Innlent

Tillitsleysi í miðborginni

BBI skrifar
Stöðubrot í miðborginni.
Stöðubrot í miðborginni. Mynd/ facebooksíða lögreglunnar.
Bílstjórar gerast sí og æ sekir um átakanlegt tillitsleysi með því að leggja ökutækjum sínum langt upp á gangstéttir í miðborginni að sögn lögreglu. Talsvert er um stöðubrot og þá á lögreglan um fátt annað að velja en að láta fjarlægja ökutæki á kostnað eigenda.

Meðfylgjandi mynd var tekin í miðborginni á dögunum. Í þessu tilviki kemur bíllinn í veg fyrir að gangandi vegfarendur geti notað gangstéttina eins og til er ætlast. Hinir sömu verða því að fara út á akbrautina og meðfram bílnum til að komast leiðar sinnar og það skapar hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×