Sænska leiðin auðveldar útbreiðslu HIV Karen Kjartansdóttir skrifar 13. ágúst 2012 21:44 Sænska leiðin er líkleg til að auka útbreiðslu á HIV veirunni og veldur fólki í vændi miklum skaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Formaður HIV-samtakanna segir lög ekki koma í veg fyrir vandann. Ræða þurfi um nýjar lausnir. Pye Jakobsson er stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi og verkefnastjóri HIV-samtakanna í Svíþjóð. Hún vinnur að því að draga úr útbreiðslu HIV-veirunnar meðal vændisfólks. Norrænu HIV-samtökin fengu Pye hingað til lands til að vera við gleðigönguna. Í fréttum okkar í gær gagnrýndi hún harðlega sænsku leiðina, sem gerir kaupanda vændis brotlegan við lög en sú leið hefur verið farin hér á landi. Hún segir lagasetninguna helst nýtast þeim sem stunda mansal og auka hættu á úrbreiðslu HIV-veirunnar. Þá vitnar hún til nýrrar skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá því í júlí þar sem sænska leiðin er einnig talin til vansa. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi, þekkir vel til gagnrýni á sænsku leiðinni. „Ég þekki hana frá Norðurlöndunum og það er greinileg fylgni þess nú að fólk í þessum aðstæðum verði frekar fyrir valdbeitingu og misnotkun af ýmsu tagi. Eins og til dæmis að fá ekki að nota verjur í kynlífi og þetta auki hættuna á smiti á HIV og öðrum kynsjúkdómum," segir Einar Einar segist ekki vilja mæla vændi bót á nokkurn hátt en ræða þurfi um vandann og mismunandi leiðir til að taka á honum á yfirvegaðan hátt. „Ég held að þetta sé eitthvað sem þarf að taka og leggja fram við yfirvöld hér og annar staðar hvernig fólk ætlar að vinna þessi mál. Því að lausnin er ekki sú að setja nógu mikil lög á málefnið því þau auka hættuna á að vandinn fari enn lengra ofan af yfirborðinu," segir hann. Líkir hann baráttunni við vændi við fíkniefnavandann þar sem þyngdar refsingar virðast ekki hafa dregið úr notkun fíkniefna. „Það er svo auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og segja, hér er þetta ekki svona hjá okkur og við skulum setja nógu mikið af reglum og þá losnum við við vandann. Það er ekki þannig." Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Sænska leiðin er líkleg til að auka útbreiðslu á HIV veirunni og veldur fólki í vændi miklum skaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Formaður HIV-samtakanna segir lög ekki koma í veg fyrir vandann. Ræða þurfi um nýjar lausnir. Pye Jakobsson er stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi og verkefnastjóri HIV-samtakanna í Svíþjóð. Hún vinnur að því að draga úr útbreiðslu HIV-veirunnar meðal vændisfólks. Norrænu HIV-samtökin fengu Pye hingað til lands til að vera við gleðigönguna. Í fréttum okkar í gær gagnrýndi hún harðlega sænsku leiðina, sem gerir kaupanda vændis brotlegan við lög en sú leið hefur verið farin hér á landi. Hún segir lagasetninguna helst nýtast þeim sem stunda mansal og auka hættu á úrbreiðslu HIV-veirunnar. Þá vitnar hún til nýrrar skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá því í júlí þar sem sænska leiðin er einnig talin til vansa. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi, þekkir vel til gagnrýni á sænsku leiðinni. „Ég þekki hana frá Norðurlöndunum og það er greinileg fylgni þess nú að fólk í þessum aðstæðum verði frekar fyrir valdbeitingu og misnotkun af ýmsu tagi. Eins og til dæmis að fá ekki að nota verjur í kynlífi og þetta auki hættuna á smiti á HIV og öðrum kynsjúkdómum," segir Einar Einar segist ekki vilja mæla vændi bót á nokkurn hátt en ræða þurfi um vandann og mismunandi leiðir til að taka á honum á yfirvegaðan hátt. „Ég held að þetta sé eitthvað sem þarf að taka og leggja fram við yfirvöld hér og annar staðar hvernig fólk ætlar að vinna þessi mál. Því að lausnin er ekki sú að setja nógu mikil lög á málefnið því þau auka hættuna á að vandinn fari enn lengra ofan af yfirborðinu," segir hann. Líkir hann baráttunni við vændi við fíkniefnavandann þar sem þyngdar refsingar virðast ekki hafa dregið úr notkun fíkniefna. „Það er svo auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og segja, hér er þetta ekki svona hjá okkur og við skulum setja nógu mikið af reglum og þá losnum við við vandann. Það er ekki þannig."
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira