Mikið inngrip að loka Kolgrafafirði Svavar Hávarðsson skrifar 22. október 2013 07:00 Í tvígang drapst gríðarlegt magn af síld inn á Kolgrafafirði. Mynd/Bjarni Sigurbjörnsson Það er tæknilega mögulegt að loka Kolgrafafirði til að koma í veg fyrir síldargöngur inn í fjörðinn, en slík framkvæmd er hins vegar það mikið inngrip sem slík hún þyrfti að öllum líkindum að fara í umhverfismat. Eins og kunnugt er drápust um 50 þúsund tonn af síld í Kolgrafafirði í fyrravetur. Bæjarráð Grundarfjarðar skoraði á dögunum á Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, að leyfa lokun Kolgrafafjarðar án tafar vegna hættu á frekari síldardauða í firðinum. Ef þetta er tæknilega mögulegt vill bæjarráð að kannað verði hversu langan tíma Vegagerðin þarf til framkvæmda sem nægja til að halda síld utan brúar. Viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í firðinum verður kynnt ráðherra allra næstu daga. Síld veiðist nú rétt utan brúar í firðinum og háhyrningar sjást innan brúar, sem sterklega bendir til þess að síldin sé tekin að ganga undir hana. Jón Helgason, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs hjá Vegagerðinni, segir að þegar sé í gangi yfirgripsmikilar mælingar í firðinum til að kanna hvort vegfyllingin hafi áhrif og hvort einhver lausn geti verið að byggja aðra brú, til dæmis. Hins vegar taki tíma að lesa úr gögnunum og það hilli ekki undir slíkt. Hvort mögulegt sé að loka firðinum, eins og heimamenn vilja, segir Jón að slíkt sé mjög erfitt. „Við gætum hugsanlega lokað fyrst með massafyllingu eða grjóti. Síðan gætu menn velt fyrir sér framhaldinu. Það er hins vegar ljóst að ef þú lokar firðinum þá þarf að skoða það frá sjónarmiði umhverfisins. Miðað við þau áhrif sem þetta hefði þyrfti þetta í umhverfismat, en það yrði vart umflúið nema til kæmi einhver neyðarréttur sem yrði virkjaður.“ Í september í fyrra óskaði ráðherra eftir því að Umhverfisstofnun gerði viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í Kolgrafafirði. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er stefnt að því að senda tillögur að slíkri áætlun til ráðuneytisins bráðlega - jafnvel í dag. Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun, vill lítið sýna á spilin áður en áætlunin verður kynnt ráðherra. „Það yrði væntanlega að keyra síldina eitthvað í burtu og áætlunin gengur út á hvernig hægt er að standa að slíku máli,“ segir Helgi inntur eftir því hvort hægt sé að urða meira af síld í Kolgrafafirði. „Það eru engar töflalausnir til.“ Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Það er tæknilega mögulegt að loka Kolgrafafirði til að koma í veg fyrir síldargöngur inn í fjörðinn, en slík framkvæmd er hins vegar það mikið inngrip sem slík hún þyrfti að öllum líkindum að fara í umhverfismat. Eins og kunnugt er drápust um 50 þúsund tonn af síld í Kolgrafafirði í fyrravetur. Bæjarráð Grundarfjarðar skoraði á dögunum á Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, að leyfa lokun Kolgrafafjarðar án tafar vegna hættu á frekari síldardauða í firðinum. Ef þetta er tæknilega mögulegt vill bæjarráð að kannað verði hversu langan tíma Vegagerðin þarf til framkvæmda sem nægja til að halda síld utan brúar. Viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í firðinum verður kynnt ráðherra allra næstu daga. Síld veiðist nú rétt utan brúar í firðinum og háhyrningar sjást innan brúar, sem sterklega bendir til þess að síldin sé tekin að ganga undir hana. Jón Helgason, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs hjá Vegagerðinni, segir að þegar sé í gangi yfirgripsmikilar mælingar í firðinum til að kanna hvort vegfyllingin hafi áhrif og hvort einhver lausn geti verið að byggja aðra brú, til dæmis. Hins vegar taki tíma að lesa úr gögnunum og það hilli ekki undir slíkt. Hvort mögulegt sé að loka firðinum, eins og heimamenn vilja, segir Jón að slíkt sé mjög erfitt. „Við gætum hugsanlega lokað fyrst með massafyllingu eða grjóti. Síðan gætu menn velt fyrir sér framhaldinu. Það er hins vegar ljóst að ef þú lokar firðinum þá þarf að skoða það frá sjónarmiði umhverfisins. Miðað við þau áhrif sem þetta hefði þyrfti þetta í umhverfismat, en það yrði vart umflúið nema til kæmi einhver neyðarréttur sem yrði virkjaður.“ Í september í fyrra óskaði ráðherra eftir því að Umhverfisstofnun gerði viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í Kolgrafafirði. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er stefnt að því að senda tillögur að slíkri áætlun til ráðuneytisins bráðlega - jafnvel í dag. Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun, vill lítið sýna á spilin áður en áætlunin verður kynnt ráðherra. „Það yrði væntanlega að keyra síldina eitthvað í burtu og áætlunin gengur út á hvernig hægt er að standa að slíku máli,“ segir Helgi inntur eftir því hvort hægt sé að urða meira af síld í Kolgrafafirði. „Það eru engar töflalausnir til.“
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira