Innlent

Banaslys í umferð óvíða færri

jákvæð þróun
Banaslysum í umferðinni hefur fækkað stöðugt hér á landi síðustu ár og áratugi. Í nýrri skýrslu OECD sést að Ísland er í fimmta til sjötta sæti í Evrópu hvað þetta varðar. 
Fréttablaðið/XXXX
jákvæð þróun Banaslysum í umferðinni hefur fækkað stöðugt hér á landi síðustu ár og áratugi. Í nýrri skýrslu OECD sést að Ísland er í fimmta til sjötta sæti í Evrópu hvað þetta varðar. Fréttablaðið/XXXX
Ísland er í fimmta til sjötta sæti í Evrópu hvað varðar banaslys í umferðinni. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu OECD, þar sem heilsa og heilsumein Evrópubúa eru borin saman.

Fram kemur að á Íslandi látist árlega 4,2 á hverja 100.000 íbúa, jafn margir og á Írlandi, en aðeins í Hollandi, Svíþjóð, á Möltu og Bretlandi verða færri banaslys. Meðaltalið í ESB-ríkum er 7,7 banaslys á 100.000 íbúa. Þegar nánar er að gáð sést að hlutfall kvenna er áberandi lægst á Íslandi, þar sem hlutfallið er 0,7 banaslys á 100.000 konur, en hlutfallið hjá körlum er 7,6. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×