Börn sjá hrikalegt ofbeldi 28. ágúst 2012 09:00 Á því tæpa ári sem tilraunaverkefni Barnaverndarstofu vegna heimilisofbeldis hefur staðið yfir hefur sérfræðingur komið að nokkrum tilvikum þar sem konum höfðu verið veittir alvarlegir áverkar; jafnvel lífshættulegir. Fimm af 35 konum þurftu að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítala (LSH) fyrstu sex mánuðina sem verkefnið stóð yfir. Verkefnið lýtur að því að veita börnum sem búa við heimilisofbeldi sérhæfða þjónustu. Sérfræðingur sinnir einungis málum barna sem verða vitni að eða eru viðstödd ofbeldi á milli foreldra á heimili sínu og lögregla er kölluð á staðinn. Aðkoman er oftar en ekki skelfileg, eins og gefur að skilja. Ragna B. Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur í áfallavinnu með börn, hefur haft veg og vanda af vinnunni, en verkefnið hefur nú staðið í tæpt ár og lýkur um áramótin að óbreyttu. „Það hefur ekki verið ákveðið hvort áframhald verður, eða í hvaða mynd það yrði. Reynslan sýnir hins vegar að full ástæða er að festa þetta starf í sessi." Af reynslu verkefnisins segir Ragna að endurtekið ofbeldi á heimilum þar sem börn dvelja virðist vera undantekning frekar en hitt. „Það virðist sem fólk staldri við og hugsi sinn gang. Það virðist vera að þegar fókusinn er settur á börnin sem verða vitni að svona átökum, og hvaða áhrif ofbeldið hefur á þau, að þá hugsi fólk sinn gang." Tölulegar upplýsingar liggja fyrir er lúta að fyrstu sex mánuðum verkefnisins og gefa glögga mynd af því sem við er að eiga. Ragna segir að í flestum tilvikum sé það eiginmaður eða sambýlismaður móður sem beitir ofbeldi eða í nær helmingi tilvika en fyrrverandi maki kom jafnframt oft við sögu. Í þeim 36 málum sem Ragna kom að voru 68 börn á heimilunum. Þar af var 22 börnum veitt sérstök meðferð í kjölfarið, en þar af þurftu fimm börn aðeins eitt viðtal. Misjafnt er hverjir óska eftir hjálp lögreglu í þessum málum. Oft eru það nágrannar sem hringja. Börn og konurnar kalla líka sjálf eftir hjálp. Algengt er að um andlegt ofbeldi sé að ræða auk hótana, og oft hefur mikil eyðilegging átt sér stað. Fimm konur hafa þurft að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítalans. Aðeins ein kona úr hópnum hefur leitað til Kvennaathvarfsins. Algengt var að ofbeldismaðurinn væri undir áhrifum áfengis eða vímuefna eða í 67 prósent tilvika, í þrjátíu prósentum tilvika var viðkomandi ódrukkinn. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Á því tæpa ári sem tilraunaverkefni Barnaverndarstofu vegna heimilisofbeldis hefur staðið yfir hefur sérfræðingur komið að nokkrum tilvikum þar sem konum höfðu verið veittir alvarlegir áverkar; jafnvel lífshættulegir. Fimm af 35 konum þurftu að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítala (LSH) fyrstu sex mánuðina sem verkefnið stóð yfir. Verkefnið lýtur að því að veita börnum sem búa við heimilisofbeldi sérhæfða þjónustu. Sérfræðingur sinnir einungis málum barna sem verða vitni að eða eru viðstödd ofbeldi á milli foreldra á heimili sínu og lögregla er kölluð á staðinn. Aðkoman er oftar en ekki skelfileg, eins og gefur að skilja. Ragna B. Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur í áfallavinnu með börn, hefur haft veg og vanda af vinnunni, en verkefnið hefur nú staðið í tæpt ár og lýkur um áramótin að óbreyttu. „Það hefur ekki verið ákveðið hvort áframhald verður, eða í hvaða mynd það yrði. Reynslan sýnir hins vegar að full ástæða er að festa þetta starf í sessi." Af reynslu verkefnisins segir Ragna að endurtekið ofbeldi á heimilum þar sem börn dvelja virðist vera undantekning frekar en hitt. „Það virðist sem fólk staldri við og hugsi sinn gang. Það virðist vera að þegar fókusinn er settur á börnin sem verða vitni að svona átökum, og hvaða áhrif ofbeldið hefur á þau, að þá hugsi fólk sinn gang." Tölulegar upplýsingar liggja fyrir er lúta að fyrstu sex mánuðum verkefnisins og gefa glögga mynd af því sem við er að eiga. Ragna segir að í flestum tilvikum sé það eiginmaður eða sambýlismaður móður sem beitir ofbeldi eða í nær helmingi tilvika en fyrrverandi maki kom jafnframt oft við sögu. Í þeim 36 málum sem Ragna kom að voru 68 börn á heimilunum. Þar af var 22 börnum veitt sérstök meðferð í kjölfarið, en þar af þurftu fimm börn aðeins eitt viðtal. Misjafnt er hverjir óska eftir hjálp lögreglu í þessum málum. Oft eru það nágrannar sem hringja. Börn og konurnar kalla líka sjálf eftir hjálp. Algengt er að um andlegt ofbeldi sé að ræða auk hótana, og oft hefur mikil eyðilegging átt sér stað. Fimm konur hafa þurft að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítalans. Aðeins ein kona úr hópnum hefur leitað til Kvennaathvarfsins. Algengt var að ofbeldismaðurinn væri undir áhrifum áfengis eða vímuefna eða í 67 prósent tilvika, í þrjátíu prósentum tilvika var viðkomandi ódrukkinn. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira