Pistill: Fordóma ber ekki að umbera Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2012 06:00 Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Vilhelm Viðbrögð margra við fréttaflutningi af ummælum Arons Einars Gunnarssonar um albönsku þjóðina hafa komið mér á óvart. Miðað við ummæli margra knattspyrnuáhugamanna á samfélagsmiðlum virðast þeir margir þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist of hart við ummælum Arons Einars. Þá hafa ófáir íslenskir knattspyrnumenn tekið í svipaðan streng. Ég hef líka séð nokkra hneykslast á viðbrögðum Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, sem sagði að málinu væri ekki lokið og yrði tekið til frekari skoðunar innan veggja sambandsins. Að þeirra mati ætti hann frekar að styðja landsliðsfyrirliðann sinn en það var einmitt umfjöllunarefni pistils á vefmiðlinum 433.is um helgina þar sem viðbrögð við ummælum Arons Einars eru sögð allt of harkaleg. Ég verð að lýsa yfir áhyggjum mínum af þessum málflutningi og því viðhorfi sem hann lýsir. Aron Einar er drengur góður og hefur beðist afsökunar á orðum sínum. En það breytir því ekki að orð hans lýstu fordómum sem eiga aldrei að sæma fulltrúa íslensku þjóðarinnar á erlendri grundu, hvað þá mann í stöðu landsliðsfyrirliða. Þau skilaboð sem Aron Einar sendi með orðum sínum voru ekki einungis móðgandi fyrir albönsku þjóðina heldur með öllu slæmt fordæmi fyrir þá fjölmörgu ungu stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem líta upp til fyrirliðans og annarra leikmanna Íslands. Fordómar, alhæfingar og skortur á umburðarlyndi gagnvart öðrum á aldrei að líðast og væru fjölmiðlar að bregðast skyldu sinni ef þeir myndu láta það hjá líða að fulltrúi íslensku þjóðarinnar hafi komið þannig fram. Meðvirkni sómir fjölmiðlum afar illa. Þá er rétt að halda því til haga að ummæli Arons Einars eru skýrt brot á 5. grein siðareglna KSÍ sem eru ekki nema tæplega þriggja ára gömul. Grjótharður er orð sem er í tísku og lýsir vel oft kappsemi og ákveðni íslenskra íþróttamanna í keppni. Er það vel. „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurlið," sagði séra Friðrik Friðriksson og á það jafn vel við í dag og það gerði fyrir rúmri öld síðan. Menn ættu frekar að halda sig við að vera grjótharðir á vellinum en að koma fram af slíku offorsi sem alltof margir hafa gert sig seka um í kjölfar þessa máls. Aron Einar hefur lært sína lexíu. Hann spilaði leikinn gegn Albönum og stóð sig með prýði – eins og hann gerir yfirleitt í bláu treyjunni. Í leiknum fékk hann áminningu sem hann átti ekki skilið og mun af þeim sökum taka út leikbann í leiknum gegn Sviss á morgun. Eftir leik gætti hann þó orða sinna í viðtölum og neitaði að gagnrýna dómarann fyrir spjaldið. Fleiri ættu að taka sér Aron Einar til fyrirmyndar og vita hvenær þeim er hollast að halda að sér höndum frekar en að halda á lofti misgáfulegum málflutningi sem er þeim til lítils annars en minnkunar og skammar. Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Viðbrögð margra við fréttaflutningi af ummælum Arons Einars Gunnarssonar um albönsku þjóðina hafa komið mér á óvart. Miðað við ummæli margra knattspyrnuáhugamanna á samfélagsmiðlum virðast þeir margir þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist of hart við ummælum Arons Einars. Þá hafa ófáir íslenskir knattspyrnumenn tekið í svipaðan streng. Ég hef líka séð nokkra hneykslast á viðbrögðum Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, sem sagði að málinu væri ekki lokið og yrði tekið til frekari skoðunar innan veggja sambandsins. Að þeirra mati ætti hann frekar að styðja landsliðsfyrirliðann sinn en það var einmitt umfjöllunarefni pistils á vefmiðlinum 433.is um helgina þar sem viðbrögð við ummælum Arons Einars eru sögð allt of harkaleg. Ég verð að lýsa yfir áhyggjum mínum af þessum málflutningi og því viðhorfi sem hann lýsir. Aron Einar er drengur góður og hefur beðist afsökunar á orðum sínum. En það breytir því ekki að orð hans lýstu fordómum sem eiga aldrei að sæma fulltrúa íslensku þjóðarinnar á erlendri grundu, hvað þá mann í stöðu landsliðsfyrirliða. Þau skilaboð sem Aron Einar sendi með orðum sínum voru ekki einungis móðgandi fyrir albönsku þjóðina heldur með öllu slæmt fordæmi fyrir þá fjölmörgu ungu stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem líta upp til fyrirliðans og annarra leikmanna Íslands. Fordómar, alhæfingar og skortur á umburðarlyndi gagnvart öðrum á aldrei að líðast og væru fjölmiðlar að bregðast skyldu sinni ef þeir myndu láta það hjá líða að fulltrúi íslensku þjóðarinnar hafi komið þannig fram. Meðvirkni sómir fjölmiðlum afar illa. Þá er rétt að halda því til haga að ummæli Arons Einars eru skýrt brot á 5. grein siðareglna KSÍ sem eru ekki nema tæplega þriggja ára gömul. Grjótharður er orð sem er í tísku og lýsir vel oft kappsemi og ákveðni íslenskra íþróttamanna í keppni. Er það vel. „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurlið," sagði séra Friðrik Friðriksson og á það jafn vel við í dag og það gerði fyrir rúmri öld síðan. Menn ættu frekar að halda sig við að vera grjótharðir á vellinum en að koma fram af slíku offorsi sem alltof margir hafa gert sig seka um í kjölfar þessa máls. Aron Einar hefur lært sína lexíu. Hann spilaði leikinn gegn Albönum og stóð sig með prýði – eins og hann gerir yfirleitt í bláu treyjunni. Í leiknum fékk hann áminningu sem hann átti ekki skilið og mun af þeim sökum taka út leikbann í leiknum gegn Sviss á morgun. Eftir leik gætti hann þó orða sinna í viðtölum og neitaði að gagnrýna dómarann fyrir spjaldið. Fleiri ættu að taka sér Aron Einar til fyrirmyndar og vita hvenær þeim er hollast að halda að sér höndum frekar en að halda á lofti misgáfulegum málflutningi sem er þeim til lítils annars en minnkunar og skammar.
Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira