Súðavík þarf að bera kostnað af eldunum 13. ágúst 2012 06:00 Slökkviliðsmenn hafa barist við eldana í meira en viku. Rigningar og logn hjálpuðu mikið við slökkvistarf um helgina.mynd/Hafþór Gunnarsson Súðavíkurhreppur ber allan kostnað af slökkvistarfi í Laugadal í Ísafjarðardjúpi. Þar hafa logað eldar síðan fimmtudaginn 2. ágúst og eru um tíu hektarar lands brunnir og auðnin ein. Hátt í sextíu menn hafa barist við eldana síðan þeirra varð vart. "Það er allt brunnið," segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðarvíkurhreppi. "Þarna brennur næstum allt sem getur brunnið. Undir eru klappir og á miklu svæði er allur eldsmatur búinn. Eftir stendur hrjóstrugt svæði." Ómar gerir ráð fyrir að nú sé hægt að slökkva eldana endanlega því rignt hefur um helgina og vind hefur lægt. "Nú teljum við að við séum á lokasprettinum og vorum við til dæmis ekki með vakt í fyrrinótt. Það skiptir sköpum að það hafi lyngt." Hann segir næstu skref vera að kanna hvað gerðist og fara yfir kostnaðinn við slökkvistarfið. Þá verður kannað hvort eitthvað fáist úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga upp í þennan kostnað. "Í fyrsta lagi viljum við komast að því hvað gerðist þarna og hvernig það vildi til, gáleysi eða annað. Ég tel að við förum í það í næstu viku að elta það uppi. Það eru vitni sem hittu þá sem við teljum að hafi kveikt þennan eld. Við teljum mikla ástæðu fyrir því að komast að upprunanum. Ég tel að við séum komin með kostnað upp á sjö milljónir. Það er auðvitað verulega íþyngjandi fyrir lítið sveitarfélag með skatttekjur upp á 70 milljónir." Því muni Súðavíkurhreppur láta reyna á 11. grein reglugerðar um jöfnunarsjóð. Þar er heimild til innanríkisráðuneytisins til að veita sveitarfélögum aukafjármagn þurfi þau að bera mikinn kostnað vegna óvæntra en lögboðinna verkefna. "Við teljum allar forsendur fyrir því að þessi 11. grein verði virkjuð í okkar tilfelli. Okkur er ekki kunnugt um að þessi grein hafi áður verið nýtt," segir Ómar. Beiðni hefur ekki verið lögð inn formlega en málið er nú þegar komið óformlega inn á borð ráðherra. birgirh@frettabladid.is Tengdar fréttir Engin viðbragðsáætlun til staðar ?Slökkviliðin hafa farið í gegnum gríðarlegt lærdómsferli en engin viðbragðsáætlun var til staðar sem hægt var að vinna eftir. Eftir situr mikill lærdómur um það hvernig á að takast á við jarðvegselda.? Meðal annars var notast við haugsugur, þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt og grafinn var skurður til að hamla útbreiðslu eldsins. 13. ágúst 2012 02:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Súðavíkurhreppur ber allan kostnað af slökkvistarfi í Laugadal í Ísafjarðardjúpi. Þar hafa logað eldar síðan fimmtudaginn 2. ágúst og eru um tíu hektarar lands brunnir og auðnin ein. Hátt í sextíu menn hafa barist við eldana síðan þeirra varð vart. "Það er allt brunnið," segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðarvíkurhreppi. "Þarna brennur næstum allt sem getur brunnið. Undir eru klappir og á miklu svæði er allur eldsmatur búinn. Eftir stendur hrjóstrugt svæði." Ómar gerir ráð fyrir að nú sé hægt að slökkva eldana endanlega því rignt hefur um helgina og vind hefur lægt. "Nú teljum við að við séum á lokasprettinum og vorum við til dæmis ekki með vakt í fyrrinótt. Það skiptir sköpum að það hafi lyngt." Hann segir næstu skref vera að kanna hvað gerðist og fara yfir kostnaðinn við slökkvistarfið. Þá verður kannað hvort eitthvað fáist úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga upp í þennan kostnað. "Í fyrsta lagi viljum við komast að því hvað gerðist þarna og hvernig það vildi til, gáleysi eða annað. Ég tel að við förum í það í næstu viku að elta það uppi. Það eru vitni sem hittu þá sem við teljum að hafi kveikt þennan eld. Við teljum mikla ástæðu fyrir því að komast að upprunanum. Ég tel að við séum komin með kostnað upp á sjö milljónir. Það er auðvitað verulega íþyngjandi fyrir lítið sveitarfélag með skatttekjur upp á 70 milljónir." Því muni Súðavíkurhreppur láta reyna á 11. grein reglugerðar um jöfnunarsjóð. Þar er heimild til innanríkisráðuneytisins til að veita sveitarfélögum aukafjármagn þurfi þau að bera mikinn kostnað vegna óvæntra en lögboðinna verkefna. "Við teljum allar forsendur fyrir því að þessi 11. grein verði virkjuð í okkar tilfelli. Okkur er ekki kunnugt um að þessi grein hafi áður verið nýtt," segir Ómar. Beiðni hefur ekki verið lögð inn formlega en málið er nú þegar komið óformlega inn á borð ráðherra. birgirh@frettabladid.is
Tengdar fréttir Engin viðbragðsáætlun til staðar ?Slökkviliðin hafa farið í gegnum gríðarlegt lærdómsferli en engin viðbragðsáætlun var til staðar sem hægt var að vinna eftir. Eftir situr mikill lærdómur um það hvernig á að takast á við jarðvegselda.? Meðal annars var notast við haugsugur, þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt og grafinn var skurður til að hamla útbreiðslu eldsins. 13. ágúst 2012 02:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Engin viðbragðsáætlun til staðar ?Slökkviliðin hafa farið í gegnum gríðarlegt lærdómsferli en engin viðbragðsáætlun var til staðar sem hægt var að vinna eftir. Eftir situr mikill lærdómur um það hvernig á að takast á við jarðvegselda.? Meðal annars var notast við haugsugur, þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt og grafinn var skurður til að hamla útbreiðslu eldsins. 13. ágúst 2012 02:00