Bændur mótmæla afstöðu í ESB-viðræðum 23. nóvember 2012 06:00 Landbúnaður Bændasamtökin vilja að Ísland krefjist þess að tollar verði áfram lagðir á landbúnaðarvörur frá ESB í aðildarviðræðum. Aðrir hagsmunaaðilar telja það óraunhæft með öllu.Fréttablaðið/Stefán Fulltrúar Bændasamtakanna gengu nýverið út af fundi starfshóps sem ætlað er að móta samningsafstöðu Íslands í landbúnaðarmálum í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið (ESB). Ástæðan er sú að Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í atvinnuvegaráðuneytinu og formaður starfshópsins, lýsti því yfir á fundinum að í samningsafstöðu Íslands yrði ekki krafist áframhaldandi tollverndar fyrir landbúnaðarvörur frá ríkjum ESB. Bændasamtökin hafa áður kynnt svokallaðar varnarlínur sínar í tengslum við viðræðurnar, en ein þeirra er að áframhaldandi tollvernd verði tryggð. Frá þessu var greint á vefsíðu Neytendasamtakanna sem eiga sömuleiðis fulltrúa í starfshópnum. Gagnrýna samtökin fulltrúa bænda fyrir gjörninginn og benda á að Bændasamtökin verði að gera sér grein fyrir því að þau séu ekki einráð þegar komi að samningsafstöðu Íslands í landbúnaðarmálum. Þannig verði einnig að gæta að hagsmunum neytenda, sem og annarra hagsmunaaðila. Þá segja Neytendasamtökin alveg ljóst að krafa um áframhaldandi tollvernd landbúnaðarvara sé með öllu óraunhæf. Hins vegar sé líklega hægt að koma til móts við sérstakar aðstæður íslensks landbúnaðar á annan hátt, svo sem með beinum stuðningi úr landbúnaðarsjóði ESB og ríkissjóði Íslands.- mþl Fréttir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Fulltrúar Bændasamtakanna gengu nýverið út af fundi starfshóps sem ætlað er að móta samningsafstöðu Íslands í landbúnaðarmálum í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið (ESB). Ástæðan er sú að Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í atvinnuvegaráðuneytinu og formaður starfshópsins, lýsti því yfir á fundinum að í samningsafstöðu Íslands yrði ekki krafist áframhaldandi tollverndar fyrir landbúnaðarvörur frá ríkjum ESB. Bændasamtökin hafa áður kynnt svokallaðar varnarlínur sínar í tengslum við viðræðurnar, en ein þeirra er að áframhaldandi tollvernd verði tryggð. Frá þessu var greint á vefsíðu Neytendasamtakanna sem eiga sömuleiðis fulltrúa í starfshópnum. Gagnrýna samtökin fulltrúa bænda fyrir gjörninginn og benda á að Bændasamtökin verði að gera sér grein fyrir því að þau séu ekki einráð þegar komi að samningsafstöðu Íslands í landbúnaðarmálum. Þannig verði einnig að gæta að hagsmunum neytenda, sem og annarra hagsmunaaðila. Þá segja Neytendasamtökin alveg ljóst að krafa um áframhaldandi tollvernd landbúnaðarvara sé með öllu óraunhæf. Hins vegar sé líklega hægt að koma til móts við sérstakar aðstæður íslensks landbúnaðar á annan hátt, svo sem með beinum stuðningi úr landbúnaðarsjóði ESB og ríkissjóði Íslands.- mþl
Fréttir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira