Innlent

Göngufólk traðkar Esjuna niður

Göngufólk í Mógilsá Svo vinsælt er að ganga upp hlíðar Esjunnar að álagið þykir of mikið á núverandi stíga.
Fréttablaðið/GVA
Göngufólk í Mógilsá Svo vinsælt er að ganga upp hlíðar Esjunnar að álagið þykir of mikið á núverandi stíga. Fréttablaðið/GVA
Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur óskað eftir leyfi borgaryfirvalda til að gera gagngerar lagfæringar á fjölförnum stíg upp Esjuna.

Í bréfi sem tekið var fyrir hjá skipulagsstjóra segir Helgi Gíslason hjá Skógræktarfélaginu að stígur milli svokallaðs Steins og brúnnar yfir Mógilsá sé ekki á skipulagi en hafi myndast með göngu fólks upp og niður fjallið. „Þar eru mýrarflákar að troðast út og valda skaða á Einarsmýri vegna gangandi umferðar," segir Helgi.

Óvinnandi vegur er sagður vera að gera lagfæringar á svæðinu með handafli. Því þurfi að ganga þannig frá stígnum að hægt sé að fara þar upp með lítil vinnutæki. Laga þurfi stíginn svo átroðningur hætti að valda skemmdum.

Sömuleiðis að draga þannig úr slysum og auðvelda björgun á fólki. Hægt þurfi að vera að flytja sjálfboðaliða og aðra sem vinna við stíginn upp og niður götuna á sexhjólum. Enn fremur er óskað eftir því að leyft verði að taka möl úr fjallinu í stígagerðina. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×