Þórunn Antonía óvart vinsæl á Spáni 10. júlí 2012 09:00 „Lagið mitt Too Late er í fyrsta sæti á spænskri tónlistarsíðu," segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir steinhissa yfir því að lagið hafi ratað í efsta sæti á lagalista spænsku vefsíðunnar AstreduPOP, sem virðist leita uppi lítt þekkta en efnilega tónlistarmenn. Þórunn vissi ekki um vefsíðuna fyrr en aðstandandi hennar sendi henni fréttirnar. „Hann sagði að Too Late væri frábært popplag sem væri spilað hverja helgi í Zaragoza á Spáni og að allir dýrki það þar," segir hún undrandi. Á vefsíðunni er einnig bent á nýja lagið So High af plötunni Star-Crossed, sem kemur út í ágúst. „Ég hef rekist á nokkrar umfjallanir á Netinu síðan So High kom út fyrir rúmlega viku. Það er búið að skrifa fullt um nýja efnið og þó platan sé ekki komin út," segir Þórunn sem fær reglulega ábendingar um umfjallanir frá vinum. „Þetta er mjög fyndið. Internetið er bara svo magnað fyrirbæri. Ég hef ekki verið að senda vefsíðum eða blaðamönnum neitt um mig," segir hún. Þessi tíðindi eru í takt við þau orð sem faðir hennar, tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson, lét falla um nýju plötuna. „Hann sagði að hún myndi virka geggjað vel í Suður-Evrópu og eftir að hann frétti af þessum lista sagði hann að ég ætti að fara til Spánar og Ítalíu og meika það," segir hún og játar að það yrði sko ekki leiðinlegt. Næst á dagskrá hjá söngkonunni er að taka upp myndband við nýja lagið So High. „Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason sem standa að baki Narvi Productions leikstýra myndbandinu í næstu viku," segir hún en þau höfðu veg og vanda að myndbandi GusGus við lagið Over.- hþt Lífið Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Lagið mitt Too Late er í fyrsta sæti á spænskri tónlistarsíðu," segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir steinhissa yfir því að lagið hafi ratað í efsta sæti á lagalista spænsku vefsíðunnar AstreduPOP, sem virðist leita uppi lítt þekkta en efnilega tónlistarmenn. Þórunn vissi ekki um vefsíðuna fyrr en aðstandandi hennar sendi henni fréttirnar. „Hann sagði að Too Late væri frábært popplag sem væri spilað hverja helgi í Zaragoza á Spáni og að allir dýrki það þar," segir hún undrandi. Á vefsíðunni er einnig bent á nýja lagið So High af plötunni Star-Crossed, sem kemur út í ágúst. „Ég hef rekist á nokkrar umfjallanir á Netinu síðan So High kom út fyrir rúmlega viku. Það er búið að skrifa fullt um nýja efnið og þó platan sé ekki komin út," segir Þórunn sem fær reglulega ábendingar um umfjallanir frá vinum. „Þetta er mjög fyndið. Internetið er bara svo magnað fyrirbæri. Ég hef ekki verið að senda vefsíðum eða blaðamönnum neitt um mig," segir hún. Þessi tíðindi eru í takt við þau orð sem faðir hennar, tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson, lét falla um nýju plötuna. „Hann sagði að hún myndi virka geggjað vel í Suður-Evrópu og eftir að hann frétti af þessum lista sagði hann að ég ætti að fara til Spánar og Ítalíu og meika það," segir hún og játar að það yrði sko ekki leiðinlegt. Næst á dagskrá hjá söngkonunni er að taka upp myndband við nýja lagið So High. „Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason sem standa að baki Narvi Productions leikstýra myndbandinu í næstu viku," segir hún en þau höfðu veg og vanda að myndbandi GusGus við lagið Over.- hþt
Lífið Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira