Innlent

Endurskoðun snertir Ísland beint

mengun Hér hafa svifryk, öskufall og díoxín verið í umræðunni í tengslum við loftmengun.Nordicphotos/AFP
mengun Hér hafa svifryk, öskufall og díoxín verið í umræðunni í tengslum við loftmengun.Nordicphotos/AFP
Evrópusambandið leitar álits hjá almenningi og sérfræðingum vegna heildarendurskoðunar stefnumótunar sambandsins í loftgæðamálum. Samráðsferlinu, sem hófst 10. þessa mánaðar, lýkur 4. mars.

Í umfjöllun á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins kemur fram að samkvæmt Samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) sé Íslendingum skylt að innleiða löggjöf Evrópusambandsins í mengunarmálum. Málið gæti því varðað Íslendinga með beinum hætti.

„Loftmengun og önnur tengd vandamál sem ógna umhverfinu og heilsu fólks eru alvarlegt áhyggjuefni fyrir marga Evrópubúa," segir í umfjöllun ráðuneytisins. Bent er á að þótt með lagasetningu hafi verið reynt að stemma stigu við loftmengandi efnum á borð við brennisteinstvíoxíð, blý og nituroxíð hafi ekki tekist að koma í veg fyrir loftmengun með öllu. „Heilsu fólks stafar hætta af mengunarmóðu og svifryki sem víða fer reglulega yfir hættumörk. Þannig er talið að loftmengun dragi yfir 350.000 manns til dauða árlega innan Evrópusambandsins."

- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×