Innlent

Fjallið opnað á laugardaginn

Á skíðum skemmti ég mér Líklegt verður að teljast að fjöldi Akureyringa muni skella sér á skíði í fjallinu um helgina.
Á skíðum skemmti ég mér Líklegt verður að teljast að fjöldi Akureyringa muni skella sér á skíði í fjallinu um helgina.
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður opnað formlega á laugardag klukkan tíu um morguninn.

Talsvert hefur snjóað á svæðinu síðustu daga og töluvert magn af snjó náð að festast í brekkunum. Þá hefur verið nægilega kalt fyrir snjóframleiðslu.

Í tilkynningu frá Akureyrarbæ lofar Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, ágætu veðri um næstu helgi og segir að góður skíðasnjór sé kominn í allar helstu brekkurnar.

Stóra stólalyftan, Fjarkinn, verður sett í gang og að auki verða Hólabraut og Töfrateppið opin fyrir yngri kynslóðina. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×