Formaður Landsbjargar: Erum að lýsa upp í öll horn 31. október 2012 10:37 Hörður Már Harðarson. „Við erum bara að lýsa upp í öll horn," segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en starfsfólk er búið að fara yfir bókhald félagsins og kanna hvort þar sé að finna eitthvað óeðlilegt, eftir að myndbandi um framkvæmdastjóra félagsins, var birt á netinu. Á myndbandinu má heyra samskipti á milli Guðmundar Arnar Jóhannessonar við ótilgreindan mann, en af samskiptum þeirra má ráða að þeir séu að undirbúa gjaldeyrisbrask og peningaþvott. Þá eru reikningar birtir af millifærslum á félag í eigu Guðmundar. Þar kemur meðal annars fram nafn félagins Tulip ehf., en það voru fjórar og hálf milljón lagðar inn á reikning félagsins árið 2011. Sama félag sá um söluátak Blátt áfram árið 2010. Í samtali við DV í dag, sem hóf umfjöllun um málið, kom fram að Guðmundur Örn teldi að það væri maður sem heitir Bóas Ragnar Bóasson hefði sett myndbandið á Youtube. Sá er fasteignasali og rak á sínum tíma meðal annars fyrirtækið Kúpon. Ekki hefur náðst í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Guðmundur sagði myndbandið hefnd eftir að hann kærði Bóas fyrir skjalafals. Sjálfur hefur Guðmundur ekki viljað ræða viðskiptin ítarlega. Hörður Már, formaður Landsbjargar, segir að ekkert óeðlilegt hefði fundist í bókhaldi Landsbjargar. „Þetta tengist okkur ekkert," segir Hörður Már, samtalið á upptökunni mun hafa átt sér stað árið 2010 en Guðmundur hóf störf hjá Landsbjörg á þessu ári. Engu að síður er gefið til kynna í myndbandinu að Guðmundur hafi getað misnotað aðstöðu sína hjá Landsbjörg. „Okkur finnst þetta sorglegt mál," segir Hörður og bætir við að Guðmundur verði að verja sitt mannorð á viðeigandi vettvangi. „En það er alveg skýrt hjá stjórninni að hann stígur til hliðar," segir Hörður Már, Guðmundur er komin í leyfi frá störfum vegna málsins, en það var tilkynnt í gærkvöldi. Spurður hvort það sé möguleiki á því að Guðmundur snúi aftur til starfa segist Hörður ótímabært að tjá sig um það, „þessa stundina tek ég bara afstöðu með félaginu," bætir hann við og á þá að sjálfsögðu við Landsbjörg. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
„Við erum bara að lýsa upp í öll horn," segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en starfsfólk er búið að fara yfir bókhald félagsins og kanna hvort þar sé að finna eitthvað óeðlilegt, eftir að myndbandi um framkvæmdastjóra félagsins, var birt á netinu. Á myndbandinu má heyra samskipti á milli Guðmundar Arnar Jóhannessonar við ótilgreindan mann, en af samskiptum þeirra má ráða að þeir séu að undirbúa gjaldeyrisbrask og peningaþvott. Þá eru reikningar birtir af millifærslum á félag í eigu Guðmundar. Þar kemur meðal annars fram nafn félagins Tulip ehf., en það voru fjórar og hálf milljón lagðar inn á reikning félagsins árið 2011. Sama félag sá um söluátak Blátt áfram árið 2010. Í samtali við DV í dag, sem hóf umfjöllun um málið, kom fram að Guðmundur Örn teldi að það væri maður sem heitir Bóas Ragnar Bóasson hefði sett myndbandið á Youtube. Sá er fasteignasali og rak á sínum tíma meðal annars fyrirtækið Kúpon. Ekki hefur náðst í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Guðmundur sagði myndbandið hefnd eftir að hann kærði Bóas fyrir skjalafals. Sjálfur hefur Guðmundur ekki viljað ræða viðskiptin ítarlega. Hörður Már, formaður Landsbjargar, segir að ekkert óeðlilegt hefði fundist í bókhaldi Landsbjargar. „Þetta tengist okkur ekkert," segir Hörður Már, samtalið á upptökunni mun hafa átt sér stað árið 2010 en Guðmundur hóf störf hjá Landsbjörg á þessu ári. Engu að síður er gefið til kynna í myndbandinu að Guðmundur hafi getað misnotað aðstöðu sína hjá Landsbjörg. „Okkur finnst þetta sorglegt mál," segir Hörður og bætir við að Guðmundur verði að verja sitt mannorð á viðeigandi vettvangi. „En það er alveg skýrt hjá stjórninni að hann stígur til hliðar," segir Hörður Már, Guðmundur er komin í leyfi frá störfum vegna málsins, en það var tilkynnt í gærkvöldi. Spurður hvort það sé möguleiki á því að Guðmundur snúi aftur til starfa segist Hörður ótímabært að tjá sig um það, „þessa stundina tek ég bara afstöðu með félaginu," bætir hann við og á þá að sjálfsögðu við Landsbjörg.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira