Innlent

Kröpp lægð fer yfir landið

Rigningu er spáð um allt land um helgina og því ekki góðar aðstæður til tjaldútilegu.
Rigningu er spáð um allt land um helgina og því ekki góðar aðstæður til tjaldútilegu.
Einni dýpstu lægð sem sést hefur í júlí við norðanvert Atlantshafið og Ísland er spáð um helgina. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar á vefsíðu sína að veðrinu muni fylgja mikið vatnsveður um allt land.

Einar reiknar með hvössum vindi og að úrkomumagnið gæti víða orðið 20-25 mm frá laugardagskvöldi fram á mánudagsmorgun. „20 mm eru svo sem engin ósköp þannig lagað séð í úrkomu,“ skrifar Einar. „En fyrir tjaldbúa og aðra þá sem hyggja á útiveru jafngildir magnið eins og hellt væri hægt og rólega úr 20 mjólkurfernum á hvern fermetra lands.“

Lægsti mældi loftþrýstingur á Íslandi í júlí mældist árið 1901 og var þá 974 hektópasköl. Til samanburðar er reiknað með að í miðju lægðarinnar suðvestur af landinu muni loftþrýstingurinn mælast 964 hektópasköl.

- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×