Börn sjá hrikalegt ofbeldi 28. ágúst 2012 09:00 Á því tæpa ári sem tilraunaverkefni Barnaverndarstofu vegna heimilisofbeldis hefur staðið yfir hefur sérfræðingur komið að nokkrum tilvikum þar sem konum höfðu verið veittir alvarlegir áverkar; jafnvel lífshættulegir. Fimm af 35 konum þurftu að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítala (LSH) fyrstu sex mánuðina sem verkefnið stóð yfir. Verkefnið lýtur að því að veita börnum sem búa við heimilisofbeldi sérhæfða þjónustu. Sérfræðingur sinnir einungis málum barna sem verða vitni að eða eru viðstödd ofbeldi á milli foreldra á heimili sínu og lögregla er kölluð á staðinn. Aðkoman er oftar en ekki skelfileg, eins og gefur að skilja. Ragna B. Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur í áfallavinnu með börn, hefur haft veg og vanda af vinnunni, en verkefnið hefur nú staðið í tæpt ár og lýkur um áramótin að óbreyttu. „Það hefur ekki verið ákveðið hvort áframhald verður, eða í hvaða mynd það yrði. Reynslan sýnir hins vegar að full ástæða er að festa þetta starf í sessi." Af reynslu verkefnisins segir Ragna að endurtekið ofbeldi á heimilum þar sem börn dvelja virðist vera undantekning frekar en hitt. „Það virðist sem fólk staldri við og hugsi sinn gang. Það virðist vera að þegar fókusinn er settur á börnin sem verða vitni að svona átökum, og hvaða áhrif ofbeldið hefur á þau, að þá hugsi fólk sinn gang." Tölulegar upplýsingar liggja fyrir er lúta að fyrstu sex mánuðum verkefnisins og gefa glögga mynd af því sem við er að eiga. Ragna segir að í flestum tilvikum sé það eiginmaður eða sambýlismaður móður sem beitir ofbeldi eða í nær helmingi tilvika en fyrrverandi maki kom jafnframt oft við sögu. Í þeim 36 málum sem Ragna kom að voru 68 börn á heimilunum. Þar af var 22 börnum veitt sérstök meðferð í kjölfarið, en þar af þurftu fimm börn aðeins eitt viðtal. Misjafnt er hverjir óska eftir hjálp lögreglu í þessum málum. Oft eru það nágrannar sem hringja. Börn og konurnar kalla líka sjálf eftir hjálp. Algengt er að um andlegt ofbeldi sé að ræða auk hótana, og oft hefur mikil eyðilegging átt sér stað. Fimm konur hafa þurft að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítalans. Aðeins ein kona úr hópnum hefur leitað til Kvennaathvarfsins. Algengt var að ofbeldismaðurinn væri undir áhrifum áfengis eða vímuefna eða í 67 prósent tilvika, í þrjátíu prósentum tilvika var viðkomandi ódrukkinn. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Á því tæpa ári sem tilraunaverkefni Barnaverndarstofu vegna heimilisofbeldis hefur staðið yfir hefur sérfræðingur komið að nokkrum tilvikum þar sem konum höfðu verið veittir alvarlegir áverkar; jafnvel lífshættulegir. Fimm af 35 konum þurftu að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítala (LSH) fyrstu sex mánuðina sem verkefnið stóð yfir. Verkefnið lýtur að því að veita börnum sem búa við heimilisofbeldi sérhæfða þjónustu. Sérfræðingur sinnir einungis málum barna sem verða vitni að eða eru viðstödd ofbeldi á milli foreldra á heimili sínu og lögregla er kölluð á staðinn. Aðkoman er oftar en ekki skelfileg, eins og gefur að skilja. Ragna B. Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur í áfallavinnu með börn, hefur haft veg og vanda af vinnunni, en verkefnið hefur nú staðið í tæpt ár og lýkur um áramótin að óbreyttu. „Það hefur ekki verið ákveðið hvort áframhald verður, eða í hvaða mynd það yrði. Reynslan sýnir hins vegar að full ástæða er að festa þetta starf í sessi." Af reynslu verkefnisins segir Ragna að endurtekið ofbeldi á heimilum þar sem börn dvelja virðist vera undantekning frekar en hitt. „Það virðist sem fólk staldri við og hugsi sinn gang. Það virðist vera að þegar fókusinn er settur á börnin sem verða vitni að svona átökum, og hvaða áhrif ofbeldið hefur á þau, að þá hugsi fólk sinn gang." Tölulegar upplýsingar liggja fyrir er lúta að fyrstu sex mánuðum verkefnisins og gefa glögga mynd af því sem við er að eiga. Ragna segir að í flestum tilvikum sé það eiginmaður eða sambýlismaður móður sem beitir ofbeldi eða í nær helmingi tilvika en fyrrverandi maki kom jafnframt oft við sögu. Í þeim 36 málum sem Ragna kom að voru 68 börn á heimilunum. Þar af var 22 börnum veitt sérstök meðferð í kjölfarið, en þar af þurftu fimm börn aðeins eitt viðtal. Misjafnt er hverjir óska eftir hjálp lögreglu í þessum málum. Oft eru það nágrannar sem hringja. Börn og konurnar kalla líka sjálf eftir hjálp. Algengt er að um andlegt ofbeldi sé að ræða auk hótana, og oft hefur mikil eyðilegging átt sér stað. Fimm konur hafa þurft að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítalans. Aðeins ein kona úr hópnum hefur leitað til Kvennaathvarfsins. Algengt var að ofbeldismaðurinn væri undir áhrifum áfengis eða vímuefna eða í 67 prósent tilvika, í þrjátíu prósentum tilvika var viðkomandi ódrukkinn. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira