Árni Johnsen segir að sér hafi verið bolað burt - Mærir Davíð Oddsson 4. apríl 2013 11:56 Árni Johnsen ætlar að bjóða sig aftur fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu þingkosningar. Mynd/ GVA Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þröng klíka í Reykjanesbæ hafi ákveðið hverjir ættu að bjóða fram fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir hann að þeir þrír frambjóðendur sem urðu efstir í prófkjörinu, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson hafi „rottað sig saman til þess að skáka mér út af hlaupabrautinni" eins og hann orðar það. Og hann fer hörðum orðum um þremenningana. „Bjuggu til tilboðspakka, eins konar snyrtivörur, og falbuðu sig hvert með öðru, ekki á eigin verðleikum, heldur bögglauppboði og hrossakaupum með miklum skyndiáróðri og þúsundum hringinga í stuttri lotu, Facebook og fleiri meðulum og móðursýki og ætlunarverkið tókst. Það var sem sagt ákveðið í þröngan hóp klíku í Reykjanesbæ hverjir ættu að verða þingmenn Suðurkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það var skelfilegt að vakna upp við brotnar leikreglur, falsið og svikin, en ekki meira um það að sinni. Margir hafa heimtað mig í sérframboð, en ég svík ekki Sjálfstæðisflokkinn frekar en Fjalla-Eyvindur frændi, bíð bara eftir næsta prófkjöri," segir Árni. Í grein sinni segir Árni að Bjarni Benediktsson hafi sætt ómálefnalegri gagnrýni í aðdraganda kosninga, en segir Davíð Oddsson vera mesta leiðtogann af þeim fimm sem hann hafi unnið með. „Ég hef unnið í þingflokki með fimm formönnum Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímssyni, Þorsteini Pálssyni, Davíð Oddssyni, Geir Haarde og Bjarna Benediktssyni. Allt eru þetta nöfn mætustu manna, en mjög ólíkra að gerð þótt þeir ættu sömu grundvallarhugsjónir í þjóðmálum. Davíð var þeirra skilvirkastur, enda ótrúlegur og slunginn leiðtogi, kunni að blanda saman geðvonsku Íslendinga og gálgahúmor sem hentaði vel tækifærismennsku landans. En að fellur og út fellur hatur og ást," segir Árni. Hann segir að Davíð hafi ætíð verið á undan öðrum með leiki í brjóstvasanum og það hefði verið mikil þörf á slíku síðustu árin. Kosningar 2013 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þröng klíka í Reykjanesbæ hafi ákveðið hverjir ættu að bjóða fram fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir hann að þeir þrír frambjóðendur sem urðu efstir í prófkjörinu, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson hafi „rottað sig saman til þess að skáka mér út af hlaupabrautinni" eins og hann orðar það. Og hann fer hörðum orðum um þremenningana. „Bjuggu til tilboðspakka, eins konar snyrtivörur, og falbuðu sig hvert með öðru, ekki á eigin verðleikum, heldur bögglauppboði og hrossakaupum með miklum skyndiáróðri og þúsundum hringinga í stuttri lotu, Facebook og fleiri meðulum og móðursýki og ætlunarverkið tókst. Það var sem sagt ákveðið í þröngan hóp klíku í Reykjanesbæ hverjir ættu að verða þingmenn Suðurkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það var skelfilegt að vakna upp við brotnar leikreglur, falsið og svikin, en ekki meira um það að sinni. Margir hafa heimtað mig í sérframboð, en ég svík ekki Sjálfstæðisflokkinn frekar en Fjalla-Eyvindur frændi, bíð bara eftir næsta prófkjöri," segir Árni. Í grein sinni segir Árni að Bjarni Benediktsson hafi sætt ómálefnalegri gagnrýni í aðdraganda kosninga, en segir Davíð Oddsson vera mesta leiðtogann af þeim fimm sem hann hafi unnið með. „Ég hef unnið í þingflokki með fimm formönnum Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímssyni, Þorsteini Pálssyni, Davíð Oddssyni, Geir Haarde og Bjarna Benediktssyni. Allt eru þetta nöfn mætustu manna, en mjög ólíkra að gerð þótt þeir ættu sömu grundvallarhugsjónir í þjóðmálum. Davíð var þeirra skilvirkastur, enda ótrúlegur og slunginn leiðtogi, kunni að blanda saman geðvonsku Íslendinga og gálgahúmor sem hentaði vel tækifærismennsku landans. En að fellur og út fellur hatur og ást," segir Árni. Hann segir að Davíð hafi ætíð verið á undan öðrum með leiki í brjóstvasanum og það hefði verið mikil þörf á slíku síðustu árin.
Kosningar 2013 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira