Sundgestir tóku ekki eftir drukknandi dreng í um þrjár mínútur Karen Kjartansdóttir skrifar 7. ágúst 2012 18:42 Tveir tólf ára drengir björguðu sex ára dreng naumlega frá drukknun á föstudag. Þeir eru sannfærðir um að atburðinum muni þeir aldrei gleyma. Forstöðumaður sundlaugarinnar segir að drengurinn hafi barist við að ná andanum í um þrjár mínútur með fólk allt í kringum sig sem tók ekki eftir því að eitthvað hvað amaði að. Þeir Birgir Arngrímsson og Adam Atli Sandgreen voru að leik í Sundlaug Akureyrar á föstudag. Þessi sundferð hefði getað endað með skelfingu en þökk sér vökulum augum þeirra fór allt vel. Þeir héldu fyrst að sex ára snáðinn sem hafði verið að leik í kringum þá væri að leika sér að kafa á botninum. Sem betur fer vöknuðu þó fljótlega hjá þeim grunsemdir um að eitthvað væri að. „Við vorum bara að synda þarna. Strákurinn var að synda þarna í kringum okkur. Allt í einu var hann á botninum mjög lengi. Við fórum að athuga hvað væri að og hann hreyfði sig ekkert, þannig ég tók hann og fór með hann upp á yfirborðið og Adam sótti hjálp" segir Birgir. Sundlaugaverðir komu svo til aðstoðar auk þess sem að lögregla og sjúkraflutningamenn voru kallaðir til.Hvernig leið ykkur að þegar þið fylgdust með þessu? „Skringilega og við vorum með hroll," segja þeir. Elín Gísladóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar, segir að af öryggisupptökum að dæma hafi um þrjár mínútur liðið frá því drengurinn stökk út í og þar til drengirnir náðu honum af botninum. Drukknun sé hljóðlátt fyrirbæri því manneskjan eigi erfitt með að anda og geti því illa gert vart við sig. Drengurinn hafi verið í stórum hópi fólks, sumir hafi jafnvel næstum rekist utan í hann en engin hafi áttað sig á því hvað var að gerast nema þeir Adam og Birgir. Adam segist hafa heyrt frá foreldrum litla drengsins og hafi þau verið þeim mjög þakklát. Hægt var að útskrifa litla drenginn af sjúkrahúsinu á sunnudaginn og segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, að ekki hafi mátt tæpara standa. Rétt viðbrögð hefðu skipt sköpum og orðið drengnum til lífs. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
Tveir tólf ára drengir björguðu sex ára dreng naumlega frá drukknun á föstudag. Þeir eru sannfærðir um að atburðinum muni þeir aldrei gleyma. Forstöðumaður sundlaugarinnar segir að drengurinn hafi barist við að ná andanum í um þrjár mínútur með fólk allt í kringum sig sem tók ekki eftir því að eitthvað hvað amaði að. Þeir Birgir Arngrímsson og Adam Atli Sandgreen voru að leik í Sundlaug Akureyrar á föstudag. Þessi sundferð hefði getað endað með skelfingu en þökk sér vökulum augum þeirra fór allt vel. Þeir héldu fyrst að sex ára snáðinn sem hafði verið að leik í kringum þá væri að leika sér að kafa á botninum. Sem betur fer vöknuðu þó fljótlega hjá þeim grunsemdir um að eitthvað væri að. „Við vorum bara að synda þarna. Strákurinn var að synda þarna í kringum okkur. Allt í einu var hann á botninum mjög lengi. Við fórum að athuga hvað væri að og hann hreyfði sig ekkert, þannig ég tók hann og fór með hann upp á yfirborðið og Adam sótti hjálp" segir Birgir. Sundlaugaverðir komu svo til aðstoðar auk þess sem að lögregla og sjúkraflutningamenn voru kallaðir til.Hvernig leið ykkur að þegar þið fylgdust með þessu? „Skringilega og við vorum með hroll," segja þeir. Elín Gísladóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar, segir að af öryggisupptökum að dæma hafi um þrjár mínútur liðið frá því drengurinn stökk út í og þar til drengirnir náðu honum af botninum. Drukknun sé hljóðlátt fyrirbæri því manneskjan eigi erfitt með að anda og geti því illa gert vart við sig. Drengurinn hafi verið í stórum hópi fólks, sumir hafi jafnvel næstum rekist utan í hann en engin hafi áttað sig á því hvað var að gerast nema þeir Adam og Birgir. Adam segist hafa heyrt frá foreldrum litla drengsins og hafi þau verið þeim mjög þakklát. Hægt var að útskrifa litla drenginn af sjúkrahúsinu á sunnudaginn og segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, að ekki hafi mátt tæpara standa. Rétt viðbrögð hefðu skipt sköpum og orðið drengnum til lífs.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent