Innlent

Hvít jól algengari en rauð á síðustu árum

Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands treysta sér ekki enn til að spá fyrir um hvort jólin verði rauð eða hvít þetta árið, og segja óvissu í veðurspám of mikla. Á síðustu átján árum hafa hvít jól verið örlítið algengari en rauð á höfuðborgarsvæðinu.Eftir frost og stillu síðustu daga eru umhleypingar í kortunum. Hitastig fer hækkandi og von er á úrkomu víða um land samkvæmt spám Veðurstofunnar. Mikil óvissa er um veður á aðfangadag, en nýjustu spár gera ráð fyrir stífri austan- og norðaustanátt með rigningu víða, en slyddu eða snjókomu norðan til.

Ómögulegt er því að spá með nokkurri vissu um hvort jólin verði rauð eða hvít, þó líkurnar á rauðum jólum séu mögulega minni en stundum vegna umhleypinganna fram undan.Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar hafa verið hvít jól í Reykjavík í tíu af síðustu 18 árum, eða í nærri 56 prósentum tilvika, segir Guðrún Nína Petersen, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Miðað er við snjóþekju klukkan 9 að morgni jóladags.Oftar er hvítt á Akureyri um jólin, eða í um 61 prósenti tilvika á síðustu 18 árum. Á Bolungarvík er hlutfallið það sama og í Reykjavík, 56 prósent, og á Kirkjubæjarklaustri hafa jólin verið hvít í nákvæmlega helmingi tilvika frá árinu 1994. - bj

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.