Innlent

Dílaskarfi vex ásmegin vestra

Varpútbreiðsla skarfs hefur dregist saman en þeir hafa helgað sér land á Vestfjörðum. fréttablaðið/vilhelm
Varpútbreiðsla skarfs hefur dregist saman en þeir hafa helgað sér land á Vestfjörðum. fréttablaðið/vilhelm
Dílaskarfur hefur náð góðri fótfestu í Strandabyggð og blómleg byggð þessa tígulega fugls fer nú stækkandi. Fréttavefurinn strandir.is segir frá. Aðalvarpstaðir dílaskarfs eru í Breiðafirði og Faxaflóa og lítið sem ekkert utan þeirra svæða en ekki er vitað um annað dílaskarfsvarp á Ströndum.

Í sumar eru þarna á sjötta tug hreiðra en talið var að um 25 hreiður hefðu verið þar í fyrra.

Þetta er líka merkilegt í því ljósi að varpútbreiðslan hefur dregist saman og fuglinn er nú horfinn af Norðurlandi og öðrum eldri varpstöðvum. Dílaskarfur er algengur varpfugl víða um heim, bæði á norður- og suðurhveli jarðar, segir á vef Fuglaverndar. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×