Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2012 18:45 Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. Þetta tiltekna svæði þykir reyndar afar spennandi en Íslandsmegin lögsögumarkanna er neðansjávarfjall kennt við Sigurð Fáfnisbana og það var einmitt þar sem staðfesting fékkst í fyrra um olíu í sýnum sem náðust af hafsbotni með fjarstýrðum kafbáti. Þrjár umsóknir bárust Orkustofnun í aprílmánuði í vor í útboði á sérleyfum til olíuvinnslu og hefur Stöð 2 áður greint frá því að búist sé við að tvær þeirra verði samþykktar, frá Faroe Petroleum og Íslensku kolvetni, og frá Valiant Petroleum og Kolvetni. Þriðji umsækjandinn, Eykon, er, - án reynds samstarfsaðila, - ekki talinn standast kröfur útboðsins um fjárhagslegan styrk og tæknilega getu. Ef fyrirhugað er að gefa út sérleyfi innan samvinnusvæðisins þarf að bjóða Norðmönnum þátttöku og staðfesti Orkustofnun við Stöð 2 í dag að slíkt boð hefði nú verið sent til olíu- og orkumálaráðuneytis Noregs. Norðmenn hafa rétt á allt að 25% aðild að sérleyfum og hafa þeir þrjátíu daga til að ákveða hvort þeir vilji nýta þann rétt. Ákveði norsk stjórnvöld að ganga inn í sérleyfi þykir líklegast að þau tilnefni olíufélagið Petoro til þátttöku en það er að öllu leyti í eigu norska ríkisins. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. Þetta tiltekna svæði þykir reyndar afar spennandi en Íslandsmegin lögsögumarkanna er neðansjávarfjall kennt við Sigurð Fáfnisbana og það var einmitt þar sem staðfesting fékkst í fyrra um olíu í sýnum sem náðust af hafsbotni með fjarstýrðum kafbáti. Þrjár umsóknir bárust Orkustofnun í aprílmánuði í vor í útboði á sérleyfum til olíuvinnslu og hefur Stöð 2 áður greint frá því að búist sé við að tvær þeirra verði samþykktar, frá Faroe Petroleum og Íslensku kolvetni, og frá Valiant Petroleum og Kolvetni. Þriðji umsækjandinn, Eykon, er, - án reynds samstarfsaðila, - ekki talinn standast kröfur útboðsins um fjárhagslegan styrk og tæknilega getu. Ef fyrirhugað er að gefa út sérleyfi innan samvinnusvæðisins þarf að bjóða Norðmönnum þátttöku og staðfesti Orkustofnun við Stöð 2 í dag að slíkt boð hefði nú verið sent til olíu- og orkumálaráðuneytis Noregs. Norðmenn hafa rétt á allt að 25% aðild að sérleyfum og hafa þeir þrjátíu daga til að ákveða hvort þeir vilji nýta þann rétt. Ákveði norsk stjórnvöld að ganga inn í sérleyfi þykir líklegast að þau tilnefni olíufélagið Petoro til þátttöku en það er að öllu leyti í eigu norska ríkisins.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira