Segir slitastjórnina „djöflast“ á Sigurjóni Valur Grettisson skrifar 4. september 2013 09:00 Slitastjórn Landsbankans krefur Sigurjón og fyrrverandi stjórnendur bankans um tugi milljarða. DómsmálSlitastjórn Landsbankans krefst 65 milljarða samanlagt í skaðabætur frá Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Fyrirtaka fór fram í riftunarmáli þrotabúsins gegn Sigurjóni í gær, en það mál hefur verið að velkjast um í kerfinu í um þrjú ár og hefur einu sinni verið vísað frá. Stjórnin hefur höfðað þrjú stór skaðabótamál gegn stjórnendum Landsbankans fyrir Héraðsdómi en eitt þeirra bíður afgreiðslu Hæstaréttar Íslands. Skaðabótakröfur sem beinast að Sigurjóni eru um 65 milljarðar samkvæmt lögfræðingi hans, Sigurði G. Guðjónssyni. Nú í gærmorgun fór að auki fram enn ein fyrirtakan í riftunarmáli bankans gegn Sigurjóni þar sem krafist er þess að launagreiðslum bankans til fyrrverandi bankastjórans upp á 300 milljónir króna verði rift. „Það er verið að djöflast á þessum mönnum, en þá gleymist á sama tíma að slitastjórnirnar þurfa að ráða lögfræðinga, sem ráða algjörlega sínu tímakaupi og kostnaðurinn verður að lokum meiri en heimtur,“ segir Sigurður um skaðabótamálin. Hann segir málareksturinn tilgangslausan „enda alveg ljóst fyrir að Sigurjón er enginn borgunarmaður fyrir þessu“. Auk Sigurjóns hefur Halldór J. Kristjánsson, sem var einnig bankastjóri gamla Landsbankans, verið krafinn um skaðabætur. Eins hefur stjórn bankans verið stefnt, en meðlimir hennar eru krafðir samanlagt um 46 milljarða í skaðabætur. Stærsta málið sem snýr að fyrrverandi bankastjórum Landsbankans er enn í meðförum Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar er krafist 37 milljarða í skaðabætur. Sigurður segir málin fjarstæðukennd og bætir við að hans upplifun sé sú að aðrar hvatir séu á bak við stefnurnar en að endurheimta fé fyrir þrotabúið. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Slitastjórnar Landsbankans, svarar aðspurður að ekki sé búið að taka saman kostnað vegna málaferlanna. Hann segist ekki búast við því að slíkar upplýsingar verði sundurliðaðar. „En menn telja, eftir að hafa skoðað málin gaumgæfilega, meðal annars hvernig haldið var á málum í bankanum fyrir hrun, að þar beri stjórnendur ábyrgð og hafi valdið bankanum tjóni með sinni starfsemi. Og það er bara verið að reyna að fá skaðabætur vegna þessa,“ segir Páll. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
DómsmálSlitastjórn Landsbankans krefst 65 milljarða samanlagt í skaðabætur frá Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Fyrirtaka fór fram í riftunarmáli þrotabúsins gegn Sigurjóni í gær, en það mál hefur verið að velkjast um í kerfinu í um þrjú ár og hefur einu sinni verið vísað frá. Stjórnin hefur höfðað þrjú stór skaðabótamál gegn stjórnendum Landsbankans fyrir Héraðsdómi en eitt þeirra bíður afgreiðslu Hæstaréttar Íslands. Skaðabótakröfur sem beinast að Sigurjóni eru um 65 milljarðar samkvæmt lögfræðingi hans, Sigurði G. Guðjónssyni. Nú í gærmorgun fór að auki fram enn ein fyrirtakan í riftunarmáli bankans gegn Sigurjóni þar sem krafist er þess að launagreiðslum bankans til fyrrverandi bankastjórans upp á 300 milljónir króna verði rift. „Það er verið að djöflast á þessum mönnum, en þá gleymist á sama tíma að slitastjórnirnar þurfa að ráða lögfræðinga, sem ráða algjörlega sínu tímakaupi og kostnaðurinn verður að lokum meiri en heimtur,“ segir Sigurður um skaðabótamálin. Hann segir málareksturinn tilgangslausan „enda alveg ljóst fyrir að Sigurjón er enginn borgunarmaður fyrir þessu“. Auk Sigurjóns hefur Halldór J. Kristjánsson, sem var einnig bankastjóri gamla Landsbankans, verið krafinn um skaðabætur. Eins hefur stjórn bankans verið stefnt, en meðlimir hennar eru krafðir samanlagt um 46 milljarða í skaðabætur. Stærsta málið sem snýr að fyrrverandi bankastjórum Landsbankans er enn í meðförum Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar er krafist 37 milljarða í skaðabætur. Sigurður segir málin fjarstæðukennd og bætir við að hans upplifun sé sú að aðrar hvatir séu á bak við stefnurnar en að endurheimta fé fyrir þrotabúið. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Slitastjórnar Landsbankans, svarar aðspurður að ekki sé búið að taka saman kostnað vegna málaferlanna. Hann segist ekki búast við því að slíkar upplýsingar verði sundurliðaðar. „En menn telja, eftir að hafa skoðað málin gaumgæfilega, meðal annars hvernig haldið var á málum í bankanum fyrir hrun, að þar beri stjórnendur ábyrgð og hafi valdið bankanum tjóni með sinni starfsemi. Og það er bara verið að reyna að fá skaðabætur vegna þessa,“ segir Páll.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira