Hætta skyldunámskeiðum fyrir verðandi kjörforeldra 16. apríl 2012 09:00 Mynd/AFP Íslensk ættleiðing (ÍÆ) hefur ákveðið að hætta að halda skyldunámskeið fyrir verðandi kjörforeldra sökum peningaskorts. Samkvæmt reglugerð um ættleiðingar er nauðsynlegt að sýna fram á setu á slíku námskeiði til að fá forsamþykki fyrir ættleiðingu. ÍÆ sendi ráðuneytinu bréf vegna málsins þann 11. apríl síðastliðinn. Hörður Svavarsson, formaður félagsins, segir engin svör hafa borist. „Ráðherra getur sjálfsagt breytt reglugerðinni en þá er auðvitað mikilvægt að tryggt sé að þau loforð sem við höfum gefið með því að undirgangast Haag-samninginn um alþjóðlegar ættleiðingar verði efnd," segir Hörður. „Þar er því lofað að þjálfa og undirbúa væntanlega kjörforeldra sem best, það loforð hefur Íslensk ættleiðing efnt fyrir stjórnvöld til þessa." Fram kemur í bréfinu til innanríkisráðuneytisins að mikil ánægja hafi verið meðal foreldra með námskeiðin. Eftir að ákvæði um þau voru sett í reglugerð jókst kostnaður félagsins um rúmlega þrjár milljónir króna. Sótt var um fjárveitingu til dómsmálaráðuneytisins vegna þessa en þeirri beiðni var hafnað. Hundrað fjölskyldur eru nú í umsóknarferli hjá félaginu; 22 eru á biðlista í Kína, 20 í Kólumbíu, átta í Tékklandi, fimm í Tógó og ein í Makedóníu. Auk þess eru 44 fjölskyldur að bíða eftir forsamþykki til að ættleiða barn. Hörður segir að þó námskeiðin séu hætt sé of sterkt til orða tekið á þessu stigi að umsóknarferli fjölskyldnanna séu í uppnámi. „En það er alveg ljóst að ef ekki verður brugðist við með einhverjum hætti á næstu mánuðum eða vikum þá geta sumir þeirra sem eru að hefja umsóknarferli sitt núna ekki lokið því ferli og fá því ekki að ættleiða barn." Til stóð að halda námskeið síðar í þessum mánuði, en þær fjölskyldur sem skráðu sig á það hafa verið látnar vita að ekkert verði af því. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er ekki búið að taka bréf ÍÆ til formlegrar umfjöllunar en líklega verði fundað með félaginu í vikunni til að vinna að lausn vandans. - sv Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Íslensk ættleiðing (ÍÆ) hefur ákveðið að hætta að halda skyldunámskeið fyrir verðandi kjörforeldra sökum peningaskorts. Samkvæmt reglugerð um ættleiðingar er nauðsynlegt að sýna fram á setu á slíku námskeiði til að fá forsamþykki fyrir ættleiðingu. ÍÆ sendi ráðuneytinu bréf vegna málsins þann 11. apríl síðastliðinn. Hörður Svavarsson, formaður félagsins, segir engin svör hafa borist. „Ráðherra getur sjálfsagt breytt reglugerðinni en þá er auðvitað mikilvægt að tryggt sé að þau loforð sem við höfum gefið með því að undirgangast Haag-samninginn um alþjóðlegar ættleiðingar verði efnd," segir Hörður. „Þar er því lofað að þjálfa og undirbúa væntanlega kjörforeldra sem best, það loforð hefur Íslensk ættleiðing efnt fyrir stjórnvöld til þessa." Fram kemur í bréfinu til innanríkisráðuneytisins að mikil ánægja hafi verið meðal foreldra með námskeiðin. Eftir að ákvæði um þau voru sett í reglugerð jókst kostnaður félagsins um rúmlega þrjár milljónir króna. Sótt var um fjárveitingu til dómsmálaráðuneytisins vegna þessa en þeirri beiðni var hafnað. Hundrað fjölskyldur eru nú í umsóknarferli hjá félaginu; 22 eru á biðlista í Kína, 20 í Kólumbíu, átta í Tékklandi, fimm í Tógó og ein í Makedóníu. Auk þess eru 44 fjölskyldur að bíða eftir forsamþykki til að ættleiða barn. Hörður segir að þó námskeiðin séu hætt sé of sterkt til orða tekið á þessu stigi að umsóknarferli fjölskyldnanna séu í uppnámi. „En það er alveg ljóst að ef ekki verður brugðist við með einhverjum hætti á næstu mánuðum eða vikum þá geta sumir þeirra sem eru að hefja umsóknarferli sitt núna ekki lokið því ferli og fá því ekki að ættleiða barn." Til stóð að halda námskeið síðar í þessum mánuði, en þær fjölskyldur sem skráðu sig á það hafa verið látnar vita að ekkert verði af því. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er ekki búið að taka bréf ÍÆ til formlegrar umfjöllunar en líklega verði fundað með félaginu í vikunni til að vinna að lausn vandans. - sv
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira