Innlent

CNN: Þríhnjúkagígur er staður sem fólk verður að sjá

Myndin er á heimasíðu VSÓ.
Myndin er á heimasíðu VSÓ.
Þríhnjúkagígur er ofar en bæði Taj Mahal og Viktoríufossar á lista sem CNN sjónvarpsstöðin hefur tekið saman um þá 27 staði í heiminum sem fólk á að heimsækja áður en ævi þess lýkur.

Raunar má segja að Íslands sé tvisvar getið á listanum því í þriðja sæti hans eru norðurljósin á Norðurlöndunum. Í efsta sæti listans er sólarupprásin við Borobudur buddamusterið á eyjunni Jövu.

Þríhnjúkagígur er í þrettánda sæti af þeim 27 stöðum sem nefndir eru. Að síga niður í gíghellinn þykir mikið ævintýri og litadýrðin þar er einstök.

Af þekktum stöðum á listanum fyrir utan Taj Mahal og Viktoríufossa má nefna höfnina í Sydney sem er í næsta sæti fyrir ofan Þríhnjúkagíg. Á listanum er einnig að finna staði eins og Yosemite tindanna í Kaliforníu og Monument dalinn á landamærum Arizona og Utah þar sem margar af þekktustu kúrekamyndum sögunnar voru teknar upp á síðustu öld.

Af stöðum í Evrópu sem ná inn á listann eru m.a. Islas Cies ströndin á Spáni og rósrautt sólsetrið í Dólómíta-fjöllunum á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×