Innlent

Hvít jól algengari en rauð á síðustu árum

Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands treysta sér ekki enn til að spá fyrir um hvort jólin verði rauð eða hvít þetta árið, og segja óvissu í veðurspám of mikla. Á síðustu átján árum hafa hvít jól verið örlítið algengari en rauð á höfuðborgarsvæðinu.

Eftir frost og stillu síðustu daga eru umhleypingar í kortunum. Hitastig fer hækkandi og von er á úrkomu víða um land samkvæmt spám Veðurstofunnar. Mikil óvissa er um veður á aðfangadag, en nýjustu spár gera ráð fyrir stífri austan- og norðaustanátt með rigningu víða, en slyddu eða snjókomu norðan til.
Ómögulegt er því að spá með nokkurri vissu um hvort jólin verði rauð eða hvít, þó líkurnar á rauðum jólum séu mögulega minni en stundum vegna umhleypinganna fram undan.

Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar hafa verið hvít jól í Reykjavík í tíu af síðustu 18 árum, eða í nærri 56 prósentum tilvika, segir Guðrún Nína Petersen, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Miðað er við snjóþekju klukkan 9 að morgni jóladags.

Oftar er hvítt á Akureyri um jólin, eða í um 61 prósenti tilvika á síðustu 18 árum. Á Bolungarvík er hlutfallið það sama og í Reykjavík, 56 prósent, og á Kirkjubæjarklaustri hafa jólin verið hvít í nákvæmlega helmingi tilvika frá árinu 1994. - bjAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.