Sænska leiðin auðveldar útbreiðslu HIV Karen Kjartansdóttir skrifar 13. ágúst 2012 21:44 Sænska leiðin er líkleg til að auka útbreiðslu á HIV veirunni og veldur fólki í vændi miklum skaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Formaður HIV-samtakanna segir lög ekki koma í veg fyrir vandann. Ræða þurfi um nýjar lausnir. Pye Jakobsson er stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi og verkefnastjóri HIV-samtakanna í Svíþjóð. Hún vinnur að því að draga úr útbreiðslu HIV-veirunnar meðal vændisfólks. Norrænu HIV-samtökin fengu Pye hingað til lands til að vera við gleðigönguna. Í fréttum okkar í gær gagnrýndi hún harðlega sænsku leiðina, sem gerir kaupanda vændis brotlegan við lög en sú leið hefur verið farin hér á landi. Hún segir lagasetninguna helst nýtast þeim sem stunda mansal og auka hættu á úrbreiðslu HIV-veirunnar. Þá vitnar hún til nýrrar skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá því í júlí þar sem sænska leiðin er einnig talin til vansa. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi, þekkir vel til gagnrýni á sænsku leiðinni. „Ég þekki hana frá Norðurlöndunum og það er greinileg fylgni þess nú að fólk í þessum aðstæðum verði frekar fyrir valdbeitingu og misnotkun af ýmsu tagi. Eins og til dæmis að fá ekki að nota verjur í kynlífi og þetta auki hættuna á smiti á HIV og öðrum kynsjúkdómum," segir Einar Einar segist ekki vilja mæla vændi bót á nokkurn hátt en ræða þurfi um vandann og mismunandi leiðir til að taka á honum á yfirvegaðan hátt. „Ég held að þetta sé eitthvað sem þarf að taka og leggja fram við yfirvöld hér og annar staðar hvernig fólk ætlar að vinna þessi mál. Því að lausnin er ekki sú að setja nógu mikil lög á málefnið því þau auka hættuna á að vandinn fari enn lengra ofan af yfirborðinu," segir hann. Líkir hann baráttunni við vændi við fíkniefnavandann þar sem þyngdar refsingar virðast ekki hafa dregið úr notkun fíkniefna. „Það er svo auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og segja, hér er þetta ekki svona hjá okkur og við skulum setja nógu mikið af reglum og þá losnum við við vandann. Það er ekki þannig." Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira
Sænska leiðin er líkleg til að auka útbreiðslu á HIV veirunni og veldur fólki í vændi miklum skaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Formaður HIV-samtakanna segir lög ekki koma í veg fyrir vandann. Ræða þurfi um nýjar lausnir. Pye Jakobsson er stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi og verkefnastjóri HIV-samtakanna í Svíþjóð. Hún vinnur að því að draga úr útbreiðslu HIV-veirunnar meðal vændisfólks. Norrænu HIV-samtökin fengu Pye hingað til lands til að vera við gleðigönguna. Í fréttum okkar í gær gagnrýndi hún harðlega sænsku leiðina, sem gerir kaupanda vændis brotlegan við lög en sú leið hefur verið farin hér á landi. Hún segir lagasetninguna helst nýtast þeim sem stunda mansal og auka hættu á úrbreiðslu HIV-veirunnar. Þá vitnar hún til nýrrar skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá því í júlí þar sem sænska leiðin er einnig talin til vansa. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi, þekkir vel til gagnrýni á sænsku leiðinni. „Ég þekki hana frá Norðurlöndunum og það er greinileg fylgni þess nú að fólk í þessum aðstæðum verði frekar fyrir valdbeitingu og misnotkun af ýmsu tagi. Eins og til dæmis að fá ekki að nota verjur í kynlífi og þetta auki hættuna á smiti á HIV og öðrum kynsjúkdómum," segir Einar Einar segist ekki vilja mæla vændi bót á nokkurn hátt en ræða þurfi um vandann og mismunandi leiðir til að taka á honum á yfirvegaðan hátt. „Ég held að þetta sé eitthvað sem þarf að taka og leggja fram við yfirvöld hér og annar staðar hvernig fólk ætlar að vinna þessi mál. Því að lausnin er ekki sú að setja nógu mikil lög á málefnið því þau auka hættuna á að vandinn fari enn lengra ofan af yfirborðinu," segir hann. Líkir hann baráttunni við vændi við fíkniefnavandann þar sem þyngdar refsingar virðast ekki hafa dregið úr notkun fíkniefna. „Það er svo auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og segja, hér er þetta ekki svona hjá okkur og við skulum setja nógu mikið af reglum og þá losnum við við vandann. Það er ekki þannig."
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira