Mikið inngrip að loka Kolgrafafirði Svavar Hávarðsson skrifar 22. október 2013 07:00 Í tvígang drapst gríðarlegt magn af síld inn á Kolgrafafirði. Mynd/Bjarni Sigurbjörnsson Það er tæknilega mögulegt að loka Kolgrafafirði til að koma í veg fyrir síldargöngur inn í fjörðinn, en slík framkvæmd er hins vegar það mikið inngrip sem slík hún þyrfti að öllum líkindum að fara í umhverfismat. Eins og kunnugt er drápust um 50 þúsund tonn af síld í Kolgrafafirði í fyrravetur. Bæjarráð Grundarfjarðar skoraði á dögunum á Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, að leyfa lokun Kolgrafafjarðar án tafar vegna hættu á frekari síldardauða í firðinum. Ef þetta er tæknilega mögulegt vill bæjarráð að kannað verði hversu langan tíma Vegagerðin þarf til framkvæmda sem nægja til að halda síld utan brúar. Viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í firðinum verður kynnt ráðherra allra næstu daga. Síld veiðist nú rétt utan brúar í firðinum og háhyrningar sjást innan brúar, sem sterklega bendir til þess að síldin sé tekin að ganga undir hana. Jón Helgason, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs hjá Vegagerðinni, segir að þegar sé í gangi yfirgripsmikilar mælingar í firðinum til að kanna hvort vegfyllingin hafi áhrif og hvort einhver lausn geti verið að byggja aðra brú, til dæmis. Hins vegar taki tíma að lesa úr gögnunum og það hilli ekki undir slíkt. Hvort mögulegt sé að loka firðinum, eins og heimamenn vilja, segir Jón að slíkt sé mjög erfitt. „Við gætum hugsanlega lokað fyrst með massafyllingu eða grjóti. Síðan gætu menn velt fyrir sér framhaldinu. Það er hins vegar ljóst að ef þú lokar firðinum þá þarf að skoða það frá sjónarmiði umhverfisins. Miðað við þau áhrif sem þetta hefði þyrfti þetta í umhverfismat, en það yrði vart umflúið nema til kæmi einhver neyðarréttur sem yrði virkjaður.“ Í september í fyrra óskaði ráðherra eftir því að Umhverfisstofnun gerði viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í Kolgrafafirði. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er stefnt að því að senda tillögur að slíkri áætlun til ráðuneytisins bráðlega - jafnvel í dag. Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun, vill lítið sýna á spilin áður en áætlunin verður kynnt ráðherra. „Það yrði væntanlega að keyra síldina eitthvað í burtu og áætlunin gengur út á hvernig hægt er að standa að slíku máli,“ segir Helgi inntur eftir því hvort hægt sé að urða meira af síld í Kolgrafafirði. „Það eru engar töflalausnir til.“ Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Það er tæknilega mögulegt að loka Kolgrafafirði til að koma í veg fyrir síldargöngur inn í fjörðinn, en slík framkvæmd er hins vegar það mikið inngrip sem slík hún þyrfti að öllum líkindum að fara í umhverfismat. Eins og kunnugt er drápust um 50 þúsund tonn af síld í Kolgrafafirði í fyrravetur. Bæjarráð Grundarfjarðar skoraði á dögunum á Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, að leyfa lokun Kolgrafafjarðar án tafar vegna hættu á frekari síldardauða í firðinum. Ef þetta er tæknilega mögulegt vill bæjarráð að kannað verði hversu langan tíma Vegagerðin þarf til framkvæmda sem nægja til að halda síld utan brúar. Viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í firðinum verður kynnt ráðherra allra næstu daga. Síld veiðist nú rétt utan brúar í firðinum og háhyrningar sjást innan brúar, sem sterklega bendir til þess að síldin sé tekin að ganga undir hana. Jón Helgason, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs hjá Vegagerðinni, segir að þegar sé í gangi yfirgripsmikilar mælingar í firðinum til að kanna hvort vegfyllingin hafi áhrif og hvort einhver lausn geti verið að byggja aðra brú, til dæmis. Hins vegar taki tíma að lesa úr gögnunum og það hilli ekki undir slíkt. Hvort mögulegt sé að loka firðinum, eins og heimamenn vilja, segir Jón að slíkt sé mjög erfitt. „Við gætum hugsanlega lokað fyrst með massafyllingu eða grjóti. Síðan gætu menn velt fyrir sér framhaldinu. Það er hins vegar ljóst að ef þú lokar firðinum þá þarf að skoða það frá sjónarmiði umhverfisins. Miðað við þau áhrif sem þetta hefði þyrfti þetta í umhverfismat, en það yrði vart umflúið nema til kæmi einhver neyðarréttur sem yrði virkjaður.“ Í september í fyrra óskaði ráðherra eftir því að Umhverfisstofnun gerði viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í Kolgrafafirði. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er stefnt að því að senda tillögur að slíkri áætlun til ráðuneytisins bráðlega - jafnvel í dag. Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun, vill lítið sýna á spilin áður en áætlunin verður kynnt ráðherra. „Það yrði væntanlega að keyra síldina eitthvað í burtu og áætlunin gengur út á hvernig hægt er að standa að slíku máli,“ segir Helgi inntur eftir því hvort hægt sé að urða meira af síld í Kolgrafafirði. „Það eru engar töflalausnir til.“
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira