Innsiglað klám Salvar Þór Sigurðarson skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti nýlega fyrir ríkisstjórn áform sín um að spyrna við dreifingu kláms á Íslandi. Þau snúast meðal annars um að kanna hvernig hægt sé að hefta aðgang að grófu klámefni á netinu. Þetta skal gert með tilliti til þess að klámnotkun hafi færst í aukana hér á landi og að hún geti haft bein áhrif á viðhorf ungs fólks til kynlífs og kynfrelsis. Ég ætla ekki að eyða þessu plássi í að tjá mig um réttmæti þessara áforma. Nóg hefur verið rætt um það á internetinu undanfarnar vikur. Það sem ég get hins vegar tjáð mig um er hversu tæknilega mögulegt er að hafa eftirlit með efni sem sótt er á netinu: Það er ómögulegt á meðan leyfilegt er að dulkóða netsamskipti. Dulkóðun snýst í stuttu máli um að umrita skilaboð frá A til B þannig að enginn milliliður geti lesið þau. Framan af var þessi tækni helst notuð í stríðsrekstri, en með tilkomu internetsins hefur þörfin fyrir dulkóðun stigmagnast. Nú til dags reiðum við okkur á dulkóðun þegar við notum heimabanka, skilum skattframtali, pöntum vörur á netinu og stundum önnur netsamskipti þar sem við viljum tryggja að enginn sé að hnýsast. Eftirspurn eftir öruggum samskiptum á netinu er orðin svo mikil að svokölluð VPN (Virtual Private Network) þjónusta hefur aflað sér mikilla vinsælda á síðustu árum. Með því að kaupa slíka þjónustu fara allar heimsóttar vefsíður, allir tölvupóstar, öll Youtube-myndbönd og öll önnur netsamskipti dulkóðuð til og frá tölvunni. Þessi þjónusta er ekki bara fyrir nörda; það er hægt að setja upp eina slíka með nokkrum músarsmellum og hún kostar oft á bilinu 500-1.000 krónur á mánuði. Sumar eru ókeypis. Allar koma þær í veg fyrir að aðrir geti fylgst með því hvað þú gerir á netinu. Eftirlit með netumferð er gagnslaust ef hver sem er getur auðveldlega dulkóðað alla sína netumferð. Það er álíka gáfulegt og að setja á fót tolleftirlit sem rýnir í alla pakka nema þá sem hafa verið innsiglaðir. Tal stjórnmálamanna um leiðir til að hefta aðgengi að klámi eða öðru efni á netinu er því byggt á grundvallarmisskilningi og vanþekkingu á tæknimálum. En það er svo sem ekkert nýtt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti nýlega fyrir ríkisstjórn áform sín um að spyrna við dreifingu kláms á Íslandi. Þau snúast meðal annars um að kanna hvernig hægt sé að hefta aðgang að grófu klámefni á netinu. Þetta skal gert með tilliti til þess að klámnotkun hafi færst í aukana hér á landi og að hún geti haft bein áhrif á viðhorf ungs fólks til kynlífs og kynfrelsis. Ég ætla ekki að eyða þessu plássi í að tjá mig um réttmæti þessara áforma. Nóg hefur verið rætt um það á internetinu undanfarnar vikur. Það sem ég get hins vegar tjáð mig um er hversu tæknilega mögulegt er að hafa eftirlit með efni sem sótt er á netinu: Það er ómögulegt á meðan leyfilegt er að dulkóða netsamskipti. Dulkóðun snýst í stuttu máli um að umrita skilaboð frá A til B þannig að enginn milliliður geti lesið þau. Framan af var þessi tækni helst notuð í stríðsrekstri, en með tilkomu internetsins hefur þörfin fyrir dulkóðun stigmagnast. Nú til dags reiðum við okkur á dulkóðun þegar við notum heimabanka, skilum skattframtali, pöntum vörur á netinu og stundum önnur netsamskipti þar sem við viljum tryggja að enginn sé að hnýsast. Eftirspurn eftir öruggum samskiptum á netinu er orðin svo mikil að svokölluð VPN (Virtual Private Network) þjónusta hefur aflað sér mikilla vinsælda á síðustu árum. Með því að kaupa slíka þjónustu fara allar heimsóttar vefsíður, allir tölvupóstar, öll Youtube-myndbönd og öll önnur netsamskipti dulkóðuð til og frá tölvunni. Þessi þjónusta er ekki bara fyrir nörda; það er hægt að setja upp eina slíka með nokkrum músarsmellum og hún kostar oft á bilinu 500-1.000 krónur á mánuði. Sumar eru ókeypis. Allar koma þær í veg fyrir að aðrir geti fylgst með því hvað þú gerir á netinu. Eftirlit með netumferð er gagnslaust ef hver sem er getur auðveldlega dulkóðað alla sína netumferð. Það er álíka gáfulegt og að setja á fót tolleftirlit sem rýnir í alla pakka nema þá sem hafa verið innsiglaðir. Tal stjórnmálamanna um leiðir til að hefta aðgengi að klámi eða öðru efni á netinu er því byggt á grundvallarmisskilningi og vanþekkingu á tæknimálum. En það er svo sem ekkert nýtt.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar