Skeljungur þagði um ósöluhæfan áburð 5. janúar 2012 04:00 Skeljungur sagði í fréttatilkynningu 3. janúar að fyrirtækið leggi áherslu á að uppfylla öll skilyrði íslenskra reglugerða um áburðarframleiðslu og líti málið alvarlegum augum. Fyrirtækið seldi 11 þúsund tonn af áburði í sumar vitandi að hann var ósöluhæfur. Skeljungi, jafnt sem Matvælastofnun, var ljóst á vormánuðum að áburður sem kominn var til landsins var ósöluhæfur. Þrátt fyrir það var tekin ákvörðun um selja áburðinn. Eins og bbl.is greindi frá í desember og fréttastofa Rúv á þriðjudag, var kadmíummagn í áburði sem Skeljungur flytur inn ríflega tvöfalt það sem leyfilegt er. Reglugerðir kveða skýrt á um að innflytjendur þurfi að votta að kadmíuminnihald áburðar skuli vera samkvæmt reglum áður en sala hans hefst. Þarf innflytjandi að leggja fram þar til gerða yfirlýsingu til Matvælastofnunar. Skal hún fylgja vörunni til heildsala og kaupandi á rétt á að sjá hana. Þetta atriði kemur skýrt fram á eyðublaði sem má finna á heimasíðu Matvælastofnunar: Yfirlýsing. Kadmíuminnihald áburðar. Valgeir Bjarnason, sérfræðingur áburðar- og fóðureftirlits hjá Matvælastofnun, hefur staðfest að vitað var á vormánuðum að áburðurinn stóðst ekki kröfur en það var látið óátalið að hann yrði notaður. Því var 11 þúsund tonnum af þessum áburði dreift í sumar. Í viðtali við Fréttablaðið sagði hann að vissulega bæri Skeljungur ábyrgð á þeirri vöru sem seld er og fyrirtækið hafi allan tímann haft sömu upplýsingar og stofnunin. Skeljungur gerði grein fyrir því í yfirlýsingu á þriðjudag að bændum hefði verið greint frá því bréflega í desember hvers kyns var. Fyrirtækið hafði hins vegar vitneskju um hátt kadmíum-magn áburðarins áður en honum var dreift, þótt það hafi ekki komið fram í upphaflegri fréttatilkynningu eftir að málið komst í hámæli. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við forsvarsmenn Skeljungs til að afla upplýsinga frá fyrirtækinu um tæknileg atriði við innflutninginn og þá hvenær þeim varð ljóst að áburðurinn var ósöluhæfur. Skeljungur brást við með því að senda út fréttatilkynningu til allra fjölmiðla síðdegis í gær. Þar kemur fram að vissulega hafi verið ljóst allt frá upphafi að áburðurinn var ósöluhæfur. Eins að fyrirtækið beri „að sjálfsögðu ábyrgð á öllum þeim vörum sem fyrirtækið dreifir, bæði gagnvart viðskiptavinum sínum og yfirvöldum, í samræmi við íslensk lög“. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á lögum um upplýsingarétt um umhverfismál. Þar er lagt til að skerpt verði á frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnvalda, og þá eftirlitsstofnana eins og Matvælastofnunar, til að veita almenningi upplýsingar um mengun. svavar@frettabladid.is Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Skeljungi, jafnt sem Matvælastofnun, var ljóst á vormánuðum að áburður sem kominn var til landsins var ósöluhæfur. Þrátt fyrir það var tekin ákvörðun um selja áburðinn. Eins og bbl.is greindi frá í desember og fréttastofa Rúv á þriðjudag, var kadmíummagn í áburði sem Skeljungur flytur inn ríflega tvöfalt það sem leyfilegt er. Reglugerðir kveða skýrt á um að innflytjendur þurfi að votta að kadmíuminnihald áburðar skuli vera samkvæmt reglum áður en sala hans hefst. Þarf innflytjandi að leggja fram þar til gerða yfirlýsingu til Matvælastofnunar. Skal hún fylgja vörunni til heildsala og kaupandi á rétt á að sjá hana. Þetta atriði kemur skýrt fram á eyðublaði sem má finna á heimasíðu Matvælastofnunar: Yfirlýsing. Kadmíuminnihald áburðar. Valgeir Bjarnason, sérfræðingur áburðar- og fóðureftirlits hjá Matvælastofnun, hefur staðfest að vitað var á vormánuðum að áburðurinn stóðst ekki kröfur en það var látið óátalið að hann yrði notaður. Því var 11 þúsund tonnum af þessum áburði dreift í sumar. Í viðtali við Fréttablaðið sagði hann að vissulega bæri Skeljungur ábyrgð á þeirri vöru sem seld er og fyrirtækið hafi allan tímann haft sömu upplýsingar og stofnunin. Skeljungur gerði grein fyrir því í yfirlýsingu á þriðjudag að bændum hefði verið greint frá því bréflega í desember hvers kyns var. Fyrirtækið hafði hins vegar vitneskju um hátt kadmíum-magn áburðarins áður en honum var dreift, þótt það hafi ekki komið fram í upphaflegri fréttatilkynningu eftir að málið komst í hámæli. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við forsvarsmenn Skeljungs til að afla upplýsinga frá fyrirtækinu um tæknileg atriði við innflutninginn og þá hvenær þeim varð ljóst að áburðurinn var ósöluhæfur. Skeljungur brást við með því að senda út fréttatilkynningu til allra fjölmiðla síðdegis í gær. Þar kemur fram að vissulega hafi verið ljóst allt frá upphafi að áburðurinn var ósöluhæfur. Eins að fyrirtækið beri „að sjálfsögðu ábyrgð á öllum þeim vörum sem fyrirtækið dreifir, bæði gagnvart viðskiptavinum sínum og yfirvöldum, í samræmi við íslensk lög“. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á lögum um upplýsingarétt um umhverfismál. Þar er lagt til að skerpt verði á frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnvalda, og þá eftirlitsstofnana eins og Matvælastofnunar, til að veita almenningi upplýsingar um mengun. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira