Fórnarlamb segist ekki ætla að láta óþokka hrekja sig að heiman Andri Ólafsson skrifar 10. júlí 2012 18:45 Karlmaður á sjötugsaldri sem var bundinn og keflaður á eigin heimili í sex tíma segist ekki ætla að láta hræðsluna við óþokkana eyðileggja fyrir sér heimilið. Hann féllst á að lýsa atburðarrásinni en af tillitsemi við öryggi mannsins verður nafn hans ekki birt. Það var aðfaranótt föstudagsins síðasta sem hringt var á dyrabjöllu mannsins, sem býr einn í einbýlishúsi í Breiðholti, þegar hann fór til dyra stóðu tveir menn í dyragættinni. Þeir réðust samstundis á hann og keyrðu hann inn í stofu. „Mér er ýtt inn í stofu og settur í stól og límdur fastur til að byrja með. Svo er ég leystur til þess að fara í tölvuna, þar sem átti að láta mig millifæra fé með hótunum og illindum," lýsir maðurinn. Mennirnir tóku líka kreditkort mannsins og kröfðu hann um pin-númerið. Þeir skildu því næst manninn eftir í húsinu bundinn og keflaðana á meðan þeir fóru út hraðbanka til að tæma öll kort. En fyrst pin-úmerin virkuðu ekki snéru þeir aftur „Þeir komu alveg brjálaðir til baka, slógu mig og börðu og bundu mig í baðkarinu," segir maðurinn sem var látinn liggja í baðkarinu bundinn á höndum og fótum með límt fyrir munninn alla nóttina. Á meðan voru þrjótanir frammi, brjótandi og bramlandi, í leit að verðmætum. Svona var þetta alveg fram á morgun. Um sex klukkutíma alls. „Síðan þegar bankar opna rýkur annar þeirra niður í Mjódd til þess að taka pening út. Í millitíðinni tekst mér að losa mig, en þá voru þeir búnir að festa hurðina þannig ég komst ekki út," segir maðurinn. „En síðan bíða þeir eftir að verða sóttir með ránsfenginn og klukkan er orðin tíu um morguninn. Ég er heppinn að eiga góða að, fólks sem saknaði mín. Þau komu, bönkuðu upp á, en þá ruku mennirnir út að aftanverðu með tölvu og sjónvarp og líklega eitthvað fleira," segir maðurinn klökkur. Þótt þeir hafi náð að flýja var lögreglan fljót að finna mennina. Þeir sitja nú báðir í gæsluvarðhaldi og eiga þunga dóma yfir höfði sér. Okkar maður hefur tekið leyfi frá vinnu til að jafna sig, hann segist staðráðinn í að láta þennan atburð ekki buga sig og hyggst að flytja aftur inn á heimili sitt. „Málið er að það er ekki hægt að vera heima eins og er, gott fólk er að reyna að gera það að heimili aftur. En svona lýð mun ekki takast að hræða mig frá heimilinu, það gengur ekki, ég ætla ekki að vera á flótta og þá verður maður bara drepinn eins og var hótað," segir maðurinn eftir þessa hrollvekjandi lífsreynslu. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri sem var bundinn og keflaður á eigin heimili í sex tíma segist ekki ætla að láta hræðsluna við óþokkana eyðileggja fyrir sér heimilið. Hann féllst á að lýsa atburðarrásinni en af tillitsemi við öryggi mannsins verður nafn hans ekki birt. Það var aðfaranótt föstudagsins síðasta sem hringt var á dyrabjöllu mannsins, sem býr einn í einbýlishúsi í Breiðholti, þegar hann fór til dyra stóðu tveir menn í dyragættinni. Þeir réðust samstundis á hann og keyrðu hann inn í stofu. „Mér er ýtt inn í stofu og settur í stól og límdur fastur til að byrja með. Svo er ég leystur til þess að fara í tölvuna, þar sem átti að láta mig millifæra fé með hótunum og illindum," lýsir maðurinn. Mennirnir tóku líka kreditkort mannsins og kröfðu hann um pin-númerið. Þeir skildu því næst manninn eftir í húsinu bundinn og keflaðana á meðan þeir fóru út hraðbanka til að tæma öll kort. En fyrst pin-úmerin virkuðu ekki snéru þeir aftur „Þeir komu alveg brjálaðir til baka, slógu mig og börðu og bundu mig í baðkarinu," segir maðurinn sem var látinn liggja í baðkarinu bundinn á höndum og fótum með límt fyrir munninn alla nóttina. Á meðan voru þrjótanir frammi, brjótandi og bramlandi, í leit að verðmætum. Svona var þetta alveg fram á morgun. Um sex klukkutíma alls. „Síðan þegar bankar opna rýkur annar þeirra niður í Mjódd til þess að taka pening út. Í millitíðinni tekst mér að losa mig, en þá voru þeir búnir að festa hurðina þannig ég komst ekki út," segir maðurinn. „En síðan bíða þeir eftir að verða sóttir með ránsfenginn og klukkan er orðin tíu um morguninn. Ég er heppinn að eiga góða að, fólks sem saknaði mín. Þau komu, bönkuðu upp á, en þá ruku mennirnir út að aftanverðu með tölvu og sjónvarp og líklega eitthvað fleira," segir maðurinn klökkur. Þótt þeir hafi náð að flýja var lögreglan fljót að finna mennina. Þeir sitja nú báðir í gæsluvarðhaldi og eiga þunga dóma yfir höfði sér. Okkar maður hefur tekið leyfi frá vinnu til að jafna sig, hann segist staðráðinn í að láta þennan atburð ekki buga sig og hyggst að flytja aftur inn á heimili sitt. „Málið er að það er ekki hægt að vera heima eins og er, gott fólk er að reyna að gera það að heimili aftur. En svona lýð mun ekki takast að hræða mig frá heimilinu, það gengur ekki, ég ætla ekki að vera á flótta og þá verður maður bara drepinn eins og var hótað," segir maðurinn eftir þessa hrollvekjandi lífsreynslu.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira