Mikið inngrip að loka Kolgrafafirði Svavar Hávarðsson skrifar 22. október 2013 07:00 Í tvígang drapst gríðarlegt magn af síld inn á Kolgrafafirði. Mynd/Bjarni Sigurbjörnsson Það er tæknilega mögulegt að loka Kolgrafafirði til að koma í veg fyrir síldargöngur inn í fjörðinn, en slík framkvæmd er hins vegar það mikið inngrip sem slík hún þyrfti að öllum líkindum að fara í umhverfismat. Eins og kunnugt er drápust um 50 þúsund tonn af síld í Kolgrafafirði í fyrravetur. Bæjarráð Grundarfjarðar skoraði á dögunum á Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, að leyfa lokun Kolgrafafjarðar án tafar vegna hættu á frekari síldardauða í firðinum. Ef þetta er tæknilega mögulegt vill bæjarráð að kannað verði hversu langan tíma Vegagerðin þarf til framkvæmda sem nægja til að halda síld utan brúar. Viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í firðinum verður kynnt ráðherra allra næstu daga. Síld veiðist nú rétt utan brúar í firðinum og háhyrningar sjást innan brúar, sem sterklega bendir til þess að síldin sé tekin að ganga undir hana. Jón Helgason, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs hjá Vegagerðinni, segir að þegar sé í gangi yfirgripsmikilar mælingar í firðinum til að kanna hvort vegfyllingin hafi áhrif og hvort einhver lausn geti verið að byggja aðra brú, til dæmis. Hins vegar taki tíma að lesa úr gögnunum og það hilli ekki undir slíkt. Hvort mögulegt sé að loka firðinum, eins og heimamenn vilja, segir Jón að slíkt sé mjög erfitt. „Við gætum hugsanlega lokað fyrst með massafyllingu eða grjóti. Síðan gætu menn velt fyrir sér framhaldinu. Það er hins vegar ljóst að ef þú lokar firðinum þá þarf að skoða það frá sjónarmiði umhverfisins. Miðað við þau áhrif sem þetta hefði þyrfti þetta í umhverfismat, en það yrði vart umflúið nema til kæmi einhver neyðarréttur sem yrði virkjaður.“ Í september í fyrra óskaði ráðherra eftir því að Umhverfisstofnun gerði viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í Kolgrafafirði. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er stefnt að því að senda tillögur að slíkri áætlun til ráðuneytisins bráðlega - jafnvel í dag. Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun, vill lítið sýna á spilin áður en áætlunin verður kynnt ráðherra. „Það yrði væntanlega að keyra síldina eitthvað í burtu og áætlunin gengur út á hvernig hægt er að standa að slíku máli,“ segir Helgi inntur eftir því hvort hægt sé að urða meira af síld í Kolgrafafirði. „Það eru engar töflalausnir til.“ Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Það er tæknilega mögulegt að loka Kolgrafafirði til að koma í veg fyrir síldargöngur inn í fjörðinn, en slík framkvæmd er hins vegar það mikið inngrip sem slík hún þyrfti að öllum líkindum að fara í umhverfismat. Eins og kunnugt er drápust um 50 þúsund tonn af síld í Kolgrafafirði í fyrravetur. Bæjarráð Grundarfjarðar skoraði á dögunum á Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, að leyfa lokun Kolgrafafjarðar án tafar vegna hættu á frekari síldardauða í firðinum. Ef þetta er tæknilega mögulegt vill bæjarráð að kannað verði hversu langan tíma Vegagerðin þarf til framkvæmda sem nægja til að halda síld utan brúar. Viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í firðinum verður kynnt ráðherra allra næstu daga. Síld veiðist nú rétt utan brúar í firðinum og háhyrningar sjást innan brúar, sem sterklega bendir til þess að síldin sé tekin að ganga undir hana. Jón Helgason, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs hjá Vegagerðinni, segir að þegar sé í gangi yfirgripsmikilar mælingar í firðinum til að kanna hvort vegfyllingin hafi áhrif og hvort einhver lausn geti verið að byggja aðra brú, til dæmis. Hins vegar taki tíma að lesa úr gögnunum og það hilli ekki undir slíkt. Hvort mögulegt sé að loka firðinum, eins og heimamenn vilja, segir Jón að slíkt sé mjög erfitt. „Við gætum hugsanlega lokað fyrst með massafyllingu eða grjóti. Síðan gætu menn velt fyrir sér framhaldinu. Það er hins vegar ljóst að ef þú lokar firðinum þá þarf að skoða það frá sjónarmiði umhverfisins. Miðað við þau áhrif sem þetta hefði þyrfti þetta í umhverfismat, en það yrði vart umflúið nema til kæmi einhver neyðarréttur sem yrði virkjaður.“ Í september í fyrra óskaði ráðherra eftir því að Umhverfisstofnun gerði viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í Kolgrafafirði. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er stefnt að því að senda tillögur að slíkri áætlun til ráðuneytisins bráðlega - jafnvel í dag. Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun, vill lítið sýna á spilin áður en áætlunin verður kynnt ráðherra. „Það yrði væntanlega að keyra síldina eitthvað í burtu og áætlunin gengur út á hvernig hægt er að standa að slíku máli,“ segir Helgi inntur eftir því hvort hægt sé að urða meira af síld í Kolgrafafirði. „Það eru engar töflalausnir til.“
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira