Segir slitastjórnina „djöflast“ á Sigurjóni Valur Grettisson skrifar 4. september 2013 09:00 Slitastjórn Landsbankans krefur Sigurjón og fyrrverandi stjórnendur bankans um tugi milljarða. DómsmálSlitastjórn Landsbankans krefst 65 milljarða samanlagt í skaðabætur frá Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Fyrirtaka fór fram í riftunarmáli þrotabúsins gegn Sigurjóni í gær, en það mál hefur verið að velkjast um í kerfinu í um þrjú ár og hefur einu sinni verið vísað frá. Stjórnin hefur höfðað þrjú stór skaðabótamál gegn stjórnendum Landsbankans fyrir Héraðsdómi en eitt þeirra bíður afgreiðslu Hæstaréttar Íslands. Skaðabótakröfur sem beinast að Sigurjóni eru um 65 milljarðar samkvæmt lögfræðingi hans, Sigurði G. Guðjónssyni. Nú í gærmorgun fór að auki fram enn ein fyrirtakan í riftunarmáli bankans gegn Sigurjóni þar sem krafist er þess að launagreiðslum bankans til fyrrverandi bankastjórans upp á 300 milljónir króna verði rift. „Það er verið að djöflast á þessum mönnum, en þá gleymist á sama tíma að slitastjórnirnar þurfa að ráða lögfræðinga, sem ráða algjörlega sínu tímakaupi og kostnaðurinn verður að lokum meiri en heimtur,“ segir Sigurður um skaðabótamálin. Hann segir málareksturinn tilgangslausan „enda alveg ljóst fyrir að Sigurjón er enginn borgunarmaður fyrir þessu“. Auk Sigurjóns hefur Halldór J. Kristjánsson, sem var einnig bankastjóri gamla Landsbankans, verið krafinn um skaðabætur. Eins hefur stjórn bankans verið stefnt, en meðlimir hennar eru krafðir samanlagt um 46 milljarða í skaðabætur. Stærsta málið sem snýr að fyrrverandi bankastjórum Landsbankans er enn í meðförum Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar er krafist 37 milljarða í skaðabætur. Sigurður segir málin fjarstæðukennd og bætir við að hans upplifun sé sú að aðrar hvatir séu á bak við stefnurnar en að endurheimta fé fyrir þrotabúið. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Slitastjórnar Landsbankans, svarar aðspurður að ekki sé búið að taka saman kostnað vegna málaferlanna. Hann segist ekki búast við því að slíkar upplýsingar verði sundurliðaðar. „En menn telja, eftir að hafa skoðað málin gaumgæfilega, meðal annars hvernig haldið var á málum í bankanum fyrir hrun, að þar beri stjórnendur ábyrgð og hafi valdið bankanum tjóni með sinni starfsemi. Og það er bara verið að reyna að fá skaðabætur vegna þessa,“ segir Páll. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
DómsmálSlitastjórn Landsbankans krefst 65 milljarða samanlagt í skaðabætur frá Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Fyrirtaka fór fram í riftunarmáli þrotabúsins gegn Sigurjóni í gær, en það mál hefur verið að velkjast um í kerfinu í um þrjú ár og hefur einu sinni verið vísað frá. Stjórnin hefur höfðað þrjú stór skaðabótamál gegn stjórnendum Landsbankans fyrir Héraðsdómi en eitt þeirra bíður afgreiðslu Hæstaréttar Íslands. Skaðabótakröfur sem beinast að Sigurjóni eru um 65 milljarðar samkvæmt lögfræðingi hans, Sigurði G. Guðjónssyni. Nú í gærmorgun fór að auki fram enn ein fyrirtakan í riftunarmáli bankans gegn Sigurjóni þar sem krafist er þess að launagreiðslum bankans til fyrrverandi bankastjórans upp á 300 milljónir króna verði rift. „Það er verið að djöflast á þessum mönnum, en þá gleymist á sama tíma að slitastjórnirnar þurfa að ráða lögfræðinga, sem ráða algjörlega sínu tímakaupi og kostnaðurinn verður að lokum meiri en heimtur,“ segir Sigurður um skaðabótamálin. Hann segir málareksturinn tilgangslausan „enda alveg ljóst fyrir að Sigurjón er enginn borgunarmaður fyrir þessu“. Auk Sigurjóns hefur Halldór J. Kristjánsson, sem var einnig bankastjóri gamla Landsbankans, verið krafinn um skaðabætur. Eins hefur stjórn bankans verið stefnt, en meðlimir hennar eru krafðir samanlagt um 46 milljarða í skaðabætur. Stærsta málið sem snýr að fyrrverandi bankastjórum Landsbankans er enn í meðförum Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar er krafist 37 milljarða í skaðabætur. Sigurður segir málin fjarstæðukennd og bætir við að hans upplifun sé sú að aðrar hvatir séu á bak við stefnurnar en að endurheimta fé fyrir þrotabúið. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Slitastjórnar Landsbankans, svarar aðspurður að ekki sé búið að taka saman kostnað vegna málaferlanna. Hann segist ekki búast við því að slíkar upplýsingar verði sundurliðaðar. „En menn telja, eftir að hafa skoðað málin gaumgæfilega, meðal annars hvernig haldið var á málum í bankanum fyrir hrun, að þar beri stjórnendur ábyrgð og hafi valdið bankanum tjóni með sinni starfsemi. Og það er bara verið að reyna að fá skaðabætur vegna þessa,“ segir Páll.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira