Njála sem mun ná tæpa hundrað metra 13. ágúst 2012 04:00 Hér eru þær Kristín Ragna Gunnarsdóttir teiknari, Gunnhildur E. Kristjánsdóttir og Christina Bengtsson með refilinn sem á aldeilis eftir að teygjast í annan endann. Sunnlendingar og Húnvetningar hafa nú hafist handa við að koma höfuðritum sínum á refla að hætti evrópskra miðaldamanna. Húnvetningar eru þó lengra á veg komnir með sinn Vatnsdælurefil en ekki er enn búið að stinga nál í Njálurefil þeirra Sunnlendinga. Húnvetningarnir tóku hins vegar fyrsta sporið þann 16. júlí í fyrra og miðar refilsaumnum vel að sögn Jóhönnu E. Pálmadóttur á Akri en hún hefur forgöngu um þetta umfangsmikla verk. ?Fullsaumaður verður hann 46 metrar en nú eru búnir 3,3 metrar,? segir Jóhanna. ?Okkur liggur ekkert á, aðalatriðið er að hafa gaman meðan við komum saman og saumum.? Hún áætlar að verkið taki um áratug og á meðan gefst tími til að huga að því hvar hýsa skuli refilinn. ?Ég hef nú sagt í gríni að það ætti bara að byggja hús utan um hann. Það hefur nú oft verið byggt hús á Íslandi en aldrei verið saumaður refill nema þá kannski eitthvað á landnámstíð.? Hún hefur aldeilis notið fulltingis síns heimafólks sem er duglegt við að koma við í Textílsetrinu í Kvennaskólanum á Blönduósi. ?Ég var að taka þetta saman en við erum búin að fá 535 heimsóknir og á bak við þessa 3,3 metra liggur 947 klukkustunda saumaskapur.? Jóhanna segir sér renna blóðið til skyldunnar en hún er komin af Ingimundi gamla, landnámsmanni þeirra Húnvetninga, í 37. lið. Þessi myndarskapur hreyfði við Sunnlendingum svo þær Gunnhildur E. Kristjánsdóttir og Christina Bengtsson tóku sig til og fengu Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur til að teikna upp refilinn en hún var einmitt Húnvetningunum innan handar með sama hætti. Hann mun verða á bilinu 80 til 100 metrar og þar á bæ gefa menn sér rúman áratug til verksins. ?Það fer allt eftir því hvað fólk verður duglegt að taka þátt í þessu,? segir Christina. Saumaskapurinn mun fara fram í Sögusetrinu á Hvolsvelli og verður fyrsta sporið tekið þann 2. febrúar næstkomandi. Sigurður Hróarsson, forstöðumaður Sögusetursins, fagnar þessu framtaki en neitar því þó ekki að stundum kæmi það sér ágætlega að búa á Kjalarnesi en ekki á Njáluslóðum en Kjalnesingasaga er stutt í annan endann. Bæði Jóhanna og Christina segjast vona að framtak þeirra verði til þess að fólk taki við sér víða um land. ?Það væri svo gaman ef heimamenn myndu refilsauma sitt höfuðrit svo allar Íslendingasögurnar verði til í þessu formi,? segir Christina sem er frá Svíþjóð en segist bera Njálu í blóðinu eftir þrjátíu ára Íslandsdvöl. jse@frettabladid.is Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Sunnlendingar og Húnvetningar hafa nú hafist handa við að koma höfuðritum sínum á refla að hætti evrópskra miðaldamanna. Húnvetningar eru þó lengra á veg komnir með sinn Vatnsdælurefil en ekki er enn búið að stinga nál í Njálurefil þeirra Sunnlendinga. Húnvetningarnir tóku hins vegar fyrsta sporið þann 16. júlí í fyrra og miðar refilsaumnum vel að sögn Jóhönnu E. Pálmadóttur á Akri en hún hefur forgöngu um þetta umfangsmikla verk. ?Fullsaumaður verður hann 46 metrar en nú eru búnir 3,3 metrar,? segir Jóhanna. ?Okkur liggur ekkert á, aðalatriðið er að hafa gaman meðan við komum saman og saumum.? Hún áætlar að verkið taki um áratug og á meðan gefst tími til að huga að því hvar hýsa skuli refilinn. ?Ég hef nú sagt í gríni að það ætti bara að byggja hús utan um hann. Það hefur nú oft verið byggt hús á Íslandi en aldrei verið saumaður refill nema þá kannski eitthvað á landnámstíð.? Hún hefur aldeilis notið fulltingis síns heimafólks sem er duglegt við að koma við í Textílsetrinu í Kvennaskólanum á Blönduósi. ?Ég var að taka þetta saman en við erum búin að fá 535 heimsóknir og á bak við þessa 3,3 metra liggur 947 klukkustunda saumaskapur.? Jóhanna segir sér renna blóðið til skyldunnar en hún er komin af Ingimundi gamla, landnámsmanni þeirra Húnvetninga, í 37. lið. Þessi myndarskapur hreyfði við Sunnlendingum svo þær Gunnhildur E. Kristjánsdóttir og Christina Bengtsson tóku sig til og fengu Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur til að teikna upp refilinn en hún var einmitt Húnvetningunum innan handar með sama hætti. Hann mun verða á bilinu 80 til 100 metrar og þar á bæ gefa menn sér rúman áratug til verksins. ?Það fer allt eftir því hvað fólk verður duglegt að taka þátt í þessu,? segir Christina. Saumaskapurinn mun fara fram í Sögusetrinu á Hvolsvelli og verður fyrsta sporið tekið þann 2. febrúar næstkomandi. Sigurður Hróarsson, forstöðumaður Sögusetursins, fagnar þessu framtaki en neitar því þó ekki að stundum kæmi það sér ágætlega að búa á Kjalarnesi en ekki á Njáluslóðum en Kjalnesingasaga er stutt í annan endann. Bæði Jóhanna og Christina segjast vona að framtak þeirra verði til þess að fólk taki við sér víða um land. ?Það væri svo gaman ef heimamenn myndu refilsauma sitt höfuðrit svo allar Íslendingasögurnar verði til í þessu formi,? segir Christina sem er frá Svíþjóð en segist bera Njálu í blóðinu eftir þrjátíu ára Íslandsdvöl. jse@frettabladid.is
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira