Innlent

Rennsli hefur aukist í laxveiðiám

GS skrifar
Bændur binda vonir við betri veiði.
Bændur binda vonir við betri veiði.
Rennsli hefur stór aukist í laxveiðiám suðvestanlands í rigningunni að undanförnu. Rennslið í Norðurá sexfaldaðist til dæmis um helgina frá því sem það var orðið í þurrkunum og mátti líkja því við flóð um helgina. Við slíkar aðstæður gruggast árnar líka þannig að eitthvað slær á veiðina, en nú eru árnar að jafna sig og binda laxveiðimenn vonir við góða veiði á næstunni, eftir dræma veiði í vatnsleysinu.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×