Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi 10. febrúar 2012 07:30 Lilja Mósesdóttir Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. Samstaða, nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur, fengi ríflega fimmtung atkvæða og fjórtán þingmenn yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð fá samtals ríflega 30 prósent fylgi. Taka verður niðurstöðum könnunarinnar með fyrirvara þar sem enn eru mjög margir sem ekki gefa upp afstöðu. Þó gáfu um 52,9 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni upp afstöðu til einhvers stjórnmálaflokks. Spurt var sérstaklega um fjögur ný framboð.Almennt hefur lægra hlutfall þeirra sem taka afstöðu þegar spurt er um fylgi flokka í skoðanakönnunum verið tengt óþoli almennings á þeim stjórnmálaflokkum sem í boði eru. Í könnunum sem gerðar voru fyrir hrun var algengt hlutfall í kringum 65 prósent. Niðurstöður könnunarinnar, sem gerð var á miðvikudags- og fimmtudagskvöld, gefa vísbendingu um stöðu flokkanna þrátt fyrir að margir taki ekki afstöðu til flokkanna. Hafa verður í huga að nýju framboðin eiga eftir að móta afstöðu til málefna sem skipta kjósendur máli, frambjóðendur þeirra eru ekki komnir fram og framboðin hafa lítið sem ekkert kynnt sig. Sé miðað við þá sem tóku afstöðu til einhverra flokka nýtur Sjálfstæðisflokkurinn enn mests stuðnings. Um 35 prósent kjósenda segjast myndu kjósa flokkinn nú, sem myndi færa flokknum 24 þingsæti. Flokkurinn er með sextán þingmenn í dag. Samstaða mælist nú með næst mest fylgi, og segjast 21,3 prósent myndu kjósa flokkinn í kosningum, og fengi hann miðað við það fjórtán þingmenn. Önnur ný framboð fá ekki jafn mikinn stuðning. Björt framtíð, undir forystu Guðmunds Steingrímssonar, mælist með 6,1 prósents stuðning, sem myndi skila fjórum á þing. Hægri-grænir, flokkur Guðmundar Franklíns Jónssonar, fengju samkvæmt henni 0,9 prósent atkvæða. Þá fengi Lýðfrelsisflokkurinn undir forystu Guðbjörns Guðbjörnssonar 1,2 prósent atkvæða. Hvorugur næði manni á þing.Um 12,3 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú, og fengi flokkurinn átta þingmenn miðað við þá niðurstöðu. Samfylkingin er í dag með 20 þingmenn. Alls sögðust átta prósent myndu kjósa Vinstri græn í skoðanakönnuninni, sem myndi skila fimm þingmönnum í kosningum, en tólf eru í þingflokki Vinstri grænna í dag. Framsóknarflokkurinn fengi 12,5 prósent atkvæða og átta þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn er í dag með níu þingmenn. Hreyfingin nýtur stuðnings 1,7 prósenta samkvæmt könnuninni. Það myndi ekki duga til að koma fulltrúum flokksins á þing, en þingmenn Hreyfingarinnar eru í dag þrír talsins. Þess ber að geta að þingmenn flokksins vinna nú að stofnun nýs stjórnmálaafls í samvinnu við Borgarahreyfinguna, Frjálslynda flokkinn og ýmis grasrótarsamtök. Stofnfundur framboðsins er áformaður næstkomandi sunnudag. brjann@frettabladid.isÍ könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var hringt í 800 manns dagana 8. og 9. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Svarmöguleikar voru lesnir upp í tilviljanakenndri röð, bæði flokkar sem sæti eiga á Alþingi og ný framboð sem hafa verið stofnuð.Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Þráspurt var með þessum hætti til að reyna að fá fólk til að taka afstöðu. Alls tóku 52,9 prósent afstöðu. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. Samstaða, nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur, fengi ríflega fimmtung atkvæða og fjórtán þingmenn yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð fá samtals ríflega 30 prósent fylgi. Taka verður niðurstöðum könnunarinnar með fyrirvara þar sem enn eru mjög margir sem ekki gefa upp afstöðu. Þó gáfu um 52,9 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni upp afstöðu til einhvers stjórnmálaflokks. Spurt var sérstaklega um fjögur ný framboð.Almennt hefur lægra hlutfall þeirra sem taka afstöðu þegar spurt er um fylgi flokka í skoðanakönnunum verið tengt óþoli almennings á þeim stjórnmálaflokkum sem í boði eru. Í könnunum sem gerðar voru fyrir hrun var algengt hlutfall í kringum 65 prósent. Niðurstöður könnunarinnar, sem gerð var á miðvikudags- og fimmtudagskvöld, gefa vísbendingu um stöðu flokkanna þrátt fyrir að margir taki ekki afstöðu til flokkanna. Hafa verður í huga að nýju framboðin eiga eftir að móta afstöðu til málefna sem skipta kjósendur máli, frambjóðendur þeirra eru ekki komnir fram og framboðin hafa lítið sem ekkert kynnt sig. Sé miðað við þá sem tóku afstöðu til einhverra flokka nýtur Sjálfstæðisflokkurinn enn mests stuðnings. Um 35 prósent kjósenda segjast myndu kjósa flokkinn nú, sem myndi færa flokknum 24 þingsæti. Flokkurinn er með sextán þingmenn í dag. Samstaða mælist nú með næst mest fylgi, og segjast 21,3 prósent myndu kjósa flokkinn í kosningum, og fengi hann miðað við það fjórtán þingmenn. Önnur ný framboð fá ekki jafn mikinn stuðning. Björt framtíð, undir forystu Guðmunds Steingrímssonar, mælist með 6,1 prósents stuðning, sem myndi skila fjórum á þing. Hægri-grænir, flokkur Guðmundar Franklíns Jónssonar, fengju samkvæmt henni 0,9 prósent atkvæða. Þá fengi Lýðfrelsisflokkurinn undir forystu Guðbjörns Guðbjörnssonar 1,2 prósent atkvæða. Hvorugur næði manni á þing.Um 12,3 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú, og fengi flokkurinn átta þingmenn miðað við þá niðurstöðu. Samfylkingin er í dag með 20 þingmenn. Alls sögðust átta prósent myndu kjósa Vinstri græn í skoðanakönnuninni, sem myndi skila fimm þingmönnum í kosningum, en tólf eru í þingflokki Vinstri grænna í dag. Framsóknarflokkurinn fengi 12,5 prósent atkvæða og átta þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn er í dag með níu þingmenn. Hreyfingin nýtur stuðnings 1,7 prósenta samkvæmt könnuninni. Það myndi ekki duga til að koma fulltrúum flokksins á þing, en þingmenn Hreyfingarinnar eru í dag þrír talsins. Þess ber að geta að þingmenn flokksins vinna nú að stofnun nýs stjórnmálaafls í samvinnu við Borgarahreyfinguna, Frjálslynda flokkinn og ýmis grasrótarsamtök. Stofnfundur framboðsins er áformaður næstkomandi sunnudag. brjann@frettabladid.isÍ könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var hringt í 800 manns dagana 8. og 9. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Svarmöguleikar voru lesnir upp í tilviljanakenndri röð, bæði flokkar sem sæti eiga á Alþingi og ný framboð sem hafa verið stofnuð.Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Þráspurt var með þessum hætti til að reyna að fá fólk til að taka afstöðu. Alls tóku 52,9 prósent afstöðu.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira