Börn sjá hrikalegt ofbeldi 28. ágúst 2012 09:00 Á því tæpa ári sem tilraunaverkefni Barnaverndarstofu vegna heimilisofbeldis hefur staðið yfir hefur sérfræðingur komið að nokkrum tilvikum þar sem konum höfðu verið veittir alvarlegir áverkar; jafnvel lífshættulegir. Fimm af 35 konum þurftu að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítala (LSH) fyrstu sex mánuðina sem verkefnið stóð yfir. Verkefnið lýtur að því að veita börnum sem búa við heimilisofbeldi sérhæfða þjónustu. Sérfræðingur sinnir einungis málum barna sem verða vitni að eða eru viðstödd ofbeldi á milli foreldra á heimili sínu og lögregla er kölluð á staðinn. Aðkoman er oftar en ekki skelfileg, eins og gefur að skilja. Ragna B. Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur í áfallavinnu með börn, hefur haft veg og vanda af vinnunni, en verkefnið hefur nú staðið í tæpt ár og lýkur um áramótin að óbreyttu. „Það hefur ekki verið ákveðið hvort áframhald verður, eða í hvaða mynd það yrði. Reynslan sýnir hins vegar að full ástæða er að festa þetta starf í sessi." Af reynslu verkefnisins segir Ragna að endurtekið ofbeldi á heimilum þar sem börn dvelja virðist vera undantekning frekar en hitt. „Það virðist sem fólk staldri við og hugsi sinn gang. Það virðist vera að þegar fókusinn er settur á börnin sem verða vitni að svona átökum, og hvaða áhrif ofbeldið hefur á þau, að þá hugsi fólk sinn gang." Tölulegar upplýsingar liggja fyrir er lúta að fyrstu sex mánuðum verkefnisins og gefa glögga mynd af því sem við er að eiga. Ragna segir að í flestum tilvikum sé það eiginmaður eða sambýlismaður móður sem beitir ofbeldi eða í nær helmingi tilvika en fyrrverandi maki kom jafnframt oft við sögu. Í þeim 36 málum sem Ragna kom að voru 68 börn á heimilunum. Þar af var 22 börnum veitt sérstök meðferð í kjölfarið, en þar af þurftu fimm börn aðeins eitt viðtal. Misjafnt er hverjir óska eftir hjálp lögreglu í þessum málum. Oft eru það nágrannar sem hringja. Börn og konurnar kalla líka sjálf eftir hjálp. Algengt er að um andlegt ofbeldi sé að ræða auk hótana, og oft hefur mikil eyðilegging átt sér stað. Fimm konur hafa þurft að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítalans. Aðeins ein kona úr hópnum hefur leitað til Kvennaathvarfsins. Algengt var að ofbeldismaðurinn væri undir áhrifum áfengis eða vímuefna eða í 67 prósent tilvika, í þrjátíu prósentum tilvika var viðkomandi ódrukkinn. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Á því tæpa ári sem tilraunaverkefni Barnaverndarstofu vegna heimilisofbeldis hefur staðið yfir hefur sérfræðingur komið að nokkrum tilvikum þar sem konum höfðu verið veittir alvarlegir áverkar; jafnvel lífshættulegir. Fimm af 35 konum þurftu að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítala (LSH) fyrstu sex mánuðina sem verkefnið stóð yfir. Verkefnið lýtur að því að veita börnum sem búa við heimilisofbeldi sérhæfða þjónustu. Sérfræðingur sinnir einungis málum barna sem verða vitni að eða eru viðstödd ofbeldi á milli foreldra á heimili sínu og lögregla er kölluð á staðinn. Aðkoman er oftar en ekki skelfileg, eins og gefur að skilja. Ragna B. Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur í áfallavinnu með börn, hefur haft veg og vanda af vinnunni, en verkefnið hefur nú staðið í tæpt ár og lýkur um áramótin að óbreyttu. „Það hefur ekki verið ákveðið hvort áframhald verður, eða í hvaða mynd það yrði. Reynslan sýnir hins vegar að full ástæða er að festa þetta starf í sessi." Af reynslu verkefnisins segir Ragna að endurtekið ofbeldi á heimilum þar sem börn dvelja virðist vera undantekning frekar en hitt. „Það virðist sem fólk staldri við og hugsi sinn gang. Það virðist vera að þegar fókusinn er settur á börnin sem verða vitni að svona átökum, og hvaða áhrif ofbeldið hefur á þau, að þá hugsi fólk sinn gang." Tölulegar upplýsingar liggja fyrir er lúta að fyrstu sex mánuðum verkefnisins og gefa glögga mynd af því sem við er að eiga. Ragna segir að í flestum tilvikum sé það eiginmaður eða sambýlismaður móður sem beitir ofbeldi eða í nær helmingi tilvika en fyrrverandi maki kom jafnframt oft við sögu. Í þeim 36 málum sem Ragna kom að voru 68 börn á heimilunum. Þar af var 22 börnum veitt sérstök meðferð í kjölfarið, en þar af þurftu fimm börn aðeins eitt viðtal. Misjafnt er hverjir óska eftir hjálp lögreglu í þessum málum. Oft eru það nágrannar sem hringja. Börn og konurnar kalla líka sjálf eftir hjálp. Algengt er að um andlegt ofbeldi sé að ræða auk hótana, og oft hefur mikil eyðilegging átt sér stað. Fimm konur hafa þurft að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítalans. Aðeins ein kona úr hópnum hefur leitað til Kvennaathvarfsins. Algengt var að ofbeldismaðurinn væri undir áhrifum áfengis eða vímuefna eða í 67 prósent tilvika, í þrjátíu prósentum tilvika var viðkomandi ódrukkinn. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira