Fórnarlamb segist ekki ætla að láta óþokka hrekja sig að heiman Andri Ólafsson skrifar 10. júlí 2012 18:45 Karlmaður á sjötugsaldri sem var bundinn og keflaður á eigin heimili í sex tíma segist ekki ætla að láta hræðsluna við óþokkana eyðileggja fyrir sér heimilið. Hann féllst á að lýsa atburðarrásinni en af tillitsemi við öryggi mannsins verður nafn hans ekki birt. Það var aðfaranótt föstudagsins síðasta sem hringt var á dyrabjöllu mannsins, sem býr einn í einbýlishúsi í Breiðholti, þegar hann fór til dyra stóðu tveir menn í dyragættinni. Þeir réðust samstundis á hann og keyrðu hann inn í stofu. „Mér er ýtt inn í stofu og settur í stól og límdur fastur til að byrja með. Svo er ég leystur til þess að fara í tölvuna, þar sem átti að láta mig millifæra fé með hótunum og illindum," lýsir maðurinn. Mennirnir tóku líka kreditkort mannsins og kröfðu hann um pin-númerið. Þeir skildu því næst manninn eftir í húsinu bundinn og keflaðana á meðan þeir fóru út hraðbanka til að tæma öll kort. En fyrst pin-úmerin virkuðu ekki snéru þeir aftur „Þeir komu alveg brjálaðir til baka, slógu mig og börðu og bundu mig í baðkarinu," segir maðurinn sem var látinn liggja í baðkarinu bundinn á höndum og fótum með límt fyrir munninn alla nóttina. Á meðan voru þrjótanir frammi, brjótandi og bramlandi, í leit að verðmætum. Svona var þetta alveg fram á morgun. Um sex klukkutíma alls. „Síðan þegar bankar opna rýkur annar þeirra niður í Mjódd til þess að taka pening út. Í millitíðinni tekst mér að losa mig, en þá voru þeir búnir að festa hurðina þannig ég komst ekki út," segir maðurinn. „En síðan bíða þeir eftir að verða sóttir með ránsfenginn og klukkan er orðin tíu um morguninn. Ég er heppinn að eiga góða að, fólks sem saknaði mín. Þau komu, bönkuðu upp á, en þá ruku mennirnir út að aftanverðu með tölvu og sjónvarp og líklega eitthvað fleira," segir maðurinn klökkur. Þótt þeir hafi náð að flýja var lögreglan fljót að finna mennina. Þeir sitja nú báðir í gæsluvarðhaldi og eiga þunga dóma yfir höfði sér. Okkar maður hefur tekið leyfi frá vinnu til að jafna sig, hann segist staðráðinn í að láta þennan atburð ekki buga sig og hyggst að flytja aftur inn á heimili sitt. „Málið er að það er ekki hægt að vera heima eins og er, gott fólk er að reyna að gera það að heimili aftur. En svona lýð mun ekki takast að hræða mig frá heimilinu, það gengur ekki, ég ætla ekki að vera á flótta og þá verður maður bara drepinn eins og var hótað," segir maðurinn eftir þessa hrollvekjandi lífsreynslu. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri sem var bundinn og keflaður á eigin heimili í sex tíma segist ekki ætla að láta hræðsluna við óþokkana eyðileggja fyrir sér heimilið. Hann féllst á að lýsa atburðarrásinni en af tillitsemi við öryggi mannsins verður nafn hans ekki birt. Það var aðfaranótt föstudagsins síðasta sem hringt var á dyrabjöllu mannsins, sem býr einn í einbýlishúsi í Breiðholti, þegar hann fór til dyra stóðu tveir menn í dyragættinni. Þeir réðust samstundis á hann og keyrðu hann inn í stofu. „Mér er ýtt inn í stofu og settur í stól og límdur fastur til að byrja með. Svo er ég leystur til þess að fara í tölvuna, þar sem átti að láta mig millifæra fé með hótunum og illindum," lýsir maðurinn. Mennirnir tóku líka kreditkort mannsins og kröfðu hann um pin-númerið. Þeir skildu því næst manninn eftir í húsinu bundinn og keflaðana á meðan þeir fóru út hraðbanka til að tæma öll kort. En fyrst pin-úmerin virkuðu ekki snéru þeir aftur „Þeir komu alveg brjálaðir til baka, slógu mig og börðu og bundu mig í baðkarinu," segir maðurinn sem var látinn liggja í baðkarinu bundinn á höndum og fótum með límt fyrir munninn alla nóttina. Á meðan voru þrjótanir frammi, brjótandi og bramlandi, í leit að verðmætum. Svona var þetta alveg fram á morgun. Um sex klukkutíma alls. „Síðan þegar bankar opna rýkur annar þeirra niður í Mjódd til þess að taka pening út. Í millitíðinni tekst mér að losa mig, en þá voru þeir búnir að festa hurðina þannig ég komst ekki út," segir maðurinn. „En síðan bíða þeir eftir að verða sóttir með ránsfenginn og klukkan er orðin tíu um morguninn. Ég er heppinn að eiga góða að, fólks sem saknaði mín. Þau komu, bönkuðu upp á, en þá ruku mennirnir út að aftanverðu með tölvu og sjónvarp og líklega eitthvað fleira," segir maðurinn klökkur. Þótt þeir hafi náð að flýja var lögreglan fljót að finna mennina. Þeir sitja nú báðir í gæsluvarðhaldi og eiga þunga dóma yfir höfði sér. Okkar maður hefur tekið leyfi frá vinnu til að jafna sig, hann segist staðráðinn í að láta þennan atburð ekki buga sig og hyggst að flytja aftur inn á heimili sitt. „Málið er að það er ekki hægt að vera heima eins og er, gott fólk er að reyna að gera það að heimili aftur. En svona lýð mun ekki takast að hræða mig frá heimilinu, það gengur ekki, ég ætla ekki að vera á flótta og þá verður maður bara drepinn eins og var hótað," segir maðurinn eftir þessa hrollvekjandi lífsreynslu.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira