Innlent

Ökufantar stungu af

BBI skrifar
Ekið var á tvær kyrrstæðar og mannlausar bifreiðar á bifreiðastæðum í Reykjanesbæ um helgina, önnur þeirra stóð gegnt Hótel Keflavík og hin á Skógarbraut á Ásbrú framan við byggingu 1106, stigagang 2.

Í báðum tilvikum létu þeir sem valdir voru að ákeyrslunum sig hverfa af vettvangi án þess að gera vart við sig. Talsvert tjón varð á báðum bílunum. Þeir sem kynnu að hafa upplýsingar um þessi tvö atvik eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 420-1800.

Lögregla klippti af sex bílum

Við umferðareftirlit um helgina hafði lögreglan á Suðurnesjum afskipti af sex bílum, sem umráðamenn höfðu vanrækt að færa til skoðunar eða greiða tryggingar af. Þannig reyndust fjórir bílanna óskoðaðir og tveir ótryggðir. Lögregla klippti númerin af þeim öllum. Þá voru tveir ökumenn staðnir að hraðakstri, en báðir óku á 123 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×