Erlent

Hanna risavaxið loftskip með mikla burðargetu

Bandaríski herinn hefur látið hannað risavaxið loftskip sem er með þrefalda burðargetu á við þær flugvélar sem herinn notar til flutninga í dag.

Fyrir utan mikla burðargetu getur skipið flutt hergögn allt að 4.800 kílómetra í einu. Loftskipið hefur það fram yfir hefðbundnar flutningavélar að geta lent og tekið á loft á sama púnktinum eins og þyrlur.

Greint er frá þessu loftskipi á vefsíðu The Aeroscraft en það er félagið Aeros Corp sem smíðar loftskipið. Á vefsíðunni segir að frumgerð þessa loftskips sé tilbúin til prófana en hún er 77 metra löng og með 66 tonna burðargetu.

Reiknað er með að loftskip af þessari tegund verði tekin í notkun innan þriggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×