórn áform sín um að spyrna við dreifingu kláms á Íslandi. Þau snúast meðal annars um að kanna hvernig hægt sé að hefta aðgang að grófu klámefni á netinu. Þetta skal gert með tilliti til þess að klámnotkun hafi færst í aukana hér á landi og að hún geti haft bein áhrif á viðhorf ungs fólks til kynlífs og kynfrelsis. 15. febrúar 2013 06:00