Innlent

Stöð 2 send út í háskerpu

Háskerpa Nýjasta viðbóti við framtíðarþjónustu Stöðvar 2.
Háskerpa Nýjasta viðbóti við framtíðarþjónustu Stöðvar 2.

Stöð 2 hefur í dag formlega útsendingu í háskerpu, HD, og verður þar með fyrst íslenskra sjónvarpsstöðva til að bjóða upp á reglubundnar útsendingar í háskerpu.

„Fyrsta háskerpurásin okkar fór í loftið fyrir allnokkru síðan, það var fyrri sportrásin, og seinni sportrásin fór í loftið í háskerpu í ágúst. Síðasti leggurinn er svo Stöð 2 sem fer í háskerpu nú. Þetta er þó búið að vera í undirbúningi í langan tíma," segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.

„Háskerpuútsending er margföld myndupplausn þannig að gæði sjónvarpsútsendingarinnar aukast til mikilla muna. Jóladagskráin okkar verður í leiftrandi háskerpu."

Til þess að geta tekið við háskerpuútsendingum þarf bæði háskerpusjónvarp og myndlykil sem tekur við háskerpu. Áskrifendur með nettengda myndlykla geta séð Stöð 2 í háskerpu, viðskiptavinir Vodafone á rás 502 og viðskiptavinir Símans á rás 203. Stöð 2 HD er líka aðgengileg í gegnum örbylgjuútsendingar.
Ekki verður rukkað HD-gjald fyrir aðgang að háskerpustöðvunum næstu þrjá mánuðina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.