Gögn hækka bætur til þolenda ofbeldis sunna@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Svala Ísfeld Ólafsdóttir Sérfræðigögn í kynferðisbrotamálum gegn börnum virðast skipta sköpum fyrir rétti þegar kemur að því að dæma fórnarlömbum ofbeldisins bætur. Alla jafna eru bætur hærri í dómum þar sem sérfræðigögn eru lögð fram í málinu; eins og umsagnir um líðan þolanda frá sálfræðingum, geðlæknum, sjúkrahúsum, lögreglu og fleiri aðilum, samkvæmt rannsókn síðan í ár. Rannsóknin nær til allra kynferðisbrotadóma gegn börnum á tímabilinu 2002 til febrúar 2012 þar sem sakborningur var sakfelldur. Dómarnir eru sjötíu talsins og þolendurnir 126. Verkefnið er hluti af BA-ritgerð Snædísar Óskar Sigurjónsdóttur við Háskólann í Reykjavík (HR). Í 63% málanna var bótakrafa studd með sérfræðigögnum. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, fjallaði um rannsóknina í grein sinni „Áhrif sérfræðigagna á fjárhæð miskabóta til þolenda kynferðisbrota í æsku". Þar segir að allir brotaþolarnir hafi gert kröfu um miskabætur og fengu þeir allir dæmdar bætur. Langalgengast er að Hæstiréttur fallist á minna en helming, eða á bilinu 21 til 40%, þeirrar upphæðar bótakröfu sem farið er fram á fyrir dómi. Þá sýnir rannsókn Snædísar fram á að eftir því sem fleiri sérfræðigögn eru lögð fram í málinu, þeim mun meiri líkur eru á að upphæð miskabóta verði hærri. Einnig kom í ljós að eftir því sem brotin eru alvarlegri, þeim mun algengara er að sérfræðigögn fylgi með. Svala segir í niðurstöðukafla greinar sinnar að þessi niðurstaða ætti að verða réttargæslumönnum brotaþola í kynferðisbrotamálum veruleg hvatning til að vanda til verka við undirbúning og rökstuðning slíkrar kröfu. Fréttir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Sérfræðigögn í kynferðisbrotamálum gegn börnum virðast skipta sköpum fyrir rétti þegar kemur að því að dæma fórnarlömbum ofbeldisins bætur. Alla jafna eru bætur hærri í dómum þar sem sérfræðigögn eru lögð fram í málinu; eins og umsagnir um líðan þolanda frá sálfræðingum, geðlæknum, sjúkrahúsum, lögreglu og fleiri aðilum, samkvæmt rannsókn síðan í ár. Rannsóknin nær til allra kynferðisbrotadóma gegn börnum á tímabilinu 2002 til febrúar 2012 þar sem sakborningur var sakfelldur. Dómarnir eru sjötíu talsins og þolendurnir 126. Verkefnið er hluti af BA-ritgerð Snædísar Óskar Sigurjónsdóttur við Háskólann í Reykjavík (HR). Í 63% málanna var bótakrafa studd með sérfræðigögnum. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, fjallaði um rannsóknina í grein sinni „Áhrif sérfræðigagna á fjárhæð miskabóta til þolenda kynferðisbrota í æsku". Þar segir að allir brotaþolarnir hafi gert kröfu um miskabætur og fengu þeir allir dæmdar bætur. Langalgengast er að Hæstiréttur fallist á minna en helming, eða á bilinu 21 til 40%, þeirrar upphæðar bótakröfu sem farið er fram á fyrir dómi. Þá sýnir rannsókn Snædísar fram á að eftir því sem fleiri sérfræðigögn eru lögð fram í málinu, þeim mun meiri líkur eru á að upphæð miskabóta verði hærri. Einnig kom í ljós að eftir því sem brotin eru alvarlegri, þeim mun algengara er að sérfræðigögn fylgi með. Svala segir í niðurstöðukafla greinar sinnar að þessi niðurstaða ætti að verða réttargæslumönnum brotaþola í kynferðisbrotamálum veruleg hvatning til að vanda til verka við undirbúning og rökstuðning slíkrar kröfu.
Fréttir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira