Leita vopna á gestum í þinghúsinu 20. desember 2012 07:00 Þingvarsla ávalt sýnileg Þó búið sé að fjölga í þingvörslu að undanförnu og verðirnir hafi hlotið aukna þjálfun er öryggismálum enn mjög ábótavant á þinginu. Lítið þarf til að vinna þingmönnum mein sé vilji fyrir hendi. Fréttablaðið/Pjetur „Hingað þarf svipuð vopnaleitarleitartæki og eru notuð í þinghúsum erlendis," segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Sérstakt vopnaleitartæki verður keypt til Alþingis á næstu misserum, gangi fyrirætlanir forsvarsmanna þingsins eftir. Helgi segir öryggismálum í húsinu ábótavant og nauðsynlegt sé að horfast í augu við að Ísland er ekki frábrugðið nágrannalöndum sínum hvað varðar afbrot og fyrirbyggjandi aðgerðir um öryggi þingmanna. „Við höfum fjölgað í þingvörslu og þjálfað starfsfólk meira, eflt löggæsluna, en það þarf að gera frekari ráðstafanir." Alþingi hefur fengið auknar fjárveitingar að undanförnu til að bæta öryggisgæslu og segist Helgi bjartsýnn á að áframhaldandi skilningur á alvöru málsins ríki hjá forsætisnefnd. „Það er mikill skilningur í forsætisnefnd og meðal forystumanna á því að sá tími sé liðinn þegar sakleysi og einlægni birtist hér í samskiptum. Það er miður og mjög sorglegt." Laust fyrir klukkan tíu á mánudagskvöld komu lögregla og þingverðir að manni inni á snyrtingu Alþingis þar sem hann hafði skaðað sig töluvert með beittum hlut. Atvikið gerðist á meðan þingfundur stóð yfir, en maðurinn hafði verið gestur á þingpöllum skömmu áður þar sem lögreglumaður hafði tekið eftir honum. Forseti sleit þingfundi í kjölfar atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað innan veggja Alþingis. „Það er ýmislegt í kring um þetta atvik sem krefst viðbragða af okkar hálfu. Meðal annars frágangur á hurðum, vöktun og þess háttar. Við munum endurskoða vinnuferla hjá okkur í ljósi þess sem gerðist," segir Helgi. „Þingmenn eru mjög óvarðir í þingsal. Það þarf næstum því ekkert til, því miður. Og þetta er enn ein áminningin um að við erum stödd á sama stað í tilverunni og löndin í kring um okkur." Að sögn Helga var maðurinn þó ekki vopnaður hnífi, en var með lítið skurðtæki meðferðis sem hann skar sig með. „Þetta var ekki góð aðkoma," segir hann.Hvernig eftirlitinu verður háttað Lágmarks vopnaleit fer fram á öllum sem eiga erindi við þingmenn og inn á Alþingi. Verðir fylgjast með gestum, hvort einhver leggi eitthvað frá sér eða hafi eitthvað á sér. Þá er óskað eftir því að gestir tæmi vasa. „Fólk á ekki að fara með hluti á þingpalla sem hægt er að nota til að kasta eða eitthvað slíkt. Þingverðir hafa farið fram á að það verði leitað á fólki, að öðrum kosti er mönnum vísað frá," segir Helgi Bernódusson, að lokum. - sv Fréttir Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
„Hingað þarf svipuð vopnaleitarleitartæki og eru notuð í þinghúsum erlendis," segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Sérstakt vopnaleitartæki verður keypt til Alþingis á næstu misserum, gangi fyrirætlanir forsvarsmanna þingsins eftir. Helgi segir öryggismálum í húsinu ábótavant og nauðsynlegt sé að horfast í augu við að Ísland er ekki frábrugðið nágrannalöndum sínum hvað varðar afbrot og fyrirbyggjandi aðgerðir um öryggi þingmanna. „Við höfum fjölgað í þingvörslu og þjálfað starfsfólk meira, eflt löggæsluna, en það þarf að gera frekari ráðstafanir." Alþingi hefur fengið auknar fjárveitingar að undanförnu til að bæta öryggisgæslu og segist Helgi bjartsýnn á að áframhaldandi skilningur á alvöru málsins ríki hjá forsætisnefnd. „Það er mikill skilningur í forsætisnefnd og meðal forystumanna á því að sá tími sé liðinn þegar sakleysi og einlægni birtist hér í samskiptum. Það er miður og mjög sorglegt." Laust fyrir klukkan tíu á mánudagskvöld komu lögregla og þingverðir að manni inni á snyrtingu Alþingis þar sem hann hafði skaðað sig töluvert með beittum hlut. Atvikið gerðist á meðan þingfundur stóð yfir, en maðurinn hafði verið gestur á þingpöllum skömmu áður þar sem lögreglumaður hafði tekið eftir honum. Forseti sleit þingfundi í kjölfar atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað innan veggja Alþingis. „Það er ýmislegt í kring um þetta atvik sem krefst viðbragða af okkar hálfu. Meðal annars frágangur á hurðum, vöktun og þess háttar. Við munum endurskoða vinnuferla hjá okkur í ljósi þess sem gerðist," segir Helgi. „Þingmenn eru mjög óvarðir í þingsal. Það þarf næstum því ekkert til, því miður. Og þetta er enn ein áminningin um að við erum stödd á sama stað í tilverunni og löndin í kring um okkur." Að sögn Helga var maðurinn þó ekki vopnaður hnífi, en var með lítið skurðtæki meðferðis sem hann skar sig með. „Þetta var ekki góð aðkoma," segir hann.Hvernig eftirlitinu verður háttað Lágmarks vopnaleit fer fram á öllum sem eiga erindi við þingmenn og inn á Alþingi. Verðir fylgjast með gestum, hvort einhver leggi eitthvað frá sér eða hafi eitthvað á sér. Þá er óskað eftir því að gestir tæmi vasa. „Fólk á ekki að fara með hluti á þingpalla sem hægt er að nota til að kasta eða eitthvað slíkt. Þingverðir hafa farið fram á að það verði leitað á fólki, að öðrum kosti er mönnum vísað frá," segir Helgi Bernódusson, að lokum. - sv
Fréttir Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira