Fótbolti

Skotar ráku Levein

Craig Levein hefur verið rekinn sem þjálfari skoska landsliðsins. Tíðindin koma lítið á óvart enda hefur liðið ekkert getað í undankeppni HM 2014 og situr í neðsta sæti síns riðils.

Levein sjálfur hafði engan áhuga á að hætta og leikmenn á borð við Darren Fletcher sögðust styðja þjálfarann. Það dugði ekki til.

Charlie Adam, leikmaður Stoke, var afar ósáttur. "Ótrúlegt. Trúi því ekki að blöðin hafi náð sínu fram," sagði Adam á Twitter.

Levein tók við liðinu í desember árið 2009. Skotar unnu þrjá af tólf leikjum sínum undir hans stjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×