Umstang án fordæma hjá Annþóri og Berki stigur@frettabladid.is skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Annþór, Börkur og félagar Fáheyrður viðbúnaður var í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun þegar aðalmeðferð hófst í líkamsárásarmáli á hendur Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og sjö öðrum mönnum. Í dómhúsinu eru þrír salir, en aðeins einn þeirra var nýttur í réttarhöldin í gær. Hinir stóðu auðir og þar voru Annþór og Börkur vistaðir undir eftirliti lögreglumanna fyrir réttarhöldin, í hléum og þegar þeir þurftu að víkja frá. Einn reyndasti dómvörður landsins var fenginn að láni úr Héraðsdómi Reykjavíkur, dómstjóri vísaði mönnum til sætis og hvorki meira né minna en þrettán einkennisklæddir lögreglumenn gættu þess að allt færi fram með friði og spekt. Ástæðan fyrir umstanginu er sú að Annþór og Börkur hafa stundum látið ófriðlega þegar þeir hafa verið fluttir til réttarhalda undanfarin misseri, barist um á hæl og hnakka, og Börkur fékk nýverið dóm fyrir að hrækja á dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Annþóri leið ekki vel þegar lögregla leiddi hann inn í húsið klukkan níu í gærmorgun. Skömmu síðar þurfti að færa hann á salerni þar sem hann kastaði upp. Börkur kenndi sér meins í baki þegar réttarhöldin hófust og kvartaði undan harðræði lögreglu. Hann bað um að fá að komast undir læknishendur en því var tekið fálega. Hann kvað verkina svo slæma að hann gæti ekki setið, og stóð því uppréttur við hlið verjenda. Annþór, Börkur og hinir sakborningarnir sjö eru ákærðir fyrir þrjár hrottafengnar líkamsárásir. Annþór kemur við sögu sem aðalmaður í þremur ákæruliðanna, en Börkur í tveimur. Teknar voru skýrslur af öllum sakborningunum níu í gær, og í dag verður haldið áfram með skýrslutökur, nú yfir þolendum og öðrum vitnum. Fyrstur í vitnastúku verður aðalfórnarlambið úr fyrsta árásarmálinu, Bergur Már Ágústsson. Bergur er brotamaður með tuttugu dóma á bakinu. Hann skaut árið 2006 úr haglabyssu á hús í Vallahverfinu í Hafnarfirði og játaði nýlega innflutning á tæplega eitt þúsund e-töflum. Fréttir Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Fáheyrður viðbúnaður var í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun þegar aðalmeðferð hófst í líkamsárásarmáli á hendur Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og sjö öðrum mönnum. Í dómhúsinu eru þrír salir, en aðeins einn þeirra var nýttur í réttarhöldin í gær. Hinir stóðu auðir og þar voru Annþór og Börkur vistaðir undir eftirliti lögreglumanna fyrir réttarhöldin, í hléum og þegar þeir þurftu að víkja frá. Einn reyndasti dómvörður landsins var fenginn að láni úr Héraðsdómi Reykjavíkur, dómstjóri vísaði mönnum til sætis og hvorki meira né minna en þrettán einkennisklæddir lögreglumenn gættu þess að allt færi fram með friði og spekt. Ástæðan fyrir umstanginu er sú að Annþór og Börkur hafa stundum látið ófriðlega þegar þeir hafa verið fluttir til réttarhalda undanfarin misseri, barist um á hæl og hnakka, og Börkur fékk nýverið dóm fyrir að hrækja á dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Annþóri leið ekki vel þegar lögregla leiddi hann inn í húsið klukkan níu í gærmorgun. Skömmu síðar þurfti að færa hann á salerni þar sem hann kastaði upp. Börkur kenndi sér meins í baki þegar réttarhöldin hófust og kvartaði undan harðræði lögreglu. Hann bað um að fá að komast undir læknishendur en því var tekið fálega. Hann kvað verkina svo slæma að hann gæti ekki setið, og stóð því uppréttur við hlið verjenda. Annþór, Börkur og hinir sakborningarnir sjö eru ákærðir fyrir þrjár hrottafengnar líkamsárásir. Annþór kemur við sögu sem aðalmaður í þremur ákæruliðanna, en Börkur í tveimur. Teknar voru skýrslur af öllum sakborningunum níu í gær, og í dag verður haldið áfram með skýrslutökur, nú yfir þolendum og öðrum vitnum. Fyrstur í vitnastúku verður aðalfórnarlambið úr fyrsta árásarmálinu, Bergur Már Ágústsson. Bergur er brotamaður með tuttugu dóma á bakinu. Hann skaut árið 2006 úr haglabyssu á hús í Vallahverfinu í Hafnarfirði og játaði nýlega innflutning á tæplega eitt þúsund e-töflum.
Fréttir Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira