Börn í lífshættu vegna einangrunar sem fylgir netfíkn 16. júlí 2012 07:00 Guðlaug María Júlíusdóttir Af þeim rúmlega 900 börnum sem skráð eru í meðferð á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL, glímir stór hópur drengja á aldrinum 14 til 18 ára við netfíkn. Í alvarlegustu tilfellunum eru börnin lögð inn. Þau eru þá ekki bara hætt samskiptum við aðra í umhverfinu vegna mikillar tölvunotkunar heldur eru þau beinlínis í lífshættu vegna þunglyndis og vanvirkni. Þetta segir Guðlaug María Júlíusdóttir, verkefnastjóri félagsráðgjafar á kvenna- og barnasviði Landspítalans. "Börnin eru lögð inn þegar þau eru farin að þjást af alvarlegu þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsunum. Þau hafa ekki sinnt samskiptum við fjölskyldu og vini vikum og jafnvel mánuðum saman, heldur einungis verið inni á herberginu sínu. Þau hafa ekki sinnt neinu nema tölvunni og heiminum sem þar er inni," segir Guðlaug. Hún tekur það fram að í göngudeildarmeðferð sé reynt að greina grunnvandann. "Netfíkn er ekki sjúkdómsgreining í sjálfu sér. Við reynum að komast að því hvers vegna barnið er búið að koma sér á þennan stað í tilverunni. Mögulega er um einstakling að ræða sem í grunninn er kvíðinn og félagsfælinn og líður best inni á herbergi. Stundum flosna börn upp úr skóla vegna netfíknar. Í öðrum tilfellum eru þau búin með skólaskyldu og reynist erfitt að fá vinnu. Foreldrunum finnst þá skiljanlegt að barnið leiti inn í herbergi. Þeir gera sér ekki alltaf grein fyrir því hversu alvarlegur vandinn er." Í göngudeildarmeðferðinni er fjölskyldunum hjálpað að koma börnunum út úr herbergjunum. "Það verða oft átök inni á heimilunum. Börnin láta ekki alltaf tölvuna frá sér með góðu. Reynt er að fara samningaleið innan skynsamlegra marka og styðja foreldrana í að setja mörk. Stundum gengur þetta og stundum ekki. Stefnt er að því að finna úrræði sem fylla tómarúmið þegar dregið er úr tölvunotkuninni," segir Guðlaug. Á legudeild eru börnin látin æfa sig í þeim daglegu athöfnum sem þau voru búin að týna niður, að sögn Guðlaugar. "Þau æfa sig í að horfast í augu við aðra, bjóða góðan daginn, fara reglulega í sturtu og borða á matmálstímum. Þau fá svokallaða umhverfismeðferð. En fráhvarfseinkennin geta verið mjög alvarleg. Þess eru dæmi að börnin ráfi um gangana með miklar kvalir. Þau finna fyrir kvíða og óróa og þola ekki við. Einkennin eru svipuð og fráhvarfseinkenni vegna annarrar fíknar. Ég vona að þekkingin á tölvufíkn sé að verða meiri hjá foreldrum svo að þessi mál nái ekki að ganga svona langt." ibs@frettabladid.is Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Af þeim rúmlega 900 börnum sem skráð eru í meðferð á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL, glímir stór hópur drengja á aldrinum 14 til 18 ára við netfíkn. Í alvarlegustu tilfellunum eru börnin lögð inn. Þau eru þá ekki bara hætt samskiptum við aðra í umhverfinu vegna mikillar tölvunotkunar heldur eru þau beinlínis í lífshættu vegna þunglyndis og vanvirkni. Þetta segir Guðlaug María Júlíusdóttir, verkefnastjóri félagsráðgjafar á kvenna- og barnasviði Landspítalans. "Börnin eru lögð inn þegar þau eru farin að þjást af alvarlegu þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsunum. Þau hafa ekki sinnt samskiptum við fjölskyldu og vini vikum og jafnvel mánuðum saman, heldur einungis verið inni á herberginu sínu. Þau hafa ekki sinnt neinu nema tölvunni og heiminum sem þar er inni," segir Guðlaug. Hún tekur það fram að í göngudeildarmeðferð sé reynt að greina grunnvandann. "Netfíkn er ekki sjúkdómsgreining í sjálfu sér. Við reynum að komast að því hvers vegna barnið er búið að koma sér á þennan stað í tilverunni. Mögulega er um einstakling að ræða sem í grunninn er kvíðinn og félagsfælinn og líður best inni á herbergi. Stundum flosna börn upp úr skóla vegna netfíknar. Í öðrum tilfellum eru þau búin með skólaskyldu og reynist erfitt að fá vinnu. Foreldrunum finnst þá skiljanlegt að barnið leiti inn í herbergi. Þeir gera sér ekki alltaf grein fyrir því hversu alvarlegur vandinn er." Í göngudeildarmeðferðinni er fjölskyldunum hjálpað að koma börnunum út úr herbergjunum. "Það verða oft átök inni á heimilunum. Börnin láta ekki alltaf tölvuna frá sér með góðu. Reynt er að fara samningaleið innan skynsamlegra marka og styðja foreldrana í að setja mörk. Stundum gengur þetta og stundum ekki. Stefnt er að því að finna úrræði sem fylla tómarúmið þegar dregið er úr tölvunotkuninni," segir Guðlaug. Á legudeild eru börnin látin æfa sig í þeim daglegu athöfnum sem þau voru búin að týna niður, að sögn Guðlaugar. "Þau æfa sig í að horfast í augu við aðra, bjóða góðan daginn, fara reglulega í sturtu og borða á matmálstímum. Þau fá svokallaða umhverfismeðferð. En fráhvarfseinkennin geta verið mjög alvarleg. Þess eru dæmi að börnin ráfi um gangana með miklar kvalir. Þau finna fyrir kvíða og óróa og þola ekki við. Einkennin eru svipuð og fráhvarfseinkenni vegna annarrar fíknar. Ég vona að þekkingin á tölvufíkn sé að verða meiri hjá foreldrum svo að þessi mál nái ekki að ganga svona langt." ibs@frettabladid.is
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira