Umstang án fordæma hjá Annþóri og Berki stigur@frettabladid.is skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Annþór, Börkur og félagar Fáheyrður viðbúnaður var í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun þegar aðalmeðferð hófst í líkamsárásarmáli á hendur Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og sjö öðrum mönnum. Í dómhúsinu eru þrír salir, en aðeins einn þeirra var nýttur í réttarhöldin í gær. Hinir stóðu auðir og þar voru Annþór og Börkur vistaðir undir eftirliti lögreglumanna fyrir réttarhöldin, í hléum og þegar þeir þurftu að víkja frá. Einn reyndasti dómvörður landsins var fenginn að láni úr Héraðsdómi Reykjavíkur, dómstjóri vísaði mönnum til sætis og hvorki meira né minna en þrettán einkennisklæddir lögreglumenn gættu þess að allt færi fram með friði og spekt. Ástæðan fyrir umstanginu er sú að Annþór og Börkur hafa stundum látið ófriðlega þegar þeir hafa verið fluttir til réttarhalda undanfarin misseri, barist um á hæl og hnakka, og Börkur fékk nýverið dóm fyrir að hrækja á dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Annþóri leið ekki vel þegar lögregla leiddi hann inn í húsið klukkan níu í gærmorgun. Skömmu síðar þurfti að færa hann á salerni þar sem hann kastaði upp. Börkur kenndi sér meins í baki þegar réttarhöldin hófust og kvartaði undan harðræði lögreglu. Hann bað um að fá að komast undir læknishendur en því var tekið fálega. Hann kvað verkina svo slæma að hann gæti ekki setið, og stóð því uppréttur við hlið verjenda. Annþór, Börkur og hinir sakborningarnir sjö eru ákærðir fyrir þrjár hrottafengnar líkamsárásir. Annþór kemur við sögu sem aðalmaður í þremur ákæruliðanna, en Börkur í tveimur. Teknar voru skýrslur af öllum sakborningunum níu í gær, og í dag verður haldið áfram með skýrslutökur, nú yfir þolendum og öðrum vitnum. Fyrstur í vitnastúku verður aðalfórnarlambið úr fyrsta árásarmálinu, Bergur Már Ágústsson. Bergur er brotamaður með tuttugu dóma á bakinu. Hann skaut árið 2006 úr haglabyssu á hús í Vallahverfinu í Hafnarfirði og játaði nýlega innflutning á tæplega eitt þúsund e-töflum. Fréttir Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Fáheyrður viðbúnaður var í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun þegar aðalmeðferð hófst í líkamsárásarmáli á hendur Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og sjö öðrum mönnum. Í dómhúsinu eru þrír salir, en aðeins einn þeirra var nýttur í réttarhöldin í gær. Hinir stóðu auðir og þar voru Annþór og Börkur vistaðir undir eftirliti lögreglumanna fyrir réttarhöldin, í hléum og þegar þeir þurftu að víkja frá. Einn reyndasti dómvörður landsins var fenginn að láni úr Héraðsdómi Reykjavíkur, dómstjóri vísaði mönnum til sætis og hvorki meira né minna en þrettán einkennisklæddir lögreglumenn gættu þess að allt færi fram með friði og spekt. Ástæðan fyrir umstanginu er sú að Annþór og Börkur hafa stundum látið ófriðlega þegar þeir hafa verið fluttir til réttarhalda undanfarin misseri, barist um á hæl og hnakka, og Börkur fékk nýverið dóm fyrir að hrækja á dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Annþóri leið ekki vel þegar lögregla leiddi hann inn í húsið klukkan níu í gærmorgun. Skömmu síðar þurfti að færa hann á salerni þar sem hann kastaði upp. Börkur kenndi sér meins í baki þegar réttarhöldin hófust og kvartaði undan harðræði lögreglu. Hann bað um að fá að komast undir læknishendur en því var tekið fálega. Hann kvað verkina svo slæma að hann gæti ekki setið, og stóð því uppréttur við hlið verjenda. Annþór, Börkur og hinir sakborningarnir sjö eru ákærðir fyrir þrjár hrottafengnar líkamsárásir. Annþór kemur við sögu sem aðalmaður í þremur ákæruliðanna, en Börkur í tveimur. Teknar voru skýrslur af öllum sakborningunum níu í gær, og í dag verður haldið áfram með skýrslutökur, nú yfir þolendum og öðrum vitnum. Fyrstur í vitnastúku verður aðalfórnarlambið úr fyrsta árásarmálinu, Bergur Már Ágústsson. Bergur er brotamaður með tuttugu dóma á bakinu. Hann skaut árið 2006 úr haglabyssu á hús í Vallahverfinu í Hafnarfirði og játaði nýlega innflutning á tæplega eitt þúsund e-töflum.
Fréttir Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira