Bændur mótmæla afstöðu í ESB-viðræðum 23. nóvember 2012 06:00 Landbúnaður Bændasamtökin vilja að Ísland krefjist þess að tollar verði áfram lagðir á landbúnaðarvörur frá ESB í aðildarviðræðum. Aðrir hagsmunaaðilar telja það óraunhæft með öllu.Fréttablaðið/Stefán Fulltrúar Bændasamtakanna gengu nýverið út af fundi starfshóps sem ætlað er að móta samningsafstöðu Íslands í landbúnaðarmálum í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið (ESB). Ástæðan er sú að Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í atvinnuvegaráðuneytinu og formaður starfshópsins, lýsti því yfir á fundinum að í samningsafstöðu Íslands yrði ekki krafist áframhaldandi tollverndar fyrir landbúnaðarvörur frá ríkjum ESB. Bændasamtökin hafa áður kynnt svokallaðar varnarlínur sínar í tengslum við viðræðurnar, en ein þeirra er að áframhaldandi tollvernd verði tryggð. Frá þessu var greint á vefsíðu Neytendasamtakanna sem eiga sömuleiðis fulltrúa í starfshópnum. Gagnrýna samtökin fulltrúa bænda fyrir gjörninginn og benda á að Bændasamtökin verði að gera sér grein fyrir því að þau séu ekki einráð þegar komi að samningsafstöðu Íslands í landbúnaðarmálum. Þannig verði einnig að gæta að hagsmunum neytenda, sem og annarra hagsmunaaðila. Þá segja Neytendasamtökin alveg ljóst að krafa um áframhaldandi tollvernd landbúnaðarvara sé með öllu óraunhæf. Hins vegar sé líklega hægt að koma til móts við sérstakar aðstæður íslensks landbúnaðar á annan hátt, svo sem með beinum stuðningi úr landbúnaðarsjóði ESB og ríkissjóði Íslands.- mþl Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Fulltrúar Bændasamtakanna gengu nýverið út af fundi starfshóps sem ætlað er að móta samningsafstöðu Íslands í landbúnaðarmálum í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið (ESB). Ástæðan er sú að Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í atvinnuvegaráðuneytinu og formaður starfshópsins, lýsti því yfir á fundinum að í samningsafstöðu Íslands yrði ekki krafist áframhaldandi tollverndar fyrir landbúnaðarvörur frá ríkjum ESB. Bændasamtökin hafa áður kynnt svokallaðar varnarlínur sínar í tengslum við viðræðurnar, en ein þeirra er að áframhaldandi tollvernd verði tryggð. Frá þessu var greint á vefsíðu Neytendasamtakanna sem eiga sömuleiðis fulltrúa í starfshópnum. Gagnrýna samtökin fulltrúa bænda fyrir gjörninginn og benda á að Bændasamtökin verði að gera sér grein fyrir því að þau séu ekki einráð þegar komi að samningsafstöðu Íslands í landbúnaðarmálum. Þannig verði einnig að gæta að hagsmunum neytenda, sem og annarra hagsmunaaðila. Þá segja Neytendasamtökin alveg ljóst að krafa um áframhaldandi tollvernd landbúnaðarvara sé með öllu óraunhæf. Hins vegar sé líklega hægt að koma til móts við sérstakar aðstæður íslensks landbúnaðar á annan hátt, svo sem með beinum stuðningi úr landbúnaðarsjóði ESB og ríkissjóði Íslands.- mþl
Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira