Þráspurt um hæfi rannsakendanna Stígur Helgason skrifar 7. desember 2012 00:01 Karl Wernersson skrópaði á þriðjudag en mætti í gær. Hann hafði ekki frá miklu að segja. Fréttablaðið/gva Vitnaleiðslum í Vafningsmáli sérstaks saksóknara lauk um hádegisbil í gær. Alls komu 33 vitni fyrir dóminn, auk sakborninga, á þeim þremur dögum sem réttarhöldin stóðu í vikunni. Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa ákveðið að lána Milestone tíu milljarða í febrúar 2008. Karl Wernersson, fyrrverandi aðaleigandi og stjórnarformaður Milestone, kom fyrstur fyrir dóminn í gærmorgun. Hann átti upphaflega að mæta á þriðjudaginn en lét ekki sjá sig sem varð til þess að dómari gaf út formlega vitnakvaðningu á hendur honum. Við upphaf þinghaldsins í gær krafði Símon Sigvaldason héraðsdómari Karl um skýringu á fjarverunni á þriðjudag. Karl svaraði því til að hann hefði einfaldlega verið upptekinn þann dag. Símon minnti hann á að vitnaskylda gengi framar öðrum hversdagslegum skyldum. Í kjölfarið var Karl spurður út í aðkomu sína að Vafningsmálinu en gat litlu sem engu bætt við það sem þegar hafði komið fram í málinu. Ýmist fólst vitnisburður hans í að staðfesta hin og þessi skjöl eða þá að bera við að hann myndi ekki eftir því sem spurt var um. Næst komu fyrir dóminn fjórir starfsmenn sérstaks saksóknara sem verjendur þráspurðu um rannsókn málsins, augljóslega til að reyna að draga fram það sem þeir töldu vankanta á henni. Jafnframt voru þeir spurðir um athugun sem þeir gerðu á því hvort það hefði spillt rannsókninni að tveir aðalrannsakendur málsins hefðu samhliða starfað fyrir þrotabú Milestone. Niðurstaða þeirra var að svo væri ekki. Einnig kom fyrir dóminn starfsmaður skilanefndar Glitnis, sem upplýsti að Vafningslánið stæði nú í um sextán milljörðum og ekki væri útlit fyrir að nema um einn milljarður af því mundi innheimtast. Síðasta vitnið var Guðmundur Haukur Gunnarsson, annar þeirra sem kallaðir hafa verið aðalrannsakendur málsins. Hann sætir nú rannsókn, ásamt Jóni Óttari Ólafssyni, fyrir að hafa selt þrotabúi Milestone trúnaðarupplýsingar sem aflað var við rannsókn sakamálsins. Guðmundur gerði reyndar mjög lítið úr sínum þætti í rannsókninni. Hann kvaðst aðallega hafa verið í öðrum málum, en „á hliðarlínunni í Vafningsmálinu“, sem hefði fyrst og fremst verið á könnu Jóns Óttars. Sjá mátti Hólmstein Gauta Sigurðsson, saksóknara í málinu, flissa og hrista hausinn undir þessum vitnisburði. Guðmundur Haukur vildi ekki, frekar en Jón Óttar á þriðjudag, tjá sig nokkuð um málið sem til rannsóknar er á hendur þeim. Á mánudag munu saksóknari og verjendur flytja mál sitt. Gert er ráð fyrir að það taki um sex klukkustundir. Dómsmál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Vitnaleiðslum í Vafningsmáli sérstaks saksóknara lauk um hádegisbil í gær. Alls komu 33 vitni fyrir dóminn, auk sakborninga, á þeim þremur dögum sem réttarhöldin stóðu í vikunni. Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa ákveðið að lána Milestone tíu milljarða í febrúar 2008. Karl Wernersson, fyrrverandi aðaleigandi og stjórnarformaður Milestone, kom fyrstur fyrir dóminn í gærmorgun. Hann átti upphaflega að mæta á þriðjudaginn en lét ekki sjá sig sem varð til þess að dómari gaf út formlega vitnakvaðningu á hendur honum. Við upphaf þinghaldsins í gær krafði Símon Sigvaldason héraðsdómari Karl um skýringu á fjarverunni á þriðjudag. Karl svaraði því til að hann hefði einfaldlega verið upptekinn þann dag. Símon minnti hann á að vitnaskylda gengi framar öðrum hversdagslegum skyldum. Í kjölfarið var Karl spurður út í aðkomu sína að Vafningsmálinu en gat litlu sem engu bætt við það sem þegar hafði komið fram í málinu. Ýmist fólst vitnisburður hans í að staðfesta hin og þessi skjöl eða þá að bera við að hann myndi ekki eftir því sem spurt var um. Næst komu fyrir dóminn fjórir starfsmenn sérstaks saksóknara sem verjendur þráspurðu um rannsókn málsins, augljóslega til að reyna að draga fram það sem þeir töldu vankanta á henni. Jafnframt voru þeir spurðir um athugun sem þeir gerðu á því hvort það hefði spillt rannsókninni að tveir aðalrannsakendur málsins hefðu samhliða starfað fyrir þrotabú Milestone. Niðurstaða þeirra var að svo væri ekki. Einnig kom fyrir dóminn starfsmaður skilanefndar Glitnis, sem upplýsti að Vafningslánið stæði nú í um sextán milljörðum og ekki væri útlit fyrir að nema um einn milljarður af því mundi innheimtast. Síðasta vitnið var Guðmundur Haukur Gunnarsson, annar þeirra sem kallaðir hafa verið aðalrannsakendur málsins. Hann sætir nú rannsókn, ásamt Jóni Óttari Ólafssyni, fyrir að hafa selt þrotabúi Milestone trúnaðarupplýsingar sem aflað var við rannsókn sakamálsins. Guðmundur gerði reyndar mjög lítið úr sínum þætti í rannsókninni. Hann kvaðst aðallega hafa verið í öðrum málum, en „á hliðarlínunni í Vafningsmálinu“, sem hefði fyrst og fremst verið á könnu Jóns Óttars. Sjá mátti Hólmstein Gauta Sigurðsson, saksóknara í málinu, flissa og hrista hausinn undir þessum vitnisburði. Guðmundur Haukur vildi ekki, frekar en Jón Óttar á þriðjudag, tjá sig nokkuð um málið sem til rannsóknar er á hendur þeim. Á mánudag munu saksóknari og verjendur flytja mál sitt. Gert er ráð fyrir að það taki um sex klukkustundir.
Dómsmál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði