Líta falsaða pappíra alvarlegum augum thorunn@frettabladid.is skrifar 24. nóvember 2012 08:00 Börn í skóla Barnaverndarstofa hefur ekki fengið vitneskju um fleiri mál en það sem nú er í rannsókn lögreglu og það sem dæmt var í fyrir fimm árum síðan. fréttablaðið/ „Við lítum það mjög alvarlegum augum ef það er þannig að það kunni að vera mörg börn hér á Íslandi sem koma á fölskum pappírum. Við höfum mikinn áhuga á því að fylgjast með þeirri rannsókn því þá er mögulega um að ræða miklu alvarlegra mál en við höfum hingað til talið vera," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá undanfarna daga telur Útlendingastofnun að fjöldi barna hafi komið hingað til lands og fengið dvalarleyfi með því að framvísa fölskum pappírum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál pars, sem kom með ungt barn hingað til lands fyrr á árinu og sagðist vera foreldrar þess. Í Fréttablaðinu í gær sagði Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, að nokkur mál af þessu tagi hefðu komið á borð hennar á undanförnum árum. Í sumum tilvikum hefðu börnin verið misnotuð á einhvern hátt og viljað komast af heimilunum sem þau dvöldu á. Bragi segir Barnaverndarstofu ekki vera kunnugt um þessi mál og aðeins hafa vitneskju um tvö mál. „Það er ekki gott ef menn fá ábendingar um að verið sé að misnota börn án þess að tilkynna það til barnaverndarkerfisins. Annaðhvort er þetta misskilningur eða málin hafa einfaldlega ekki verið tilkynnt. Við útilokum auðvitað ekkert, og bíðum eftir frekari upplýsingum frá Útlendingastofnun um þetta. Fram að þessu hefur stofnunin ekki haft tök á því að fara í gegnum alla pappíra sem henni berst með þetta fyrir augum." Bragi segir ekki mikla reynslu komna á mál af þessu tagi, en almennt sé meginregla barnaverndaryfirvalda að kanna hagi og aðstæður barna. „Það er grennslast fyrir um það hverjir eru raunverulegir foreldrar barnsins og hvernig það bar að að þeir létu barnið frá sér eða með hvaða hætti það gerðist að fólkið sem hingað kom með barnið öðlaðist yfirráð yfir því." Reynslan frá nágrannaríkjum okkar sé að langoftast reynist börnin náskyld þeim sem koma með þau og ekkert saknæmt eða misjafnt liggi þar að baki. „Það er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt þegar svona mál koma upp eins og núna, það verður að rannsaka málið til fullnustu til að reyna að leiða í ljós hvað liggur að baki." Fréttir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
„Við lítum það mjög alvarlegum augum ef það er þannig að það kunni að vera mörg börn hér á Íslandi sem koma á fölskum pappírum. Við höfum mikinn áhuga á því að fylgjast með þeirri rannsókn því þá er mögulega um að ræða miklu alvarlegra mál en við höfum hingað til talið vera," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá undanfarna daga telur Útlendingastofnun að fjöldi barna hafi komið hingað til lands og fengið dvalarleyfi með því að framvísa fölskum pappírum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál pars, sem kom með ungt barn hingað til lands fyrr á árinu og sagðist vera foreldrar þess. Í Fréttablaðinu í gær sagði Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, að nokkur mál af þessu tagi hefðu komið á borð hennar á undanförnum árum. Í sumum tilvikum hefðu börnin verið misnotuð á einhvern hátt og viljað komast af heimilunum sem þau dvöldu á. Bragi segir Barnaverndarstofu ekki vera kunnugt um þessi mál og aðeins hafa vitneskju um tvö mál. „Það er ekki gott ef menn fá ábendingar um að verið sé að misnota börn án þess að tilkynna það til barnaverndarkerfisins. Annaðhvort er þetta misskilningur eða málin hafa einfaldlega ekki verið tilkynnt. Við útilokum auðvitað ekkert, og bíðum eftir frekari upplýsingum frá Útlendingastofnun um þetta. Fram að þessu hefur stofnunin ekki haft tök á því að fara í gegnum alla pappíra sem henni berst með þetta fyrir augum." Bragi segir ekki mikla reynslu komna á mál af þessu tagi, en almennt sé meginregla barnaverndaryfirvalda að kanna hagi og aðstæður barna. „Það er grennslast fyrir um það hverjir eru raunverulegir foreldrar barnsins og hvernig það bar að að þeir létu barnið frá sér eða með hvaða hætti það gerðist að fólkið sem hingað kom með barnið öðlaðist yfirráð yfir því." Reynslan frá nágrannaríkjum okkar sé að langoftast reynist börnin náskyld þeim sem koma með þau og ekkert saknæmt eða misjafnt liggi þar að baki. „Það er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt þegar svona mál koma upp eins og núna, það verður að rannsaka málið til fullnustu til að reyna að leiða í ljós hvað liggur að baki."
Fréttir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira