OLÍS og Verkís sækja um Drekasvæðið með erlendu félagi Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2012 12:14 Umsóknir um olíuleit á Drekasvæði verða kynntar síðdegis. Olíuverslun Íslands og Verkfræðistofan Verkís eru meðal eigenda nýstofnaðs íslensk olíuleitarfélags sem í samstarfi við erlent olíuleitarfélag sendi inn umsókn í Drekasvæðið í morgun. Þar með er ljóst að minnst tvær umsóknir berast áður en frestur rennur út klukkan fjögur í dag. Fréttastofan greindi í síðustu viku frá olíuleitarfélaginu Kolvetni ehf. sem Jón Helgi Guðmundsson, aðaleigandi BYKO, Verkfræðistofan Mannvit, Gunnlaugur Jónsson og norskur olíuforstjóri, Terje Hagevang, hafa stofnað í þeim tilgangi að senda inn umsókn um Drekasvæðið í samstarfi við fjársterkt erlent olíufélag. Nú hefur annað íslenskt olíuleitarfélag verið stofnað í sama tilgangi og það sem meira er: Það sendi inn umsókn sína í morgun. Það félag heitir keimlíku nafni og hitt, eða Íslenskt kolvetni, Iceland Petroleum, en að því standa verkfræðifyrirtækið VERKÍS, Olíuverzlun Íslands, það er Olís, og félagið Dreki Holding, sem nokkrir einstaklingar standa að. Stjórn Íslensks Kolvetnis skipa: Kristján Jóhannsson, stjórnarformaður, Gísli Baldur Garðarsson, Þröstur Ólafsson, Eldur Ólafsson og Valgarð Már Valgarðsson. Framkvæmdastjóri er Þorkell Erlingsson. Fyrirtækið sækir um í samstarfi við erlent olíuleitarfélag, en nafn þess verður birt síðar í dag, og segir það markmið sitt að byggja upp traustan grunn að íslenskri þekkingu á olíuurannsóknum og olíunýtingu. Þannig geti Íslendingar verið virkir þátttakendur í þeirri olíuleit og vinnslu sem vaxandi líkur séu á að verði að veruleika á Drekasvæðinu. Fyrirtækið kveðst vera í stakk búið til að standa undir þeirri fjárhagslegu áhættu sem fylgi því að rannsaka og síðar meir bora í þeim tilgangi að leita að olíu á Drekasvæðinu. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Sjá meira
Olíuverslun Íslands og Verkfræðistofan Verkís eru meðal eigenda nýstofnaðs íslensk olíuleitarfélags sem í samstarfi við erlent olíuleitarfélag sendi inn umsókn í Drekasvæðið í morgun. Þar með er ljóst að minnst tvær umsóknir berast áður en frestur rennur út klukkan fjögur í dag. Fréttastofan greindi í síðustu viku frá olíuleitarfélaginu Kolvetni ehf. sem Jón Helgi Guðmundsson, aðaleigandi BYKO, Verkfræðistofan Mannvit, Gunnlaugur Jónsson og norskur olíuforstjóri, Terje Hagevang, hafa stofnað í þeim tilgangi að senda inn umsókn um Drekasvæðið í samstarfi við fjársterkt erlent olíufélag. Nú hefur annað íslenskt olíuleitarfélag verið stofnað í sama tilgangi og það sem meira er: Það sendi inn umsókn sína í morgun. Það félag heitir keimlíku nafni og hitt, eða Íslenskt kolvetni, Iceland Petroleum, en að því standa verkfræðifyrirtækið VERKÍS, Olíuverzlun Íslands, það er Olís, og félagið Dreki Holding, sem nokkrir einstaklingar standa að. Stjórn Íslensks Kolvetnis skipa: Kristján Jóhannsson, stjórnarformaður, Gísli Baldur Garðarsson, Þröstur Ólafsson, Eldur Ólafsson og Valgarð Már Valgarðsson. Framkvæmdastjóri er Þorkell Erlingsson. Fyrirtækið sækir um í samstarfi við erlent olíuleitarfélag, en nafn þess verður birt síðar í dag, og segir það markmið sitt að byggja upp traustan grunn að íslenskri þekkingu á olíuurannsóknum og olíunýtingu. Þannig geti Íslendingar verið virkir þátttakendur í þeirri olíuleit og vinnslu sem vaxandi líkur séu á að verði að veruleika á Drekasvæðinu. Fyrirtækið kveðst vera í stakk búið til að standa undir þeirri fjárhagslegu áhættu sem fylgi því að rannsaka og síðar meir bora í þeim tilgangi að leita að olíu á Drekasvæðinu.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Sjá meira