Erlent

Ostasmyglari staðinn að verki

Eigandi þessa bíls slapp ekki í gegn með góssið.
Eigandi þessa bíls slapp ekki í gegn með góssið. Mynd/toldvesinet
Norskir tollverðir komu upp um stórtækan smyglara á leið frá Svíþjóð, við venjubundið eftirlit við landamærabrúna yfir Svínasund fyrr í vikunni. Í bifreið hans fundust 106 kíló af osti, 120 kíló af jógúrti, 40 kíló af súrkáli og annað eins af kjötvörum.

Fredriksstad Blad hefur eftir talsmanni tollgæslunnar að maðurinn hafi tvisvar áður verið staðinn að álíka smygli. Smygl frá Svíþjóð virðist vinsælt því sama dag voru tveir aðrir teknir fyrir svipaðar sakir. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×