Ísland og Sviss mætast í undankeppni HM karla í knattspyrnu á morgun á Laugardalsvelli og ríkir mikil eftirvænting fyrir leikinn. Sviss er í efsta sæti E-riðilsins með 7 stig eftir þrjár umferðir en Ísland er þar á eftir með 6 stig. Grétar Rafn Steinsson, leikmaður íslenska landsliðsins varar við of mikill bjartsýni en hefur samt tröllatrú á íslenska landsliðinu.
"Þetta er langt frá því að vera skyldusigur. Liðið sem við erum að fara spila við er í 15. sæti heimslistans og síðustu úrslit liðsins segir ýmislegt um liðið. Ef að rennt er yfir byrjunarliðið þá eru þarna leikmenn sem leika í bestu deildum Evrópu. Við þurfum að halda okkur á jörðinni þrátt fyrir að hafa náð góðum úrslitum. Það er allt hægt í fótbolta og sérstaklega á heimavelli. Við höfum oft áður verið í góðri stöðu og klúðrað því,“ segir Grétar m.a. í viðtalinu sem má sjá í heild sinni með því að smella hér fyrir ofan.
Grétar Rafn: Það er allt hægt í fótbolta
Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



