Innsiglað klám Salvar Þór Sigurðarson skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti nýlega fyrir ríkisstjórn áform sín um að spyrna við dreifingu kláms á Íslandi. Þau snúast meðal annars um að kanna hvernig hægt sé að hefta aðgang að grófu klámefni á netinu. Þetta skal gert með tilliti til þess að klámnotkun hafi færst í aukana hér á landi og að hún geti haft bein áhrif á viðhorf ungs fólks til kynlífs og kynfrelsis. Ég ætla ekki að eyða þessu plássi í að tjá mig um réttmæti þessara áforma. Nóg hefur verið rætt um það á internetinu undanfarnar vikur. Það sem ég get hins vegar tjáð mig um er hversu tæknilega mögulegt er að hafa eftirlit með efni sem sótt er á netinu: Það er ómögulegt á meðan leyfilegt er að dulkóða netsamskipti. Dulkóðun snýst í stuttu máli um að umrita skilaboð frá A til B þannig að enginn milliliður geti lesið þau. Framan af var þessi tækni helst notuð í stríðsrekstri, en með tilkomu internetsins hefur þörfin fyrir dulkóðun stigmagnast. Nú til dags reiðum við okkur á dulkóðun þegar við notum heimabanka, skilum skattframtali, pöntum vörur á netinu og stundum önnur netsamskipti þar sem við viljum tryggja að enginn sé að hnýsast. Eftirspurn eftir öruggum samskiptum á netinu er orðin svo mikil að svokölluð VPN (Virtual Private Network) þjónusta hefur aflað sér mikilla vinsælda á síðustu árum. Með því að kaupa slíka þjónustu fara allar heimsóttar vefsíður, allir tölvupóstar, öll Youtube-myndbönd og öll önnur netsamskipti dulkóðuð til og frá tölvunni. Þessi þjónusta er ekki bara fyrir nörda; það er hægt að setja upp eina slíka með nokkrum músarsmellum og hún kostar oft á bilinu 500-1.000 krónur á mánuði. Sumar eru ókeypis. Allar koma þær í veg fyrir að aðrir geti fylgst með því hvað þú gerir á netinu. Eftirlit með netumferð er gagnslaust ef hver sem er getur auðveldlega dulkóðað alla sína netumferð. Það er álíka gáfulegt og að setja á fót tolleftirlit sem rýnir í alla pakka nema þá sem hafa verið innsiglaðir. Tal stjórnmálamanna um leiðir til að hefta aðgengi að klámi eða öðru efni á netinu er því byggt á grundvallarmisskilningi og vanþekkingu á tæknimálum. En það er svo sem ekkert nýtt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti nýlega fyrir ríkisstjórn áform sín um að spyrna við dreifingu kláms á Íslandi. Þau snúast meðal annars um að kanna hvernig hægt sé að hefta aðgang að grófu klámefni á netinu. Þetta skal gert með tilliti til þess að klámnotkun hafi færst í aukana hér á landi og að hún geti haft bein áhrif á viðhorf ungs fólks til kynlífs og kynfrelsis. Ég ætla ekki að eyða þessu plássi í að tjá mig um réttmæti þessara áforma. Nóg hefur verið rætt um það á internetinu undanfarnar vikur. Það sem ég get hins vegar tjáð mig um er hversu tæknilega mögulegt er að hafa eftirlit með efni sem sótt er á netinu: Það er ómögulegt á meðan leyfilegt er að dulkóða netsamskipti. Dulkóðun snýst í stuttu máli um að umrita skilaboð frá A til B þannig að enginn milliliður geti lesið þau. Framan af var þessi tækni helst notuð í stríðsrekstri, en með tilkomu internetsins hefur þörfin fyrir dulkóðun stigmagnast. Nú til dags reiðum við okkur á dulkóðun þegar við notum heimabanka, skilum skattframtali, pöntum vörur á netinu og stundum önnur netsamskipti þar sem við viljum tryggja að enginn sé að hnýsast. Eftirspurn eftir öruggum samskiptum á netinu er orðin svo mikil að svokölluð VPN (Virtual Private Network) þjónusta hefur aflað sér mikilla vinsælda á síðustu árum. Með því að kaupa slíka þjónustu fara allar heimsóttar vefsíður, allir tölvupóstar, öll Youtube-myndbönd og öll önnur netsamskipti dulkóðuð til og frá tölvunni. Þessi þjónusta er ekki bara fyrir nörda; það er hægt að setja upp eina slíka með nokkrum músarsmellum og hún kostar oft á bilinu 500-1.000 krónur á mánuði. Sumar eru ókeypis. Allar koma þær í veg fyrir að aðrir geti fylgst með því hvað þú gerir á netinu. Eftirlit með netumferð er gagnslaust ef hver sem er getur auðveldlega dulkóðað alla sína netumferð. Það er álíka gáfulegt og að setja á fót tolleftirlit sem rýnir í alla pakka nema þá sem hafa verið innsiglaðir. Tal stjórnmálamanna um leiðir til að hefta aðgengi að klámi eða öðru efni á netinu er því byggt á grundvallarmisskilningi og vanþekkingu á tæknimálum. En það er svo sem ekkert nýtt.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun