Pistill: Fordóma ber ekki að umbera Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2012 06:00 Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Vilhelm Viðbrögð margra við fréttaflutningi af ummælum Arons Einars Gunnarssonar um albönsku þjóðina hafa komið mér á óvart. Miðað við ummæli margra knattspyrnuáhugamanna á samfélagsmiðlum virðast þeir margir þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist of hart við ummælum Arons Einars. Þá hafa ófáir íslenskir knattspyrnumenn tekið í svipaðan streng. Ég hef líka séð nokkra hneykslast á viðbrögðum Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, sem sagði að málinu væri ekki lokið og yrði tekið til frekari skoðunar innan veggja sambandsins. Að þeirra mati ætti hann frekar að styðja landsliðsfyrirliðann sinn en það var einmitt umfjöllunarefni pistils á vefmiðlinum 433.is um helgina þar sem viðbrögð við ummælum Arons Einars eru sögð allt of harkaleg. Ég verð að lýsa yfir áhyggjum mínum af þessum málflutningi og því viðhorfi sem hann lýsir. Aron Einar er drengur góður og hefur beðist afsökunar á orðum sínum. En það breytir því ekki að orð hans lýstu fordómum sem eiga aldrei að sæma fulltrúa íslensku þjóðarinnar á erlendri grundu, hvað þá mann í stöðu landsliðsfyrirliða. Þau skilaboð sem Aron Einar sendi með orðum sínum voru ekki einungis móðgandi fyrir albönsku þjóðina heldur með öllu slæmt fordæmi fyrir þá fjölmörgu ungu stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem líta upp til fyrirliðans og annarra leikmanna Íslands. Fordómar, alhæfingar og skortur á umburðarlyndi gagnvart öðrum á aldrei að líðast og væru fjölmiðlar að bregðast skyldu sinni ef þeir myndu láta það hjá líða að fulltrúi íslensku þjóðarinnar hafi komið þannig fram. Meðvirkni sómir fjölmiðlum afar illa. Þá er rétt að halda því til haga að ummæli Arons Einars eru skýrt brot á 5. grein siðareglna KSÍ sem eru ekki nema tæplega þriggja ára gömul. Grjótharður er orð sem er í tísku og lýsir vel oft kappsemi og ákveðni íslenskra íþróttamanna í keppni. Er það vel. „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurlið," sagði séra Friðrik Friðriksson og á það jafn vel við í dag og það gerði fyrir rúmri öld síðan. Menn ættu frekar að halda sig við að vera grjótharðir á vellinum en að koma fram af slíku offorsi sem alltof margir hafa gert sig seka um í kjölfar þessa máls. Aron Einar hefur lært sína lexíu. Hann spilaði leikinn gegn Albönum og stóð sig með prýði – eins og hann gerir yfirleitt í bláu treyjunni. Í leiknum fékk hann áminningu sem hann átti ekki skilið og mun af þeim sökum taka út leikbann í leiknum gegn Sviss á morgun. Eftir leik gætti hann þó orða sinna í viðtölum og neitaði að gagnrýna dómarann fyrir spjaldið. Fleiri ættu að taka sér Aron Einar til fyrirmyndar og vita hvenær þeim er hollast að halda að sér höndum frekar en að halda á lofti misgáfulegum málflutningi sem er þeim til lítils annars en minnkunar og skammar. Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Viðbrögð margra við fréttaflutningi af ummælum Arons Einars Gunnarssonar um albönsku þjóðina hafa komið mér á óvart. Miðað við ummæli margra knattspyrnuáhugamanna á samfélagsmiðlum virðast þeir margir þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist of hart við ummælum Arons Einars. Þá hafa ófáir íslenskir knattspyrnumenn tekið í svipaðan streng. Ég hef líka séð nokkra hneykslast á viðbrögðum Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, sem sagði að málinu væri ekki lokið og yrði tekið til frekari skoðunar innan veggja sambandsins. Að þeirra mati ætti hann frekar að styðja landsliðsfyrirliðann sinn en það var einmitt umfjöllunarefni pistils á vefmiðlinum 433.is um helgina þar sem viðbrögð við ummælum Arons Einars eru sögð allt of harkaleg. Ég verð að lýsa yfir áhyggjum mínum af þessum málflutningi og því viðhorfi sem hann lýsir. Aron Einar er drengur góður og hefur beðist afsökunar á orðum sínum. En það breytir því ekki að orð hans lýstu fordómum sem eiga aldrei að sæma fulltrúa íslensku þjóðarinnar á erlendri grundu, hvað þá mann í stöðu landsliðsfyrirliða. Þau skilaboð sem Aron Einar sendi með orðum sínum voru ekki einungis móðgandi fyrir albönsku þjóðina heldur með öllu slæmt fordæmi fyrir þá fjölmörgu ungu stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem líta upp til fyrirliðans og annarra leikmanna Íslands. Fordómar, alhæfingar og skortur á umburðarlyndi gagnvart öðrum á aldrei að líðast og væru fjölmiðlar að bregðast skyldu sinni ef þeir myndu láta það hjá líða að fulltrúi íslensku þjóðarinnar hafi komið þannig fram. Meðvirkni sómir fjölmiðlum afar illa. Þá er rétt að halda því til haga að ummæli Arons Einars eru skýrt brot á 5. grein siðareglna KSÍ sem eru ekki nema tæplega þriggja ára gömul. Grjótharður er orð sem er í tísku og lýsir vel oft kappsemi og ákveðni íslenskra íþróttamanna í keppni. Er það vel. „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurlið," sagði séra Friðrik Friðriksson og á það jafn vel við í dag og það gerði fyrir rúmri öld síðan. Menn ættu frekar að halda sig við að vera grjótharðir á vellinum en að koma fram af slíku offorsi sem alltof margir hafa gert sig seka um í kjölfar þessa máls. Aron Einar hefur lært sína lexíu. Hann spilaði leikinn gegn Albönum og stóð sig með prýði – eins og hann gerir yfirleitt í bláu treyjunni. Í leiknum fékk hann áminningu sem hann átti ekki skilið og mun af þeim sökum taka út leikbann í leiknum gegn Sviss á morgun. Eftir leik gætti hann þó orða sinna í viðtölum og neitaði að gagnrýna dómarann fyrir spjaldið. Fleiri ættu að taka sér Aron Einar til fyrirmyndar og vita hvenær þeim er hollast að halda að sér höndum frekar en að halda á lofti misgáfulegum málflutningi sem er þeim til lítils annars en minnkunar og skammar.
Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira