Andra Snæ vel tekið vestanhafs 5. desember 2012 07:00 Bókin Lovestar eftir Andra Snæ Magnason kom út í Bandaríkjunum í síðustu viku og er sögð alvarlega fyndin af gagnrýnanda Village Voice. Fréttablaðið/valli Verk rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar hljóta góðar viðtökur gagnrýnanda vestanhafs. Í síðustu viku kom bókin Lovestar út í Bandaríkjunum og hlaut hún strax svokallaðan stirndan dóm (e. starred review) í Publishers Weekly. Það þykir gífurlegt hól fyrir rithöfunda að fá stjörnumerkta dóma í svo virtu riti, en í gagnrýninni er sagt að kolruglað hugmyndaflug Andra Snæs sé í yfirstærð og hressandi. Einnig er bókin sögð alvarlega fyndin hjá gagnrýnanda blaðsins Village Voice. Þá kom barnabók Andra Snæs, Blái hnötturinn, út fyrir nokkru í Bandaríkjunum og fékk líka stirndan dóm í Publishers Weekly. Þar er Andra Snæ líkt við sjálfan Roald Dahl. New York Times fer einnig lofsamlegum orðum um bókina og segir textann sérstaklega meitlaðan, hraðan og ljóðrænan og siðaboðskapnum sé snyrtilega komið hjá því að verða of áberandi með leikandi léttum stíl og fyndni. Blái hnötturinn hefur flakkað mikið um heiminn en hún hefur nú þegar komið út í Kína, Japan, Grikklandi, Tælandi og Kóreu auk fjölmargra Evrópulanda. - áp Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Verk rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar hljóta góðar viðtökur gagnrýnanda vestanhafs. Í síðustu viku kom bókin Lovestar út í Bandaríkjunum og hlaut hún strax svokallaðan stirndan dóm (e. starred review) í Publishers Weekly. Það þykir gífurlegt hól fyrir rithöfunda að fá stjörnumerkta dóma í svo virtu riti, en í gagnrýninni er sagt að kolruglað hugmyndaflug Andra Snæs sé í yfirstærð og hressandi. Einnig er bókin sögð alvarlega fyndin hjá gagnrýnanda blaðsins Village Voice. Þá kom barnabók Andra Snæs, Blái hnötturinn, út fyrir nokkru í Bandaríkjunum og fékk líka stirndan dóm í Publishers Weekly. Þar er Andra Snæ líkt við sjálfan Roald Dahl. New York Times fer einnig lofsamlegum orðum um bókina og segir textann sérstaklega meitlaðan, hraðan og ljóðrænan og siðaboðskapnum sé snyrtilega komið hjá því að verða of áberandi með leikandi léttum stíl og fyndni. Blái hnötturinn hefur flakkað mikið um heiminn en hún hefur nú þegar komið út í Kína, Japan, Grikklandi, Tælandi og Kóreu auk fjölmargra Evrópulanda. - áp
Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira