Karl Steinar fór til Paragvæ vegna hvarfs Friðriks María Lilja Þrastardóttir skrifar 29. desember 2013 19:01 Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum. Friðrik, sem er þrítugur Garðbæingur, hvarf sporlaust fyrripart ársins. Síðast var vitað um ferðir hans í Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Paragvæ, en Friðrik hafði verið búsettur í Barcelona þar sem hann nam arkitektúr. Lögreglan lýsti fyrst eftir Friðriki í júlí. Fjölmiðlar hér á landi greindu frá því í sumar að grunur léki á að honum hefði verið ráðinn bani ytra. Sögusagnir um hvernig lát Friðriks hefði átt sér stað fóru á kreik og voru háværar og hrottafengnar. Talað var um að hvarf hans tengdist skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði anga sína á milli Íslands og Brasilíu. Friðrik var þá sagður fastur í viðjum fíknar og að dvöl hans í Suður-Ameríku tengdist einhverskonar fíkniefnamisferli. Þessa sögusagnir hafa þó aldrei fengist staðfestar og fátt virðist í raun benda til þess að þær eigi allar við rök að styðjast.Óttast að Friðrik sé fórnarlamb glæps Í ágúst síðastliðnum lýsti svo alþjóðalögreglan, Interpol eftir Friðriki að beiðni íslenskra lögregluyfirvalda. Þá hafði hann verið týndur í tæpa fimm mánuði. Í byrjun desember blés fjölskylda Friðriks til sóknar í leitinni. Stjúpmóðir hans kom fram í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC - Colour. Þar lýsti hún yfir þungum áhyggjum fjölskyldunnar af afdrifum Friðriks. Hún sagðist þá jafnframt óttast að stjúpsonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps. Hún upplýsti um að Friðrik hafi síðast látið vita af sér 31. mars, en þá hafi hann hringt af flugvelli í Brasilíu og sagst vera á leið til Paragvæ. Fjölskyldan hefur einnig komið á fót vefsíðu á spænsku með upplýsingum og myndum af Friðriki í von um að spænskumælandi netverjar sem orðið hafi einhvers áskynja, láti vita.Fréttastofa ræddi við stjúpmóður Friðriks í dag. Hún sagði fjölskylduna hafa tekið ákvörðun um að tjá sig ekki við fjölmiðla um málið á meðan svo lítið væri vitað.Litlar upplýsingar að fá í Paragvæ Móðir Friðriks tjáði okkur að þó að vefsíðan hefði vakið gríðarleg viðbrögð og hundruð ábendinga hefðu borist væri ekkert sem leiddi fjölskyldu og lögreglu á slóð hans. Hún sagði jafnframt að jólin hefðu verið fjölskyldunni þungbær þau væru þó jákvæð héldu fast í vonina um að finna Friðrik sem skæri sig úr fjöldanum í Paragvæ með sitt norræna útlit. Í sumar fór svo Karl Steinar til Paragvæ til að afla upllýsinga. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að íslenska lögreglan hefði lagt sig alla fram við að fá upplýsingar um málið en horfðu þess í stað fram á afar óvenjulega stöðu hvað samvinnu varðar og að Paragvæ skæri sig þar úr öðrum löndum Suður-Ameríku. Litlar upplýsingar hefðu fengist í þeirri ferð. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum. Friðrik, sem er þrítugur Garðbæingur, hvarf sporlaust fyrripart ársins. Síðast var vitað um ferðir hans í Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Paragvæ, en Friðrik hafði verið búsettur í Barcelona þar sem hann nam arkitektúr. Lögreglan lýsti fyrst eftir Friðriki í júlí. Fjölmiðlar hér á landi greindu frá því í sumar að grunur léki á að honum hefði verið ráðinn bani ytra. Sögusagnir um hvernig lát Friðriks hefði átt sér stað fóru á kreik og voru háværar og hrottafengnar. Talað var um að hvarf hans tengdist skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði anga sína á milli Íslands og Brasilíu. Friðrik var þá sagður fastur í viðjum fíknar og að dvöl hans í Suður-Ameríku tengdist einhverskonar fíkniefnamisferli. Þessa sögusagnir hafa þó aldrei fengist staðfestar og fátt virðist í raun benda til þess að þær eigi allar við rök að styðjast.Óttast að Friðrik sé fórnarlamb glæps Í ágúst síðastliðnum lýsti svo alþjóðalögreglan, Interpol eftir Friðriki að beiðni íslenskra lögregluyfirvalda. Þá hafði hann verið týndur í tæpa fimm mánuði. Í byrjun desember blés fjölskylda Friðriks til sóknar í leitinni. Stjúpmóðir hans kom fram í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC - Colour. Þar lýsti hún yfir þungum áhyggjum fjölskyldunnar af afdrifum Friðriks. Hún sagðist þá jafnframt óttast að stjúpsonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps. Hún upplýsti um að Friðrik hafi síðast látið vita af sér 31. mars, en þá hafi hann hringt af flugvelli í Brasilíu og sagst vera á leið til Paragvæ. Fjölskyldan hefur einnig komið á fót vefsíðu á spænsku með upplýsingum og myndum af Friðriki í von um að spænskumælandi netverjar sem orðið hafi einhvers áskynja, láti vita.Fréttastofa ræddi við stjúpmóður Friðriks í dag. Hún sagði fjölskylduna hafa tekið ákvörðun um að tjá sig ekki við fjölmiðla um málið á meðan svo lítið væri vitað.Litlar upplýsingar að fá í Paragvæ Móðir Friðriks tjáði okkur að þó að vefsíðan hefði vakið gríðarleg viðbrögð og hundruð ábendinga hefðu borist væri ekkert sem leiddi fjölskyldu og lögreglu á slóð hans. Hún sagði jafnframt að jólin hefðu verið fjölskyldunni þungbær þau væru þó jákvæð héldu fast í vonina um að finna Friðrik sem skæri sig úr fjöldanum í Paragvæ með sitt norræna útlit. Í sumar fór svo Karl Steinar til Paragvæ til að afla upllýsinga. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að íslenska lögreglan hefði lagt sig alla fram við að fá upplýsingar um málið en horfðu þess í stað fram á afar óvenjulega stöðu hvað samvinnu varðar og að Paragvæ skæri sig þar úr öðrum löndum Suður-Ameríku. Litlar upplýsingar hefðu fengist í þeirri ferð.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira