Innlent

Þjóðskrá verði áfram á Selfossi

Ráðhús Árborgar
Alltaf sparað á kostnað landsbyggðar segir bæjarráðið.
Ráðhús Árborgar Alltaf sparað á kostnað landsbyggðar segir bæjarráðið.
„Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með það að hagræðingaraðgerðir ríkisins séu alltaf á sama veg, að starfsemi sé lögð niður á landsbyggðinni og flutt til Reykjavíkur," segir bæjarráð Árborgar í yfirlýsingu vegna ákvörðunar um að loka skrifstofu Þjóðskrárinnar á Selfossi.

Bæjarráðið kveðst engar upplýsingar hafa um raunverulegan sparnað af lokun skrifstofunnar og bendir á að launa- og húsnæðiskostnaður í Reykjavík sé hærri en á Selfossi. Bæjaryfirvöld í Ölfusi og Hveragerði gera sömuleiðis athugasemdir við þessa ákvörðun. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×