Mikið inngrip að loka Kolgrafafirði Svavar Hávarðsson skrifar 22. október 2013 07:00 Í tvígang drapst gríðarlegt magn af síld inn á Kolgrafafirði. Mynd/Bjarni Sigurbjörnsson Það er tæknilega mögulegt að loka Kolgrafafirði til að koma í veg fyrir síldargöngur inn í fjörðinn, en slík framkvæmd er hins vegar það mikið inngrip sem slík hún þyrfti að öllum líkindum að fara í umhverfismat. Eins og kunnugt er drápust um 50 þúsund tonn af síld í Kolgrafafirði í fyrravetur. Bæjarráð Grundarfjarðar skoraði á dögunum á Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, að leyfa lokun Kolgrafafjarðar án tafar vegna hættu á frekari síldardauða í firðinum. Ef þetta er tæknilega mögulegt vill bæjarráð að kannað verði hversu langan tíma Vegagerðin þarf til framkvæmda sem nægja til að halda síld utan brúar. Viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í firðinum verður kynnt ráðherra allra næstu daga. Síld veiðist nú rétt utan brúar í firðinum og háhyrningar sjást innan brúar, sem sterklega bendir til þess að síldin sé tekin að ganga undir hana. Jón Helgason, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs hjá Vegagerðinni, segir að þegar sé í gangi yfirgripsmikilar mælingar í firðinum til að kanna hvort vegfyllingin hafi áhrif og hvort einhver lausn geti verið að byggja aðra brú, til dæmis. Hins vegar taki tíma að lesa úr gögnunum og það hilli ekki undir slíkt. Hvort mögulegt sé að loka firðinum, eins og heimamenn vilja, segir Jón að slíkt sé mjög erfitt. „Við gætum hugsanlega lokað fyrst með massafyllingu eða grjóti. Síðan gætu menn velt fyrir sér framhaldinu. Það er hins vegar ljóst að ef þú lokar firðinum þá þarf að skoða það frá sjónarmiði umhverfisins. Miðað við þau áhrif sem þetta hefði þyrfti þetta í umhverfismat, en það yrði vart umflúið nema til kæmi einhver neyðarréttur sem yrði virkjaður.“ Í september í fyrra óskaði ráðherra eftir því að Umhverfisstofnun gerði viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í Kolgrafafirði. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er stefnt að því að senda tillögur að slíkri áætlun til ráðuneytisins bráðlega - jafnvel í dag. Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun, vill lítið sýna á spilin áður en áætlunin verður kynnt ráðherra. „Það yrði væntanlega að keyra síldina eitthvað í burtu og áætlunin gengur út á hvernig hægt er að standa að slíku máli,“ segir Helgi inntur eftir því hvort hægt sé að urða meira af síld í Kolgrafafirði. „Það eru engar töflalausnir til.“ Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
Það er tæknilega mögulegt að loka Kolgrafafirði til að koma í veg fyrir síldargöngur inn í fjörðinn, en slík framkvæmd er hins vegar það mikið inngrip sem slík hún þyrfti að öllum líkindum að fara í umhverfismat. Eins og kunnugt er drápust um 50 þúsund tonn af síld í Kolgrafafirði í fyrravetur. Bæjarráð Grundarfjarðar skoraði á dögunum á Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, að leyfa lokun Kolgrafafjarðar án tafar vegna hættu á frekari síldardauða í firðinum. Ef þetta er tæknilega mögulegt vill bæjarráð að kannað verði hversu langan tíma Vegagerðin þarf til framkvæmda sem nægja til að halda síld utan brúar. Viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í firðinum verður kynnt ráðherra allra næstu daga. Síld veiðist nú rétt utan brúar í firðinum og háhyrningar sjást innan brúar, sem sterklega bendir til þess að síldin sé tekin að ganga undir hana. Jón Helgason, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs hjá Vegagerðinni, segir að þegar sé í gangi yfirgripsmikilar mælingar í firðinum til að kanna hvort vegfyllingin hafi áhrif og hvort einhver lausn geti verið að byggja aðra brú, til dæmis. Hins vegar taki tíma að lesa úr gögnunum og það hilli ekki undir slíkt. Hvort mögulegt sé að loka firðinum, eins og heimamenn vilja, segir Jón að slíkt sé mjög erfitt. „Við gætum hugsanlega lokað fyrst með massafyllingu eða grjóti. Síðan gætu menn velt fyrir sér framhaldinu. Það er hins vegar ljóst að ef þú lokar firðinum þá þarf að skoða það frá sjónarmiði umhverfisins. Miðað við þau áhrif sem þetta hefði þyrfti þetta í umhverfismat, en það yrði vart umflúið nema til kæmi einhver neyðarréttur sem yrði virkjaður.“ Í september í fyrra óskaði ráðherra eftir því að Umhverfisstofnun gerði viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í Kolgrafafirði. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er stefnt að því að senda tillögur að slíkri áætlun til ráðuneytisins bráðlega - jafnvel í dag. Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun, vill lítið sýna á spilin áður en áætlunin verður kynnt ráðherra. „Það yrði væntanlega að keyra síldina eitthvað í burtu og áætlunin gengur út á hvernig hægt er að standa að slíku máli,“ segir Helgi inntur eftir því hvort hægt sé að urða meira af síld í Kolgrafafirði. „Það eru engar töflalausnir til.“
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira